Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014
Bændablaðið
kemur næst út 6. febrúar
Smáauglýsingar
56-30-300
Hafa áhrif
um land allt!
Lesendabás
Fróðlegt er að bera frumvarp til
laga um ágang búfjár sem lagt
var fram á Alþingi 1929 saman
við ákvæði núgildandi laga um
vörslu búfjár. Það frumvarp náði
ekki fram að ganga en inntak þess
á enn við. Það er löngu tímabært
að setja í lög þá meginreglu að
umráðamaður búfjár ábyrgist að
það geti ekki gengið í annars land
án heimildar.
Um ágang búfjár í sögulegu ljósi
Varsla búfjár hefur verið viðfangsefni
laga hér á landi frá ómunatíð.
Hin fornu ákvæði Grágásar og
Jónsbókar fólu í sér ýmis ákvæði
um ábyrgð eigenda á búfénaði. Í
Grágás er t.d. lagt blátt bann við
að reka fé í annars manns land.
Þótt framkvæmd laganna væri um
margt erfið í reynd urðu þau lífseig.
Að undanskilinni réttarbót Eiríks
konungs Magnússonar á Jónsbók
1294 er það ekki fyrr en á 8. og 9.
áratug 19. aldar og svo aftur 1904 að
reynt er að bæta úr ágöllum þessara
laga að því er varðar „helgi lands
og ágang búfjár“. Þó með litlum
árangri. Á svipuðum tíma voru sett
afdráttarlaus lög um vörsluskyldu
eigenda á búfénaði sínum í Noregi
(1860) og Danmörku (1872).
Hér á landi er hin lögbundna krafa
um vörslu búfjár mun minni en gilti
til forna. Þróunin hefur ekki fylgt því
sem orðið hefur í þeim löndum sem
við helst berum okkur saman við, en
þar gildir víðast skilyrðislaus krafa
um vörslu eigenda á búfé sínu.
Lagafrumvarp um ágang búfjár
frá 1929
Í ljósi vaxandi umræðu um
lausagöngu búfjár er fróðlegt að
skoða frumvarp til laga um ágang
búfjár er lagt fram á Alþingi 1929 og
svo aftur óbreytt 1930 að tilstuðlan
Landsstjórnarinnar. Flutningsmenn
voru Bernharð Stefánsson og
Jörundur Brynjólfsson. Þetta
frumvarp var um margt framsækið en
náði því miður ekki fram að ganga.
Í núgildandi lögum um búfjár-
hald er hin almenna regla sú
að lausaganga búfjár er heimil,
en sveitarstjórnir geta skyldað
umráðamenn búfjár til að hafa það í
vörslu. Lögin fela ekki í sér almenn
ákvæði til að koma í veg fyrir ágang
búfjár, en það var einmitt markmið
lagafrumvarpsins frá 1929. Í því ljósi
eru skýringar í greinargerð þessa
gamla lagafrumvarps áhugaverðar,
en þar segir m.a: „ ... enda er það víst
að rjettarmeðvitund manna er lifandi
fyrir því að bíða ekki skaða af öðrum
bótalaust. Hefir líka rjettaröryggi í þá
átt verið trygt á flestum eða öllum
sviðum nema þessu og lagað eftir
nútíma ásigkomulagi. Tími virðist
því til kominn að fylla í þetta skarð
í löggjöfinni.“
Ennfremur segir að ljóst verði að
vera „ ... hver væri skyldur að vakta
sinn fjenað og bera alla ábyrgð á,
að hann geri ekki öðrum skaða, eða
með öðrum orðum, að gróður lands
væri friðhelgur.“ Fleira er rakið,
en „ ... af þessu ástandi hefir leitt,
að ýmsir ofhlaða land sit, með það
beinlínis fyrir augum, að fjenaður
þeirra framfleytist á annars löndum“.
Sitthvað fleira er rakið til
rökstuðnings því að brýn þörf sé
lagabreytinga til að koma í veg fyrir
að búfé gangi í annars land í óleyfi.
Það sem torvelt væri að koma vörslu
við vegna staðhátta væri víða unnt að
leysa slík mál með því „... að menn
gerðu með sér frjálsa samninga,
bygða á ákvæðum laganna. Væri þá
markinu náð með lagasetningunni.“
Þannig gerir lagafrumvarpið
(gr. 12–17) ráð fyrir því að sá „er
fyrir beit verður“ megi handsama
þann búpening og færa eiganda
þess og skal sá greiða fullt gjald
fyrir kostnað. Ef sama búfé veldur
aftur ágangi er heimilt að handsama
það en gefa eiganda þess kost á að
leysa það út gegn gjaldi og með veði
í viðkomandi fénaði. Athyglisvert
er að þessar greinar frumvarpsins
eiga mikinn samhljóm í löggjöf t.d.
Nýja Sjálands um vörslu búfjár. Þar
skal raunar allt búfé utan girðinga
eða annarra afmarkana handsamað.
Lögin, sem eru frá 1955, heita
Impounding Act (lög um handsömun
búfjár) (http://www.legislation.govt.
nz/act/public/1955/0108/latest/
whole.html) og fjalla fyrst og fremst
um það hvernig skuli standa að því
að hirða búfé sem sloppið hefur út
vörslu.
Þetta gamla lagafrumvarp
geymir einnig einfalt ákvæði um
ítölu í sameiginleg beitilönd, sem
vert væri að gefa gaum. Það er á
þá leið að heimta megi ítölu frá
hverjum notanda í slík lönd. Skuli
þá hreppstjóri og úttektarmaður
framkvæma ítöluna og ábúendur
greiða kostnað eftir afnotahlutföllum.
Horft til framtíðar
Meginákvæði íslenskra laga um
vörslu búfjár eru í lögum um
búfjárhald, sem síðast voru endur-
skoðuð 2013. Þar er það skilgreint
sem lausaganga þegar búfé getur
gengið í annars manns land í óleyfi.
Vörsluskylda er síðan skilyrðislaus
krafa um að umráðamaður búfjár
ábyrgist að búfé í umsjá hans sé
haldið innan afmarkaðs svæðis allt
árið eða tiltekinna hluta þess. Lögin
setja ekki almenna reglu um bann við
lausagöngu, en veita sveitarstjórnum
heimild til að koma í veg fyrir ágang
búfjár.
Núgildandi lög, sem heimila í
raun landnot búfjáreigenda í annars
landi í hans óþökk, eru andhverfa við
þau sjónarmið að eignarrétturinn sé
heilagur. Þau veita ekki það réttar-
öryggi sem gildir á öðrum sviðum,
líkt og lagt var til grundvallar í
ofangreindu frumvarpi til laga frá
1929.
Meginatriði þessa gamla
lagafrumvarps eiga enn við, það
er að eigandi beri ábyrgð á sínum
fénaði og komi í veg fyrir ágang
á eignarlönd annarra. Slíkt kann í
mörgum tilvikum að vera einfaldara
en virðist. Þannig má gera ráð fyrir
að á mörgum svæðum myndu
sauðfjáreigendur eiga auðvelt að
leysa slík mál með samningum
við aðra landeigendur ef þeir vilja
nýta lönd þeirra. Eins er í mörgum
tilvikum auðvelt að venja fé í haga
og stýra því hvar það gengur. Hvað
varðar afréttina þá eru þeir í flestum
tilvikum afmörkuð beitarhólf og beit
þar því ekki lausaganga. Víða þarf
þó að friða öræfasvæði og hafa sum
sveitarfélög náð slíkum markmiðum
án girðinga, s.s. með því að hvetja
bændur til að halda „öræfafé“ í
heimahögum eða farga fé sem kemur
fyrir á svæðum sem vernda þarf.
Á flestum sviðum íslensks
þjóðfélags er eignarrétturinn
lögvarinn. Lagafrumvarpinu frá
1929 var ætlað tryggja betur rétt
landeigenda með því að lögfesta
almenna reglu um að ekki megi nýta
annars land án heimildar. Það á enn
við meira en 80 árum síðar að brýn
þörf er lagabóta til að fylla í þetta
skarð.
Andrés Arnalds
Bjarni Eiríkur Sigurðsson kastaði
fram eftirfarandi spurningu í
síðasta tölublaði: Hver skrifaði
Njálu? Spurningin var hins vegar
sett fram til að ræða erfðir og
ræktun Landnámshænunnar.
Svarið við spurningunni er
einfalt; enginn veit fyrir vissu
hver ritaði Njálu, en sú staðreynd
rýrir engan veginn gildi verksins,
fremur en óþekktur uppruni rýrir
tilvist forns hænsnastofns.
Njála og Landnámshænan
eiga í raun aðeins eitt sameigin-
legt; þ.e.a.s. að vera merkilegt
íslenskt sköpunarverk sem
nýtur viðurkenningar alþjóða-
samfélagsins og íslenska þjóðin
ber ábyrgð á.
Njála stendur þó talsvert betur
að vígi en Landnámshænan þar sem
bókmenntaleg þekking og metnaður
Íslendinga fyrir fornbókmenntum
er á háu stigi og ekki hætta á
að fræðimenn eða áhugamenn
um Njálu geti skaðað hana með
málflutningi sínum.
Útlit og eiginleikar þeirra
hænsna sem dr. Stefán Aðalsteins-
son safnaði saman á afskekktum
bæjum árið 1974 eru vel þekkt
og sameiginleg einkenni þeirra
skýr. Þessi hænsni eru grunnur
að því ræktunarstarfi sem nú er
stundað og markmið ræktenda
landnámshænsna er unnið út frá
lýsingu á afkomendum þeirra. Þetta
ætti BES að vera kunnugt um, þar
sem hann sat sjálfur sem varamaður
í nefndinni sem vann það plagg.
Einhvers misskilning gætir einnig
hjá honum varðandi rannsókn á
vefjaflokkun sem gerð var árið
1985, en þar kom fram að 78%
af erfðavísum fyrir vefjaflokkun
landnámshænunnar eru einstök.
Hin 22% eru einfaldlega erfðavísar
sem lifandi vera þarf að hafa til
að geta talist til hænsna. Fleiri
rannsóknir hafa verið gerðar,
m.a. DNA-rannsókn rétt fyrir
aldamótin. Kannanir á stofninum
sýna vísbendingar um skyldleika
við ýmsa aðra stofna t.d. norsku
hænuna, ísraelsku bedúínahænuna
og jafnvel aðrar hænsnategundir
og í þeirri könnun leystist engin
ráðgáta. Þetta kemur engum á óvart,
gildir um öll hænsnakyn og breytir
engu um framræktun stofnsins.
Með harðfylgi og elju hafa
ræktendur landnámshænsna
snúið bökum saman og unnið
óeigingjarnt og þróttmikið starf
sem hefur skilað góðum árangri
og hlotið viðurkenningu hjá
virtum ræktunarsamböndum, t.d.
hjá Norræna genabankanum NGH.
Að lokum þetta: Við Bjarni
erum sammála í mikilvægu máli;
á Íslandi mega menn rækta hænur
að eigin vali, en það er auðvitað
háð því skilyrði að þeir fari að
landslögum varðandi innflutning
(því skilyrði hefur því miður hefur
ekki verið fylgt).
Ég vil hins vegar geta treyst
því að þeir sem kjósa að rækta
hænur sem EKKI falla undir
lýsingu landnámshænsna sýni
ræktunarstarfi landnámshænunnar
þá virðingu að nota ekki það
heiti á hænur sínar. Þeir sem það
gera eru ekki aðeins að blekkja
sjálfa sig og almenning, heldur
eru þeir einnig að skaða dýrmætt
ræktunarstarf og varpa skugga á
starf þeirra sem hafa lagt mikið á
sig til að afla landnámshænunni
þann virðingarsess sem hún hefur
öðlast innanlands sem -utan.
Jóhanna Harðardóttir,
Hlésey
Frumvarp til laga um
ágang búfjár árið 1929
Njála og
landnámshænan
Jóhanna G. Harðardóttir, Kjalnesingagoði og blaðamaður í Hlésey,
er einn af stofnendum Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna.
Félagið samþykkti á aðalfundi sínum árið 2012 ítarlega lýsingu á útliti
og einkennum landnámshænunnnar sem félagar vilja nota sem viðmið
REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
www.VBL.is
REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is
SNAPP TAGGS
LAMBAMERKIN
Verð kr. 29 án vsk.
Áprentun innifalin
VERÐLÆKKUN
NÚNA ER GÓÐUR TÍMI TIL AÐ TRYGGJA SÉR
LAMBAMERKIN Á LÆGRA VERÐI