Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 20142 Til þess að auka vitund almennings og fyrirtækja um uppruna merkingar hafa Bænda samtökin tekið höndum saman við Samtök atvinnulífsins og Neytenda samtökin. Í undirbúningi er að hleypa af stokkunum sameiginlegu átaki um bættar upprunamerkingar. Þar verður markmiðið að vekja almenning og fyrirtæki til umhugsunar um gildi þess að upprunamerkja matvörur. Takmarkið er að allar matvörur verði upprunamerktar þannig að neytendur velkist ekki í vafa um það hvar þær séu framleiddar og hvaðan hráefnið sé fengið. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, segir að vinnuhópur muni á næstu dögum taka til starfa til að uppfylla markmið samstarfsaðil- anna þriggja. „Við ætlum okkur að hvetja fyrirtæki og framleiðendur í matvælageiranum til þess að gera betur í upprunamerkingum á mat- vörum. Það er ekki markmiðið að setja boð og bönn eða búa til flóknar reglur. Við viljum ein- faldlega að hver og einn taki til í sínum ranni og spyrji sig hvort upp- runamerkingarnar séu í lagi. Þá er líka tilgangurinn að fræða og efla vitund almennings um gildi upp- runamerkinga. Fólk getur þrýst á um að allar upplýsingar liggi fyrir, t.d. með því að lesa á umbúðir í verslunum og spyrja söluaðila um uppruna matar á veitingahúsum og í mötuneytum. Neytendurnir eru bestu eftirlitsaðilarnir og þeir eiga að gera ríkar kröfur til bænda, framleiðslufyrirtækja og söluaðila um að þessi mál séu í lagi,“ segir Sindri. /TB Fréttir Hyggjast ekki hækka verð Bændablaðið er víðlesið Bændablaðið kemur vel út úr nýrri prentmiðlakönnun Capacent fyrir síðasta ársfjórðung 2013 sem birt var á dögunum. Blaðið er með tæplega 30% lestur yfir landið allt og kemur fast á hæla Morgunblaðsins sem mælist með 31,4% lestur. Á landsbyggðinni er Bændablaðið víðlesnasti prentmiðillinn með 45,3% lestur. Fréttablaðið er með 34,4%, Morgunblaðið 30,6%, Fréttatíminn 19,6% og DV með 11,5% lestur. Á höfuðborgarsvæðinu hefur Bændablaðið bætt við sig lesendum frá síðustu könnun, en 20,9% fólks lesa Bændablaðið reglulega. Helgast það af aukinni dreifingu, m.a. í verslunum Bónus á síðasta ári. Hjá Capacent er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Í úrtaki eru Íslendingar á aldrinum 12-80 ára af landinu öllu. Samkvæmt tölum Umferðarstofu, sem nú er deild í Samgöngustofu, voru seldar 108 nýjar hefðbundnar dráttarvélar á árinu 2013, sem er nærri 6,5% samdráttur í heildina frá 2012. Söluhæsta nýja dráttarvélin var hinn fornfrægi Massey Ferguson, en 28 nýjar vélar af þeirri tegund voru fluttar til landsins á síðasta ári. Velti Massey Ferguson þar úr sessi Valtra, sem var söluhæst árið 2012 en er nú í öðru sæti. Í þriðja sæti er svo New Holland, sem á sér m.a. bakgrunn í Ford- dráttarvélunum sem runnu inn í New Holland-samsteypuna fyrir mörgum árum. Jötunn Vélar með góða markaðsstöðu Athygli vekur að Jötunn Vélar á Selfossi voru með tvær söluhæstu dráttarvélarnar, Massey Ferguson með 26% hlutdeild nýrra seldra véla og Valtra með 20%. Þetta umboð er því með mesta markaðshlutdeild í nýjum vélum, samtals 46%. Síðan eru Kraftvélar í öðru sæti í samanlögðum tölum með New Holland og Case IH, sem eru saman- lagt með 17% markaðshlutdeild. Þór er í þriðja sæti með Kubota og Deutz Fahr og samtals 14% markaðshlutdeild. Þar á eftir er VB Landbúnaður með Zetor og John Deere, sem gera samtals 12% hlutdeild í sölu nýrra véla. Vélfang er með Claas, Fendt og JCB, en síðastnefnda tegundin kemst reyndar ekki á blað. Samtals er Vélfang með 11% hlutdeild í sölu nýrra véla samkvæmt tölum Umferðarstofu. 25 innfluttar notaðar vélar Samkvæmt tölum Umferðarstofu, sem nú heyrir undir Samgöngustofu, voru nýskráðar samtals 133 nýjar og notaðar dráttarvélar hér á landi á síðasta ári. Þar af voru sem fyrr segir 108 nýjar vélar og 25 notaðar innfluttar dráttarvélar. Af notuðum dráttarvélum var mest flutt inn af John Deere, 14 vélar. 19 fjórhjól skráð sem dráttarvélar Reyndar voru „dráttarvélarnar“ 153 ef allar vélar eru teknar með sem í plöggum Umferðarstofu eru skilgreindar sem dráttarvélar. Þar vekur óneitanlega furðu að 19 Arctic Cat fjórhjól eða fjölnotatæki eru skilgreind sem dráttarvélar og líka einn Dieci-skotbómulyftari, sem er þó öllu skiljanlegra, en flestir myndu þó skilgreina sem vinnuvél. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins stafar skilgrein- ingin á fjórhjólunum af því að þau falli undir skilgreiningu dráttarvéla sem ekki komast hraðar en á 40 km hraða. Þetta skiptir síðan máli gagn- vart álagningu tolla. Þess má geta að blaðið hefur áður fengið ábendingar um þessa undarlegu skráningu á þessum fjórhjólum og gert um það fyrirspurn til Umferðarstofu sem segist einfaldlega vera að fara eftir lögum. Tölur um dráttarvélar og vinnuvélar undir sitt hvoru embættinu Það verður að segja Umferðarstofu til hróss að framsetning talna um dráttarvélasöluna er nú mun skilmerkilegri en áður. Nú er hægt að finna allar tölur um bifreiðar og dráttarvélar á einum stað. Það verður þó að teljast jafn undarlegt að ekki skuli enn hafa vera verið komið í sama tölfræðisafnið tölum um skráningu vinnuvéla. Þær tölur eru undir Vinnueftirlitinu á Bíldshöfða, svo undarlegt sem það er nú, og eru vart til annars en að flækja allan samanburð. Sem dæmi eru fjölmargar dráttar- vélar flokkaðar sem vinnuvélar vegna búnaðarins sem þær eru með og gott dæmi um ruglinginn er áðurnefndur skotbómulyftari. Flokkun og skrán- ing vinnuvéla, bifreiða og dráttarvéla virðist því helst fara eftir nokkuð sérkennilegum og afar flóknum toll- skráningarbrautum. /HKr. Massey Ferguson var söluhæsta nýja dráttarvélategundin á síðasta ári – Jötunn Vélar á Selfossi voru með mestu markaðshlutdeildina Bændafundur á Ísafirði A l m e n n u r b æ n d a f u n d u r verður haldinn á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 5. febrúar kl. 12.00. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, og Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur samtakanna, munu ræða við bændur um þau mál sem eru efst á baugi í landbúnaðinum. Meðal umræðuefna er eignarhald á bújörðum, sem bændur á Vestfjörðum óskuðu sérstaklega eftir að sett yrði á dagskrá fundarins. Boðið verður upp á hressingu á Hótel Ísafirði í upphafi fundar. Fyrirtækið Helluskeifur hefur tekið ákvörðun um að verð á skeifum sem fyrirtækið framleiðir verði óbreytt út þetta ár. Að sögn eiganda fyrirtækisins, Agnars Jónassonar, er ástæðan sú að fyrirtækið vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að nýrri þjóðarsátt og styðja við markmið nýrra kjarasamninga. Sem kunnugt er hafa Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins skorað á fyrirtæki, sveitarfélög og ríki að halda aftur af verðhækkunum og stuðla þannig að lágri verðbólgu sem einni af forsendum kjara- samninga. Fjöldi fyrirtækja hefur brugðist við þeirri áskorun, líkt og Helluskeifur gera nú. Fleiri fyrirtæki tengd land búnaði hafa tilkynnt um að þau hygg- ist ekki hækka verð. Fyrirtækið Flúðasveppir tilkynnti á dögunum að þar á bæ hygðust menn ekki hækka verð á sínum framleiðslu- vörum á árinu og hvatti Georg Ottósson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins önnur fyrirtæki til að fylgja því fordæmi. Matfugl tilkynnti um 5 prósenta lækkun á kjúklingum og kjúklingabringum sem tók gildi 13. janúar síðastliðinn. Þá hyggst Lifandi markaður, sem selur fjölda innlendra landbúnaðarafurða, einnig halda óbreyttu verði. Draga hækkanir til baka Meðal fyrirtækja sem hafa brugðist við áskorun Alþýðusambandsins um að draga áður boðaðar verðhækkanir til baka eru Brúnegg, Emmessís og Kaupfélag Skagfirðinga. Þá hafa Fóðurblandan, Lífland og Bústólpi öll lækkað verð á kjarnfóðri frá fyrirtækjunum. Skýring þeirra lækkana er þó ekki sérstaklega sögð tengd umræddu átaki. /fr Aðrar nýjar* Aðrar notaðar* Massey Ferguson 28 2 Valtra 22 0 New Holland 14 4 Kubota 14 0 Claas 10 0 Zetor 10 1 Case 4 1 John Deere 3 14 Fendt 2 1 Deutz Fahr 1 0 Ursus 0 1 Valmet 0 1 Artic Cat* 19 0 Dieci* 1 0 Heimild: Umferðarstofa *Aðrar vélar sem Umferðarstofa skilgreinir sem dráttarvélar samkvæmt lögum, m.a. vegna aflúrtaks Sameiginlegt átak um bættar uppruna- merkingar í burðarliðnum Sindri Sigurgeirsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.