Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Benedikt Arnórsson og Guðrún Agnarsdóttir sauðfjárbændur á Hofteigi á Jökuldal hafa heldur betur fengið að finna fyrir óblíðum náttúruöflum síðastliðin tvö ár. Í fyrravetur kól um 80 prósent af túnunum hjá þeim og í óveðurshreti 15. september í haust misstu þau á þriðja hundrað fjár. Nú horfa þau fram á afleiðingar þessa fjártjóns í minni eftirtekju næsta haust þar sem mikið af þessu fé var ungt fé sem hann hafði ætlað að setja á í vetur. Þau láta þó ekki deigan síga, þó Benedikt segi að þessi áföll hafi óneitanlega áhrif á sálartetrið. Í síðustu viku var hann að lagfæra fjórhjól og annan búnað sem fékk harða útreið í óveðurshretinu í haust. Í haust var búið að undirbúa smölun hjá bændum á Jökuldal eins lög gera ráð fyrir og manna allar stöður. Nokkrum dögum fyrr skall á óveður þar sem fé hraktist og fennti. Sagði Benedikt að þó fólk sé mjög velviljað að koma til smölunar þegar gott skipulag er á hlutunum og góður fyrirvari, þá hafi verið erfitt að bregðast við ástandinu fyrirvaralaust. Margir hafi eigi að síður komið til að leita þó þeir hafi átt erfitt um vik vegna vinnu. Þá hafi björgunarsveitin Jökull á Jökuldal og björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum veitt aðstoð sína, m.a. lagt til tæki og tól í leitina, þar á meðal ofurtrukka og vélsleða. Ljóst var þó að tjón bænda á Jökuldal var mikið og sýnu mest hjá bændum á Hofteigi. Eftir mikla leit þegar veðrið hafði gengið niður héldu menn sig þó hafa leitað af sér allan grun um eftirlegukindur, en í desember kom í ljós að svo var ekki. Missti 160 lömb og 83 ær „Féð fór mjög illa í þessu áhlaupi. Á mínum bæ skiluðu sér ekki af fjalli 161 lamb og 89 ær. Það voru því hátt í 200 lömb sem skiluðu sér ekki í sláturhús, því heima voru líka mörg lömb sem ekki var hægt að lóga,“ sagði Benedikt. – Hvað ertu þá með margt fé á fóðrum í vetur? „Ég er með 750 á fóðrum sem er svipað og í fyrra. Eftir áfallið í haust var allt gert til að halda haus,. Það var því ekki farið með gömlu rollurnar í sláturhús og ákveðið að prófa að setja þær á eitt ár í viðbót. Svo voru settar á 160 gimbrar til að halda höfðatölunni. Það er þó skuggalegt að það vanti í þann hóp góðar ær. Af þessum 89 fullorðnum kindum sem vantaði alveg í hópinn voru 63 úr yngstu árgöngunum, eins, tveggja og þriggja vetra ær.“ – Þú ert þá ekki að reikna með sérstaklega góðri útkomu í burð- inum í vor? „Nei, það er allt of mikið af fullorðnum rollum og síðan gríðarlega mikið af gemsum. Næsta haust verð ég því fyrirsjáanlega með lakari útkomu en ella. Það er því ekki bara búið að hirða af manni drjúgan hluta af laununum á síðasta ári, því það gildir líka fyrir þetta ár. Það er skelfilegt að lenda í þessu og þetta fer líka svo illa í mann. Þar er ekki bara fjárhagstjónið, það er ekki síður sálræni hlutinn, því þetta eru lifandi dýr sem maður er að fást við og er alls ekki sama um.“ – Hvernig var þetta á næstu bæjum? „Það var ekki alveg eins slæmt í kringum mig. Það voru þó einir fimm bæir sem lentu í skaða en misjafnlega miklum. Á Skjöldólfsstöðum vantaði þó líka margt fé. Þar fyrir ofan voru menn búnir að ná fénu heim en við áttum eftir að koma því heim að bæ þó við værum búnir að smala dagana á undan. Við erum bara með það mikið landsvæði undir að okkur duga ekki tveir dagar til að ná fénu heim þegar spáin er vond og mann- skapurinn kannski ekki mikill.“ Fimm eftirlegukindur fundust við Þríhyrning Jökuldælingar sem voru að veiða silung í gildrur í Þríhyrningsvatni, nokkurn veginn miðja vegu milli Hofteigs og Öskju fyrir jólin, urðu varir við kindur í Þríhyrningi og létu bændur vita. Benedikt segir að þrátt fyrir vont veðurútlit hafi verið rokið til strax morguninn eftir, snemma á Þorláksmessu, og gerður leiðangur til að sækja féð. „Það var ansi langt að fara og féð var í talsvert mikilli hæð. Þetta voru nokkrar kindur sem urðu eftir og fundust ekki eftir veðrið í haust. Þarna voru tvær tvævetlur frá Jóni Víði á Hvanná, önnur tvílembd og hin einlembd. Þær voru þarna lengst inni í landi og innan við mestu snjóana þar sem ekki voru jarðbönn. Þarna hafa þær haft það fínt og voru ótrúlega vel á sig komnar þó þær væru með lömbin undir sér. Þær áttu því mikið eftir þegar við komum að þeim.“ Óvenjulegt veðurfar Veður hefur verið mjög rysjótt undanfarnar vikur á Jökuldal. Óblítt tíðarfar hefur ítrekað gert bændum á Hofteigi á Jökuldal lífið leitt: Sátu uppi með 80% kal í túnum í fyrravor og misstu svo á þriðja hundrað fjár í óveðrinu í haust – láta þó ekki deigan síga og björguðu sér um heyöflun í sumar með því að slá túnin á Grímstöðum á Fjöllum og á tveim öðrum jörðum Það var um langan veg að fara til að sækja féð í Þríhyrning á Þorláksmessu. Hér er Benedikt ásamt aðstoðarfólki að sækja eftirlegukindur á Þorláksmessu sem fundust í fjallinu Þríhyrningi sem er langt inni í landi, um miðja vegu milli Hofteigs og Öskju. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Benedikt Arnórsson, Snæbjörn Valur Ólason, Ævar Þorgeir Aðalsteinsson, Björn Hallur Gunnarsson, Páll Magnússon og Guðný Halla Sóllilja. Komnir með einar sex kindur á pallinn á sexhjólinu. Þessi mynd er tekin í einni af síðustu leitarferðum bænda á Jökuldal eftir hretið í haust, hinn 21. október. Þarna hafði feðgunum Arnóri Benediktssyni, Benedikt Arnórssyni og Agnari Benediktssyni (sem þarna er á bak við myndavélina) tekist að ná sex drapst skömmu seinna. Myndir / Agnar Benediktsson Benedikt Arnórsson með sex á palli, eina í fangi og hundurinn Ebbi fylgist vandlega með. Það mynduðust oft djúpar gryfjur þar sem fé var lifandi fast í snjónum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.