Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 20148 Fréttir „Þetta lamb heitir Sindra og er úr heimaræktun. Faðir hennar heitir Ástríkur og er mórauður en móðirin er eins og hún á litinn, nema ekki eins mikið doppótt, hún heitir Skrauta,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi. Hulda er með afar sérstakt og fallegt Dalmatíulamb í fjárhópnum sínum, eins og sést vel á ljósmyndinni. Hún og Tyrfingur Sveinsson, eiginmaður hennar, eru með 240 kindur á vetrarfóðrum. „Það er orðið ansi algengt að flekkóttar ær séu þó nokkuð dopp- óttar þegar þær eru nýrúnar, en svo hverfa þær (doppurnar) þegar ullin byrjar aftur að vaxa. Við erum ekki með margar flekkóttar, en eina eigum við sem er hreinhvít og svört. Aðrar eru með einhverjar doppur. Þetta er ekki eftirsóknarverður litur í ullar- vinnsluna,“ bætti Hulda við. Þá má geta þess að hún er að læra að spinna í vetur og ákvað að hirða ullina af Sindru til að spinna úr. Þegar búið er að spinna úr henni verður bandið grátt á litinn og yrjótt, ekki doppótt. /MHH Rækjumjölsverksmiðja Kampa ehf. í Bolungarvík komin á skrið: Framleiðir mjöl sem þykir henta afar vel fyrir mjólkurkýr og hænur og í fiskeldi Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði nýtir alla rækjuskel sem til fellur við pillun á rækjunni í mjöl, sem þykir henta afar vel bæði í fiskeldi og fóðrun kúa, varphænsna og annarra dýra. Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður Kampa, segir að nú sé unnið að markaðssetningu á rækjumjölinu m.a. til bænda. Mjölið er framleitt í mjöl- verksmiðju Kampa sem er í hluta húsnæðis þar sem áður var frystihúsi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Verksmiðjan var sett upp fyrir um einu og hálfu ári. Einar Garðar Hjaltason, starfsmaður Kampa, segir að í verksmiðjunni sé fram- leidd ríflega eitt tonn af rækjumjöli á dag, en hráefnið sem kemur ferskt frá rækjuverksmiðjunni á Ísafirði sé allt unnið jafn óðum. Þannig sé hreinlætið við framleiðsluna eins og best verður á kosið. Þó um sé að ræða mjölverksmiðju, þá fylgi fram- leiðslunni enginn ólykt eins og fólk þekkti frá gömlu mjölverksmiðjunni í Bolungarvík. Hann segir að mjölið hafi til þessa verið selt í stórsekkjum sem eru 1.600 kg, en verið sé að skoða að selja mjölið einnig í litlum einingum. Tafir vegna skorts á leyfi frá MAST Jón Guðbjartsson segir að um sé að ræða úrvalsmjöl. Verksmiðjan hafi verið sett upp samkvæmt kröfum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hins vegar hafi láðst að fá leyfi hjá Matvælastofnun MAST. Var því drifið í að sækja um leyfi hjá MAST en Jón segir að umsókn hafi legið þar inni í eina fjórtán eða fimm- tán mánuði án þess að vera svarað. Eftirlitsmaður hafi hins vegar stopp- að framleiðsluna eftir að vart hafa orðið við mjöl frá verksmiðjunni hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík. Í fram- haldinu tók MAST út verksmiðjuna í Bolungarvík og var í kjölfarið gefið grænt ljós á starfsemina og sölu á öllum afurðum sem framleiddar voru eftir 19. desember 2013. Eftir jákvæða niðurstöðu úr efnarannsókn á framleiðslu sem þá var á lager, aflétti MAST sölubanninu á eldri afurðir með bréfi sem dagsett er 17. janúar síðastliðinn. Í bréfinu segir meðal annars: „Ekkert óeðlilegt er að finna í umræddum afurðum og því ekki tilefni til að banna notkun umrædds rækjumjöls. Bráðabirgðabannið er jafnframt fellt úr gildi.“ Jón segir að nú sé þeim ekkert að vanbúnaði að hefja markaðssetningu á þessu mjöli. „Bann MAST var hins vegar búið að hrinda frá okkur viðskiptavinum og þess vegna höfum við þurft að safnað töluverðum birgðum.“ Hann segir að nú sé verið að skoða hvaða leiðir sé hægt að fara varðandi hag- kvæma dreifingu til bænda og einnig sölu á mjölinu í litlum einingum. Hentar vel með öðru fóðri „Uppistaðan í mjölinu er 40% prótein, 20% margvísleg steinefni og síðan kalk. Þegar við vorum að undirbúa þessa verksmiðju náðum við í rannsóknir sem sýndu að við eldi á skepnum sem eru að vaxa hratt næðist betri nýting á korni í fóðri sem væri blandað að 10 hundraðshlutum með rækjumjöli. Þar fá skepnurnar margvísleg hliðarefni sem nauðsyn- leg eru. Rækjumjölið er því mjög gott efni fyrir landbúnaðinn.“ Hentar vel í landbúnaði Jón segir að kúabændur hafi m.a. verið að kaupa af honum mjöl. Þá hafi menn verið að nota mjölið í laxeldi, ekki síst vegna náttúrulega rauða litarefnisins sem í því er í stað þess að vera að nýta tilbúið litarefni. Hann segir einnig vera góða reynslu af því að nota mjölið við framleiðslu á hænueggjum. Skurnin verði mun sterkari og rauðan rauðari. Þetta geti því hentað eggjabændum vel og einnig þeim fjölmörgu sem ala hænur að gamni sínu í bakgarðinum. Hluti af rækjuskelinni seld til kítínframleiðslu Þó að ekki sé hægt að nýta alla rækjuskelina í rækjumjölið fer ekkert af skelinni til spillis. „Við sigtum frá skelhólkinn utan af rækjuvöðvanum sjálfum en hann molnar ekki niður við þurrkunina. Þetta er síðan selt til Siglufjarðar til frekari efnavinnslu. Í þessum skel- hluta er mikið af kítíni sem er verð- mætt efni og er unnið í verksmiðju Róberts Guðfinnssonar,“ segir Jón Guðbjartsson. /HKr. Dalmatíulamb á Tyrfingsstöðum Hulda er hér með Dalmatíulambið nýrúið, en doppurnar skipta nokkrum Mynd / MHH BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is FR U M - w w w .f ru m .is Sæluathvarf – „Svefntunna“ Stærð: 4x2.2 m. Svefn- og seturými. Svefnherbergi: 2x2 m hannað fyrir eina stóra rúmdýnu. Bekkir og felliborð í seturými. Opnanlegur gluggi í svefn rými, val um mismunandi glugga. Einföld og góð lausn til að auka gisti rými á ódýran hátt. Tunnan er einnig fáanleg sem Saunatunna eða Heitur pottur. Hentar vel þar sem ekki er heitt vatn eða rafmagn. Hagstæð verð. Saunatunna Svefntunna Heitur pottur mjólkurafurðir. Mynd / HKr Ísafjarðarbær: Átak í minkaveiðimálum Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur falið sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að leggja fram áætlun um átak í minkaveiðum. Einnig óskar nefndin eftir því að bæjarstjóri kanni aðkomu ríkisins að veiðum á ref og mink, en frá þessu var greint á vefsíðu BB. Æðarbændur hafa sem kunnugt er haft miklar áhyggjur af þessum málum og ekki síður af miklum uppgangi í refastofninum. Félag refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ lagði t.d. fram skýrslu síðasta árs, fyrir umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar, en þar kom fram að mikil aukning í „refa- og minkastofni væri farin að valda vandræðum í æðavarpi og í sauðfjárrækt. Því væri þörf á að fara í átak í minkaveiðum á árinu, t.d. með yfirferð með hundum og gildruveiðum.“ Töluvert hafi einnig verið kvartað yfir hrafni í og við æðavörp og gera þurfi eitthvað í málinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.