Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 29

Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 viðarnytjar. Fyrirtæki og verktakar í skógargeiranum munu finna fyrir þessu þar sem minna verður um skógarafurðir og verkefni. Fjárveitingar hafa undanfarin misseri staðið í stað, ekki aukist eins og ákjósanlegt hefði verið, en ég vona svo sannarlega að breyting verði á til batnaðar innan tíðar. Það eru nefnilega á þessu máli margar hliðar og þessi niðurskurður mun hafa áhrif í framtíðinni á íslenskt efnahagslíf. Menn sjá ekki alltaf fyrir hvaða afleiðingar ákvarðanir þeirra hafa.“ Allt selst sem í boði er Benjamín segir að verkefni séu næg og svo verði áfram í nánustu framtíð. Hann og félagar hans hafa verið að grisja á Vöglum á Þelamörk frá því í lok október og sér hann fram á að það verkefni standi fram á vor. „Verkefnin eru næg svo lengi sem hægt er að selja timbrið sem til fellur og staðan er sú að eftirspurn eftir því er mikil. Það selst allt sem í boði er,“ segir hann. Stærsti einstaki kaupandinn er Elkem á Grundartanga, en fyrir hendi er samningur milli verksmiðjunnar og Skógræktar ríkisins um að hún kaupi mestallan þann grisjunarvið sem til fellur í skógum Skógræktarinnar auk þess sem hún kaupir einnig frá öðrum, skógarbændum m.a., og selur áfram til Elkem. Ný tækifæri eftir kreppu „Eftir kreppu opnuðust einnig möguleikar á að selja timbur úr íslenskum skógum, innflutt timbur varð svo dýrt að menn leituðu annarra leiða og horfðu á markaðinn hér innanlands. Flettiefni (sagað til í lengdir og þurrkað) er vinsælt í dag og allt timbur sem er flett selst. Skógarnir eru til staðar og þá þarf að grisja, þannig að nægt hráefni er fyrir hendi til að anna eftirspurn á innlendum markaði,“ segir hann. Því til viðbótar eru tækifæri og ótal möguleikar á að koma afurðum skógarins í verð, segir Benjamín og telur þess virði að kanna hvort þeir gangi ekki upp. Nægur markaður „Elkem kaupir um 3.000 rúmmetra núna, en útreikningar benda til að einungis úr skógum á norðanverðum landinu geti fallið til 1.500 til 2.000 rúmmetrar á ári,“ segir Benjamín og nefnir í framhaldi af því að hugsanlega bætist síðar við tveir stórir kaupendur að grisjunarviði. Í bígerð sé að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík sem gæti nýtt sér slíkan við. Þá bendir hann á nýútkomna skýrslu sem leiðir í ljós að hagkvæmt þyki að koma upp fjarvarmaveitu í Grímsey og nýta íslenskan trjávið sem orkugjafa auk afgangsvarma frá dísilstöð eyjarinnar. Nægur efniviður er í norðlenskum skógum, en í meistaraprófsritgerð sinni fjallaði Benjamín m.a. um það magn grisjunarviðar sem til staðar er í norðlenskum skógum. Niðurstaðan er sú að það er nægilegt og meira til svo að framkvæmanlegt sé að kynda húsin í Grímsey upp með viðarkurli. Talið er að um 650 rúmmetra þurfi á ári til að slíkt sé hægt. Öflug og fjölbreytt vinnsla úr afurðum skóganna „En það er ýmislegt annað sem hægt er að gera við afurðir skógarins. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni munum við vera með öfluga og fjölbreytta vinnslu á þeim afurðum og vera sjálfbær að mestu um timbur og timburafurðir,“ segir hann og nefnir í því sambandi meðal annars að hægt sé að vinna úr þeim undirburð fyrir kýr, en hann sé að mestu innfluttur sem stendur. „Við gætum skapað bæði atvinnu og sparað gjaldeyri með því að vinna þennan undirburð hér heima, en til að gera slíkt þarf að koma sér upp góðri aðstöðu. Það þarf rými til að þurrka viðinn og síðan salla hann niður í fínt sag. Ég væri löngu kominn á fullt í þessu ef ég hefði aðstöðuna,“ segir Benjamín. Óvissa tengd veðri alltaf fyrir hendi Nú vinnur hann að því að byggja upp starfsemi í kringum skógarhöggið og kanna hvort möguleiki sé á að stofna í kringum það fyrirtæki. Sem fyrr segir eru í raun næg verkefni til staðar við grisjun, en margt fleira spilar inn í. Starfið segir hann vera líkamlega erfitt og slítandi og því alltaf spurning hversu lengi menn endist. Þá fylgi því miklar fjárfestingar í vélum og tækjum. Óvissa tengd veðri sé líka alltaf fyrir hendi og nefnir Benjamín að lítið sem ekkert hafi verið hægt að vinna við grisjun í norðlenskum skógum í fyrravetur, snjóaveturinn mikla 2012–13. Austur í Þingeyjarsýslu er mikill snjór yfir öllu og ekki hægt að vinna við grisjun, en annað uppi á teningnum í Eyjafirði. Veðrið hefur almennt verið gott á þessum vetri og sem dæmi hafa ekki fallið niður nema tveir dagar frá því í haust vegna veðurs. Slagveðursrigning snemma hausts gerði að verkum að ekki var hægt að vinna í skóginum og þá fór hitastig eitt sinn niður í -16° skömmu fyrir jól og segist Benjamín ekki hafa treyst því að sagirnar stæðust kuldann. Slóðar víða ófullnægjandi Eitt af því sem aftrar skógarhöggs- mönnum í störfum sínum er að víða eru slóðar um skógana ófullnægjandi og verða fljótt ófærir í bleytutíð. Ómögulegt er því að fara um með tæki og timburvagna. „Það þyrfti að bæta þarna úr, en þegar verið var að planta út skógum fyrir allmörgum árum hugsuðu menn ekki endilega út í þessi atriði,“ segir hann. Slóðagerð um skógana er einn af mikilvægustu umhirðuþáttum skógræktar en jafnframt einn sá dýrasti. „Til að rekstur af þessu tagi standi undir sér þurfa að vera fyrir hendi önnur verkefni til að grípa í þegar ekki er hægt að stunda skógarhöggið. Það er um að gera að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru, en það kostar auðvitað peninga að koma sér upp búnaði og öðru sem til þarf. Þess vegna byggi ég þetta upp smám saman, tek eitt skref í einu,“ segir Benjamín og er bjartsýnn fyrir hönd þessarar ungu atvinnugreinar sem skógarhöggið er. /MÞÞ VEITINGAELDHÚS TIL SÖLU Grunnflötur 12,45 m x 2,71. Vel útbúið tækjum. Í eldhúsinu hefur verið starfræktur austurlenskur veitingastaður sem flytur nú í nýtt og stærra húsnæði. Ásett verð kr. 15.000.000,- Afhendist í apríl/maí eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Rögnvaldsson í síma 861 8559 Skógarhöggið reynir á líkamann en verður auðveldara ef menn beita sér rétt. Benjamín segir að verkefni séu næg og svo verði áfram í nánustu framtíð. Hann og félagar hans hafa verið að grisja á Vöglum á Þelamörk frá því í lok október og sér hann fram á að það verkefni standi fram á vor. Styrkir til frumbýlinga Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings. Reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð með is en skila ber umsóknum til BÍ fyrir 1. mars næstkomandi. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.