Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 7 Í forsíðufrétt síðasta Bændablaðs kom fram að formaður Bænda- samtakanna krefðist þess að þegar í stað yrðu innleiddar reglur um upprunamerkingar á öllum íslenskum landbúnaðarafurðum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefðu komið upp mál þar sem íslenskir neytendur hefðu verið blekktir með því að fyrirtæki hefði blandað erlendu hráefni saman við innlenda framleiðslu án þess að þess hefði verið getið á vöruumbúðum. Það væri ólíðandi og við því yrði að bregðast. Árið 2008 sóttust Bændasamtök Íslands fyrst eftir því að við forsætisráðuneytið að fá að nota íslenska fánann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir á markaði. Þrátt fyrir að vel hafi verið tekið í málið á sínum tíma hefur hvorki gengið né rekið við að afgreiða það á Alþingi. Er nú svo komið að málið hefur verið flutt í fjórgang án þess að hljóta afgreiðslu. Eins og sakir standa er frumvarp um notkun fánans sem vörumerkis til að auðkenna uppruna íslenskra vara til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Ekki er vitað hver staða málsins er að öðru leyti. Rætt við garðyrkjubændur um fánaröndina Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur sinnt málinu frá því það var fyrst sett fram af hálfu Bændasamtakanna. „Í stuttu máli má segja að menn hafi haft áhuga á að koma upp merki sem gæti aðgreint íslenskar búvörur frá innfluttum. Árið 2007 var byrjað að fara yfir það hvernig þessum málum væri háttað í nágrannalöndunum en einnig var horft til þess merkis sem garðyrkjubændur höfðu komið sér upp, það er að segja fánarandarinnar. Ákveðið var að leita eftir því hvort hægt væri að útvíkka þá notkun á fleiri vörur. Niðurstaða garðyrkjubænda var sú að þeir vildu ekki heimila það, þeir töldu sig hafa lagt of mikið undir í markaðssetningu til að tefla því í tvísýnu og auðvitað höfðu þeir fullt vald til þess.“ Málið flutt í fjórgang Sigurður segir að í kjölfar þess hafi sú hugmynd fljótlega kviknað að nota fánann sjálfan. „Við hófum viðræður við forsætisráðuneytið, sem fer með málefni þjóðfánans, um málið. Því var vel tekið þar á bæ en málið gekk hins vegar ekki hratt. Síðan varð hrunið 2008 og þá færðist málið neðst í bunkann. Það má auðvitað telja það eðlilegt miðað við þá stöðu sem uppi var. Við hins vegar héldum málinu vakandi og Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, ýtti því áfram. Hún flutti tvisvar frumvarp í sinni ráðherratíð um málið en í hvorugt skiptið varð það útrætt á Alþingi, það fór bara til fyrstu umræðu en kom aldrei úr nefnd. Nú hefur málið í tvígang verið flutt sem þingmannafrumvarp og nú er það inni í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Vonandi tekst að klára málið svo það fái efnislega afgreiðslu í þinginu. Eins og frumvarpið lítur út núna þá er nú gert ráð fyrir að hægt verði að nota fánamerkið á fleira en bara matvörur, en upphaflegar hugmyndir okkar stóðu eingöngu til þess. Við því er ekkert að segja, við höfum lagt áherslu á að mikilvægt sé að skilgreina vel við hvaða vörur þetta getur átt og það liggi skýrt fyrir hverjum sé ætlað að fylgja þessu eftir.“ –Hugmyndin sem hefur verið haldið á loft af hálfu Bænda samtakanna hefur verið sú að fánamerkið væri notað á inn- lendar búvörur. Hvaða afstaða hefur verið tekin varðandi vörur sem eru að stórum hluta úr inn lendu hráefni en þá að einhverju leyti blandaðar erlendum hráefnum? „Við höfum lagt áherslu á merkið yrði fyrst í stað notað á hreinar búvörur, það er að segja kjöt, hreinar mjólkurvörur og aðrar vörur sem eru á markaði eins og þær koma fyrir. Síðan stóð til að útfæra þetta í reglugerð, hvernig þetta ætti við um blandaðar vörur. Það var ekki komið svo langt að farið væri að velta upp hlutföllum. Matís vann að þessu með okkur og þessu var velt upp í þeirri vinnu. Það stóð alltaf til að þetta yrði merking sem væri valfrjáls og enginn yrði neyddur til að taka hana upp. Það var því fyrst horft til þess að setja þetta á þær vörur sem ekki væru blandaðar svo neinu næmi og þreifa sig síðan áfram með málið hvað varðaði blandaðar vörur.“ Framleiðendur þreyttir á biðinni –Nú eru að verða sjö ár síðan málinu var fyrst hreyft af alvöru. Hvaða afstöðu tóku framleiðendur því þegar þetta var rætt við þá og hver er staðan í dag? „Við ræddum við mjög marga framleiðendur á sínum tíma, meðal annars alla þá stærstu í kjöti- og mjólk. Allir tóku þessu vel og tóku undir þá hugmyndafræði sem að baki liggur. Auðvitað hef ég heyrt það að vegna þess hversu langur tími er liðinn séu sumir farnir að gefa þetta upp á bátinn og vilja ekki bíða lengur. Framleiðendur hafa sumir tekið til við að upprunamerkja sínar vörur með einhverjum öðrum hætti.“ –Hvað með kostnaðinn sem af þessu kann að hljótast? Hvernig hafa menn séð fyrir sér að honum yrði mætt? „Hugmyndin sem sett var fram í upphafi gekk út á að haldið yrði utan um þetta miðlægt, hverjir hefðu leyfi til að nota fánamerkið og þeir aðilar myndu gangast undir ákveðið eftirlit. Hugmyndin hjá okkur var að fá Matís til þess að sinna því eftirlitshlutverki. Auðvitað útheimtir slíkt kostnað og það átti að innheimta með notkunargjöldum, til að standa undir beinhörðum rekstrarkostnaði. Það er ekki ljóst hvernig þetta yrði útfært í endanlegri mynd, ef málið fær framgang. Í frumvarpinu sem liggur fyrir í dag er gert ráð fyrir að ráðherra útfæri þessa hlut með reglugerð.“ Ekki til skýrari upprunamerking –Hafa fyrirtæki haft samband til að kanna stöðu málsins nú að undan- förnu, í ljósi þeirra frétta sem birst hafa um innflutning á landbúnaðar- afurðum og kröfu um uppruna- merkingar? Telur þú að málið sé enn brýnna nú en verið hefur? „Fyrirtæki hafa ekki haft samband vegna þessa að undanförnu. Ég held hins vegar að mörg þeirra séu að velta fyrir sér leiðum varðandi upprunamerkingar almennt og ég vil því benda á að þetta væri langbesta tækifærið til að taka upp kerfi sem væri samræmt, gæti orðið til að skýra uppruna vöru gagnvart neytendum og ég hvet framleiðendur til að horfa til þessara hugmynda. Það er ekki til nein skýrari upprunamerking en íslenski fáninn.“ /fr eir sem þessar línur lesa og þekkja eitthvað til Magga Halldórs, sem lagði undir sig síðasta vísnaþátt, vita að honum nægja ekki nokkrir dálksenti- metrar. Magnús er kynjaður frá Vestfjörðum og af þeim sökum varð hann strax með nokkrum sérkennum um Suðurland og batt ekki bagga sína sem aðrir suður þar. Magnús orðar sjálfur vel sitt vestfirska upplag: Þótt fari ég stundum vítt um völl með vestfirskum alkunnum slætti, þá framburður minn og fram- ganga öll er fráleitt með sunnlenskum hætti. Magnús er afburða hestamaður og hestar hans þrautræktaðir til reiðar. Ekki hefur það þó forðað honum frá meiðslum. Skammt er síðan Magnús hlaut beinbrot veruleg á báðum framhöndum. Slysasagan barst meðal annars Kristjáni Ragnarssyni sölumanni hjá Vélfangi, sem er oftlega ferða- félagi Magnúsar: Brothættur við fáka fálm, og fikt af þannig tagi. Vona bara að hafir hjálm svo hausinn tolli í lagi. Magnús svarar: Sjaldan ber á hausnum hjálm, held því áfram skaki. Ætíð mun ég iðka fálm ef ég tolli á baki. Ef glöggt er gáð sést að Magnús er ekki endilega að vísa til hestamennskunnar í svarvísu sinni, og því ofur eðlilegt að persónuhlífar vanti. Í annríki við sundlaugargæslu gefast þó annað slagið næðisstundir. Magnús tyllir sér niður með kaffikrús í hendi og hugurinn háttum bundinn reikar til horfinna daga þegar hann yrkir ljóðkorn þetta sem hann nefnir Söknuð: Sem vængjablik vors í þeynum vaknar sú minning um stund, er unnumst við mest í meinum, en margan við áttum þó fund. Þá flugum sem leiftur af ljósum, ég lagði þig nett undir mel. Við angan frá ilmandi rósum sem eyrina prýddi svo vel. Ó væri ég aftur svo ungur með örlyndis nægum dug, og sæi þær brjóstabungur bál mér það kveikti í hug. Við skyldum svo fljúga sem forðum og finna þá mýkstu grund. Fátt gæti gengið úr skorðum; gleðinnar notið um stund. Og þú myndir ljúflega liggja, láta mig dreyma um sinn. Ef mætti ég þvílíkt þiggja, þrautreyndi hesturinn minn. Næstu tvær vísur Magnúsar tengjast hvorki hrossum né almennri reið- lægni hans. Senni lega mætti finna í þeim örlítinn pólitískan brodd en þær eru svo skætingsfríar að varla verður til meins: Öll mun senna aukast hörð í atgangi svo vaxi gróðinn. Rist munu sundur blómabörð, bara í von um lokasjóðinn. Þung skal ýmsum þeirra gjörð, þannig kvikum jafnt sem dauðum. Meðan að ráða ríkir jörð reynist lífið örðugt snauðum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM ÞVilja íslenska fánann sem upprunamerki – unnið hefur verið að málinu í á sjöunda ár án þess að ná framgangi Sigurður Eyþórsson Árið 2008 sóttust Bændasamtök Íslands fyrst eftir því við forsætisráðuneytið að fá að nota íslenska fánann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir á markaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.