Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 25

Bændablaðið - 23.01.2014, Qupperneq 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 flottur og lét mér til hugar koma eitt augnablik að verða leikari eins og hann. Svo man ég líka að föðurbróðir minn var smiður og reykti pípu, það fannst mér líka ógurlega töff og langaði að feta í hans fótspor. Af hvorugu varð,“ segir hann. Aldrei gert neitt annað ef frá er talin ein sláturtíð Búskapurinn átti hug Sigurgeirs allan og ungur þekkti hann allar skepnur á bænum. Þá var hann fljótur að læra stærðir á túnum jarðarinnar, lá yfir túnkortum átta ára gamall og lærði utanbókar stærð á hverri einustu spildu. Það kom því ekki á óvart að Sigurgeir hélt til náms á Hvanneyri og útskrifaðist sem búfræðingur þaðan. Að loknu námi starfaði hann tvívegis að sumarlagi í Noregi, fyrra sumarið í afleysingum fyrir fimm bændur og hið síðara á einum og sama bænum. Þá vann hann víðs vegar á Íslandi um skeið eða þar til hann rúmlega tvítugur að aldri settist að á Hríshóli og tók til starfa á búi foreldra sinna. „Ég hef aldrei unnið við neitt annað en búskap, ef frá er talin ein sláturtíð þegar ég var í síðasta bekk í grunnskóla. Ég og vinur minn Árni Sigurðsson á Höskuldsstöðum ákváðum þá um haustið að fá okkur vinnu á sláturhúsinu á Akureyri og gerðum það. Við mættum svo bara í skólann eins og fínir menn 25. október. Ég veit nú ekki hvort þetta hafi verið vel séð, en við komumst upp með þetta.“ Pabba þótti ég nægilega ráðsettur Félagsbú um rekstur búsins að Hríshóli var stofnað um áramótin 1980 til 1981 með þátttöku Sigurgeirs og foreldra hans. Hann hafði þá starfað við búið frá því um haustið, var kominn með kærustu, Bylgju Sveinbjörnsdóttur frá Akureyri. Þau trúlofuðu sig um jólin 1980. „Ætli pabba hafi ekki þótt þetta vísbending um að ég væri hættur flakkinu og nægilega ráðsettur,“ segir hann. Bylgja og Sigurgeir eiga þrjú börn: Elmar, sem er trésmiður og bóndi á Hríshóli, Ernu, iðnaðarverkfræðing í Reykjavík, og Eydísi, nema við Menntaskólann á Akureyri. Bylgja er klæðskeri og kjólasveinn að mennt og starfar sem verslunarstjóri hjá Föndru á Akureyri. Ekkert hik á manni á þessum árum Sigurgeir og Bylgja byggðu sér stórt íbúðarhús fljótlega eftir að þau settust að á jörðinni og voru sveitungar margir hverjir undrandi á stórhug þeirra. „Það þótti mörgum þetta býsna mikil bjartsýni hjá okkur og Bylgja hafði raunar aðeins nefnt hvort ekki væri ráð fyrsta kastið að fá leigt einhvers staðar í nágrenninu. En ég var ólmur í að byggja upp til framtíðar, elsta barnið okkar var þegar fætt og einhvern veginn var það svo á þessum árum að það var ekki neitt hik á manni,“ segir Sigurgeir. Á Hríshóli hafa kýr verið í önd- vegi, grunntekjur búsins hafa alla tíð komið frá mjólkurframleiðslunni, en einnig hefur verið búið með kindur, mest um 160 talsins. Félagsbúið var rekið til ársins 1996 þegar foreldrar Sigurgeirs drógu sig í hlé og hættu búskap. Frá þeim tíma og þar til sumarið 2013 ráku Bylgja og Sigurgeir búið. Hin síðari ár ásamt Elmari syni sínum og sambýliskonu hans, Sunnu Axelsdóttur. Í upphafi búskapar þeirra var fyrir á Hríshóli nýlegt 40 kúa fjós. Á árinu 2003 var svo byggt nýtt lausagöngufjós með mjaltaþjóni af De Laval-gerð. Sigurgeir segir búskap sinn hafa alla tíð einkennst af því að fylgjast með tækninýjungum á hverjum tíma og tilheyrandi framkvæmdum eða fjárfestingum. Þannig voru ábúendur á Hríshóli í hópi þeirra fyrstu til að prófa sig áfram með kornrækt og fjölmargar tilraunir hafa gerðar í jarðrækt um árin. Ekki fyrstur en oft annar! „Ég held ég hafi prófað allt sem hægt er á þeim vettvangi, enda áhugasamur um að skoða þá kosti sem í boði eru og henta hér um slóðir. Það er mikilvægt að finna út hvað er hagkvæmt fyrir búskapinn, hvað gengur upp og hvað ekki. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem er að gerast varðandi nýjungar á tæknisviðinu og í ræktun búfjár og jarðar. Geri menn það ekki er hætta á að þeir heltist úr lestinni og þá verður erfiðara að hoppa aftur upp á vagninn, skrefin verða stærri og erfiðari. Tækniframfarir eru yfirleitt til mikilla bóta, en ég hef haft fyrir venju að ríða ekki á vaðið, vera ekki fyrstur til að prófa eitthvað nýtt og þannig getað séð hvernig þetta kemur út hjá öðrum. Þetta er kannski ákveðin fyrirhyggja en oftast var ég fljótur til að prófa þær nýjungar sem í boði voru í búskapnum,“ segir Sigurgeir. Flatgryfjur munu ryðja sér til rúms Hann nefnir einnig að á árinu 2011 hafi verið steyptar út flatgryfjur á Hríshóli. Áður eða frá árinu 2007 var notast við útistæður og kom það að sögn Sigurgeirs það vel út að ákveðið var að steypa gryfjurnar. „Við vorum í þeirri stöðu að ferbagga vélin okkar var að syngja sitt síðasta og stóðum því frammi fyrir því að hana þyrfti að endurnýja en einnig voru aðrir kostir í boði og við veltum þeim fyrir okkur áður en við tókum þessa ákvörðun. Það varð fyrir valinu að steypa út flatgryfjur og ég hygg að mögulega sé það ein besta aðferðin til að verka hey sem völ er á. Skilyrðið er þó að góð aðstaða sé fyrir hendi og sú var raunin heima á Hríshóli. Mér finnst líklegt að þessi aðferð eigi eftir að ryðja sér til rúms til framtíðar litið, kostir hennar eru margir. Heyskapur tekur skemmri tíma og mér þykja heygæðin betri en þegar verkað er í plast,“ segir hann. Sigurgeir stundaði búskap í ríflega þrjá áratugi og segist þegar hann líti yfir farinn veg að sér þyki, „eins og maður hafi alltaf verið blankur en samt haft það alveg þokkalegt,“ eins og hann orðar það. Aldrei liðu mörg ár á milli stórra framkvæmda eða fjárfestinga í húsum, vélum og tækjum, „en ég ók aldrei um á dýrum bílum, mitt mottó í þeim efnum er að þeir séu ekki of gamlir og bili ekki of mikið, þá er ég sáttur“. Blundaði í mér að prófa eitthvað nýtt Þá segist hann einnig sáttur við þá ákvörðun að hverfa frá búskap og takast á við önnur og ný verkefni. Hríshóll sé í góðum höndum, en að rekstrinum standa nú Elmar sonur hans í félagi við systur Sigurgeirs, Helgu Berglindi, og mág, Guðmund Óskarsson. „Við veltum málum auðvitað vel fyrir okkur áður en við tókum þá ákvörðun að hætta. Annaðhvort yrðum við áfram bændur fram á elliár eða skiptum um starfsvettvang þegar möguleiki var á þokkalegri vinnu. Sú varð niðurstaðan, kannski ekki síst af því að jörðin er áfram í eigu fjölskyldunnar, það er gott Sigurgeir hefur nú starfað sem framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Eyjafjarðar frá því á fyrri hluta síðasta árs og kann því vel. Sambandið er með ýmis verk- efni á sinni könnu, það rekur bókhaldsþjónustuna Bókvís og nýta margir bændur sér hana, þá sinnir það kortateikningum og hefur umsjón með sæðingum á svæðinu. Ýmiss konar úttektir eru einnig á vegum búnaðarsambandanna auk almennrar þjónustu við bændur. Einnig sér BSE um rekstur klaufskurðar báss sem það á í sameign með Þingeyingum. Sambandið á efri hæð í húsnæði við Óseyri og starfa þar um 20 starfsmenn, en leigt er út rými m.a. til RML, Bændasamtakanna, Landbúnaðarháskólans og Lands- sambands kúabænda. Þá á félagið einnig bifreiðar. Starfsemi á vegum BSE sé því allumsvifamikil og full þörf á að halda utan um hana. Umbrotatímar í félagsmálum Hann segir að um þessar mundir séu umbrotatímar þegar komi að félags- málum bænda, óvissa ríkjandi og þó nokkuð umrót. Búnaðar gjaldið sem er undirstaða félagskerfis og ráðgjafar sé mjög ótryggt. „Við þær breytingar sem urðu fyrir ári fór af stað bolti sem ekki er ljóst hvar endar. Kannski voru það mistök á sínum tíma, 1994 að sameina ráðgjöf og stéttarbaráttu. Sennilega var eina skynsamlega hugsunin á bak við það einföldun og sparnaður en ekki að hlutirnir virkuðu best með þeim hætti. Þetta getur leitt til þess að Bændasamtökin komi til með að verða hagsmunasamtök búgreinafélaga. Það er ekki aðalatriðið að flýta sér, heldur að komast að skynsamlegri niður- stöðu,“ segir Sigurgeir. Látum á það reyna hvort grundvöllur er fyrir þessu starfi Hann segir stöðu búnaðarsambanda á landinu misjafna, sum staðar sé nánast engin starfsemi fyrir hendi en annars staðar sé hún nokkuð mikil. Því sé erfitt að hafa samræmt kerfi yfir starfsemi sambandanna, þar sem aðstæður eru afar mis- munandi. Hlutverk Sigurgeirs sem framkvæmdastjóra BSE er einnig að vera málsvari bænda í héraði út á við, ásamt formanni, en landbúnaður er öflug og mikilvæg atvinnugrein í Eyjafirði. „Við ætlum að láta á það reyna hvort grundvöllur er fyrir þessu starfi, framtíðin mun leiða það í ljós,“ segir hann. Ánægjulegt að neysla landbúnaðarafurða eykst Sigurgeir er bjartsýnn fyrir hönd íslensks landbúnaðar og segir ánægjulegt hve neysla á landbúnaðarafurðum hafi aukist á liðnum misserum. Það eigi bæði við um mjólkurafurðir og kjöt. Það sé því ljóst að unnt sér að auka framleiðsluna, það eigi við almennt um allan heim. Varðandi kröfur til bænda hér á landi um að auka mjólkurframleiðslu segir hann að í sínum huga vegi það ekki þungt hvort þeir gripir sem undir framleiðslunni standa eigi forfeður sem hafi verið hér í þúsund ár eða komi af öðrum stofnum. Íslensk landbúnaðarvara sé afurð sem framleidd er á Íslandi. Vísar hann þar til baráttu margra kúabænda að fá erfðaefni inn í íslenska stofninn, en slík aðgerð muni án efa hafa í för með sér aukna framleiðslu og hagkvæmni. „Mér er til efs að svína- og kjúklingabændur væru í þeirri stöðu á markaði sem þeir eru í um þessar mundir nema fyrir það að leyfi fékkst til að flytja inn erfðaefni til að bæta stofninn sem fyrir var,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, fyrir framan vinnustaðinn á Akureyri. Kann vel við sig í nýju starfi Séð heim að Hríshóli í Eyjafjarðarsveit.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.