Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 CLAAS Arion 400 100-130 hestöfl Fr u m Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri VERKIN TALA Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökva- flæði fram í mokstursstæki 10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýni Fjölstillanlegt sæti með loft- fjöðrun Farþegasæti með öryggis- belti Topplúga úr gleri Öll stjórntæki innan seilingar ökumanns Útskjótanlegur vökvalyftukrókur 6.500 kg. lyftigeta á beisli Fjögurra hraða aflúttak CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökva- sneiðar Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/- 4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar Auðvelt og þægilegt í notkun Til sölu Ljósabekkir, öflug loftræsting, skilveggir og ýmislegt tengt sólbaðstofustarfssemi Upplýsingar hjá Kærleikssetrinu Þverholti 5, 270 Mosfellsbæ Sími: 567 5088 /862 0884 Netfang: kaerleikssetrid@kaerleikssetrid.is Lax nemur ný svæði í Sæmundará Síðastliðið haust voru laxar úr Sæmundará í Skagafirði fluttir upp fyrir Gýgjarfoss, þannig að þeir gætu hrygnt á ófiskgengu svæði árinnar. Á þann hátt lengist sá hluti vatnasvæðisins sem lax getur nýtt og væntingar um að framleiðsla laxaseiða í ánni aukist í kjölfarið. Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar, veidimal.is. Áður en löxunum var sleppt í árnar var komið fyrir útvarpssendum á 13 þeirra. Með því móti var gert mögulegt að fylgjast með staðsetningu fiskanna í ánni. Fram eftir hausti og á jólaföstunni var reglulega fylgst með ferðum laxanna. Laxar dreifðust um svæðið Fjórir merktu laxanna héldu til á svæðinu ofan Gýgjarfoss fram yfir hrygningartímann og hafa að líkindum hrygnt þar. Laxarnir dreifðust um svæðið allt frá Gýgjarfossi og fram undir bæinn í Valadal, rúma tvo kílómetra frá ármótum Valadalsár og Vatnsskarðsár. Má því telja líklegt að fleiri laxar hafi verið til staðar á svæðinu yfir hrygningartímann. Laxar sem hopuðu af svæðinu niður fyrir Gýgjarfoss fyrir hrygningartíma var leitað í ánni niður undir Dæli og fundust fimm þeirra víðs vegar á þeim kafla árinnar. Þá fór einnig í gang verkefni síðastliðið haust sem miðar að því að kanna möguleika á að nýta ófiskgenga hluta Sæmundarár í Skagafirði til hrygningar og uppeldis laxa. Framkvæmd verkefnisins fór þannig fram að í september voru 24 laxar veiddir á stöng í Sæmundará og fluttir upp fyrir Gýgjarfoss þar sem þeim var komið fyrir í kistum. Löxunum var síðan sleppt merktum í Vatnsskarðsá og Valagilsá. Verkefnið er unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar og Veiðifélags Sæmundarár og er styrkt af Fiskræktarsjóði. Hentar ágætlega sem búsvæði fyrir laxaseiði Sæmundará er fiskgeng að Gýgjarfossi en á um tveggja km leið ofan hans að ármótum við Valagilsá kallast áin Vatnsskarðsá. Botngerð Vatnsskarðsár og Valagilsár er talin henta ágætlega sem búsvæði fyrir laxaseiði. Ekki er talið að Gýgjarfoss valdi afföllum á niðurgönguseiðum. Þau seiði myndu að lokinni sjávardvöl ganga til hrygningar aftur í Sæmundará, styrkja laxastofn árinnar og vera viðbót við veiði. Í framhaldinu verður tilvist laxaseiða ofan Gígjarfoss rannsökuð með rafveiðum á þeim hlutum ánna þar sem merktir laxar höfðust við á haustmánuðum. Ef hrygning á svæðinu hefur tekist verður fylgst með vexti og viðgangi seiða þar á næstu árum. Ef árangur verður góður, má nýta aðferðir og reynslu af verkefninu til að auka seiðaframleiðsluna á vatnasvæðinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.