Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Í síðasta Bændablaði fimmtu- daginn 9. janúar er frétt og/ eða tilkynning frá Íslandspósti með fyrirsögninni: Pósturinn samræmir bréfa kassa. Við þessa frétt vill undirritaður gera alvarlega athugasemd. Í fréttinni segir m.a. að Pósturinn vinni nú að sam- ræmingu á staðsetningu póstkassa í dreifbýli. Vinnan gangi vel, pósturinn þjóni svo og svo mörgum, bréfasendingar hafi dregist saman, móttökuskilyrði skulu vera rétt og samkvæmt lögum. Í dreifbýli skal póstkassi vera hér og þar samkvæmt lögum. Þetta er allskostar ekki rétt. Staðsetning póstkassa er ákveðin með reglugerð Nr. 364. Lög um póst og póstdreifingu segja hinsvegar nákvæmlega hvernig póstdreifingunni skuli háttað og ábyrgð þess er framkvæmir þjónustuna. Seinni tíma reglugerðasmíð hefur ekkert um það að segja og verður ekki annað séð en að lög og reglugerð stangist á, sem þýðir einfaldlega að Íslandspósti er ekki heimilt að færa póstkassa frá bæjum og býlum. Þessum gjörningi Íslandspósts og skertri þjónustu hefur verið harðlega mótmælt bæði af einkaaðilum og sveitarfélögum. Þar á meðal til Póst- og fjarskiptastofnunar. Á sama tíma og Íslandspóstur skerðir þjónustu við landsbyggðina berast fréttir þess eðlis að verið sé að auka þjónustu í höfuðborginni. Það er ekki aðeins að Íslandspóstur brjóti lögin heldur er jafnræðisreglan að engu höfð. Meðan lög eru í landinu um hvernig póstdreifingu skuli háttað og hvernig Íslandspósti beri að fara eftir þeim samkvæmt starfsleyfi hafa þeir einfaldlega ekki nokkra einustu heimild til þess að færa póstkassa frá heimilum fólks og ber að færa póstkassa til baka og koma útburðinum í fyrra horf þar sem því hefur nú verið breytt. Georg Magnússon Norðtungu 3 311 Borgarnes. Nýtt tengivirki Landsnets tekið í notkun: Fimm milljarðar settir í fjárfestingar á árinu 2014 í meginflutningskerfi og svæðisbundnum kerfum Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun nýlega. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Lands nets. Prófanir á vélbúnaði virkjunar- innar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður- suðurtenging, byggð. Ný kynslóð tengivirkja og tengipunktur Norður- suðurtengingar „Við hönnunina var gert ráð fyrir að einfalt yrði að stækka virkið – og tengja þar inn nýja línu t.d. til Norðurlands, svokallaða Norður-suðurtengingu, sem Landsnet hyggst nú ráðast í hið fyrsta að undirbúa,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, við athöfnina, en þessi áform hafa verið í undirbúningi hjá fyrirtækinu um nokkurn tíma og stefnt er að því að þau fari í formlegt umhverfismat á næstunni. Búðarhálstengivirkið er það fyrstra sinnar tegundar í nýrri kynslóð tengivirkja hjá Landsneti sem eiga að draga úr rekstrarkostnaði, auka rekstraröryggi og minnka jafnframt umhverfisáhrif slíkra mannvirkja. Virkið er með yfirbyggðri skel sem eykur bæði rekstraröryggi og endingu búnaðar. Það er búið tveimur 220 kílóvolta (kV) DCB aflrofum – en það er mun hagkvæmari tæknibúnaður en upphaflega var gert ráð fyrir að nota. Búðarhálslína 1 er alls um 5,6 km löng 220 kV háspennulína en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir um 17 km langri línu. Hún liggur frá tengivirkinu við Búðarháls að Hrauneyjarfosslínu á Langöldu, þar sem hún er T-tengd inn á meginflutningskerfi Landsnets. Mat á umhverfisáhrifum línunnar fór fram samhliða mati á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar, en legu hennar var breytt árið 2010. 12 milljarða fjárfesting í ár og í fyrra hjá Landsneti Útboðshönnun vegna línu og tengivirkis hófst haustið 2011 og framkvæmdir hófust sumarið 2012 með lagningu vegslóða, vinnu við undirstöður fyrir möstur og byggingu tengivirkishússins. Sumarið 2013 voru háspennumöstrin reist, leiðari línunnar strengdur og lokið við uppsetningu búnaðar í tengivirkinu. Á komandi sumri verður unnið að lóðarfrágangi við tengivirkið og frágangi á umhverfi og slóðum meðfram línunni. Heildarkostnaður við byggingu Búðarhálslínu 1 og tengivirkisins við Búðarháls er um einn milljarður króna en alls námu framkvæmdir Landsnets í flutningskerfinu á nýliðnu ári um sjö milljörðum króna. Á þessu ári er fyrirhugað að verja um fimm milljörðum króna í fjárfestingar í meginflutningskerfinu og svæðisbundnum kerfum Landsnets í öllum landsfjórðungum, til að auka enn frekar gæði og afhendingaröryggi raforku til almennings og fyrirtækja. /MHH Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti nýtt tengivirki Landsnets í Búðarhálsvirkjun. Myndir / MHH Alvarleg athugasemd við póstkassabreytingar: Íslandspósti ber að fara að lögum – er óheimilt að færa póstkassa frá bæjum Lesendabás Eru ESB-andstæðingar síðasta von aðildarsinna? Í Kastljósviðtali á mánudags- kvöldið fór Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vel yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Að undanförnu hefur verið reynt að teikna upp þá mynd að utanríkisráðherra sé einn á báti í þessu máli og þar með sé hann stærsti vandi aðildarsinna. Það að telja málum þannig háttað er auðvitað mikið pólitískt ólæsi. Það er hins vegar furðulegt, og til marks um mikla örvæntingu, að heyra aðildarsinna ítrekað kalla eftir því að helstu ESB- andstæðingar landsins haldi áfram aðildarsamningum við ESB. Ef aðildarsinnum yrði að ósk sinni og aðildarsamningum yrði haldið áfram myndi utanríkisráðherra án vafa tryggja að skoðanabræður hans væru í meirihluta í nefndum og ráðum líkt og fyrri ríkisstjórn gerði. Vandi aðildarsinna er hins vegar sá að skoðanabræður utanríkisráðherra eru á móti ESB. Það yrði aðildarsinnum líklega mjög til framdráttar ef hörðustu ESB-andstæðingar landsins mættu til Brussel í þeim tilgangi að semja um hvernig a ð l ö g u n næstu ára yrði háttað. Ef utan ríkis- ráðherra er ekki til búinn að setja undir ritaðan í forystu fyrir þessari sveit er ekki ó l í k l e g t að t .d . Jón Bjarnason, Guðni Ágústsson eða Styrmir Gunnarsson yrðu fyrir valinu. Það gæti orðið enn fróðlegra að fylgjast með því þegar einstök atriði er varða ESB-samningana verða rædd í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem Birgir Ármannsson, einn öflugasti ESB-andstæðingur þingsins, gegnir for mennsku og undirritaður vara formennsku. IPA- og Taiex-aðlögunarstyrkirnir fá eflaust flýtimeðferð hjá fjárlaganefnd þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar, ræður ríkjum og varaformaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson mun eflaust berjast ötullega fyrir málinu. Forseti Alþingis mun örugglega halda okkur öllum við efnið enda „mikill“ áhugamaður um aðild Íslands að ESB. Það kom vel fram á síðasta kjörtímabili að ógjörningur er að semja um ESB-aðild nema að einhugur sé um málið í ríkisstjórn og starfandi stjórnarmeirihluta. Svo langt gekk þetta að ómögulegt var að vera með ESB-andstæðinga í ríkisstjórn né í utanríkismálanefnd Alþingis. Samþykkt stefna beggja stjórnarflokkanna er skýr og á þeirri stefnu byggir stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar. Það er því hámark bjartsýninnar (og í raun dálítið hlægilegt) að halda að ríkisstjórn þar sem báðir stjórnarflokkarnir eru á móti ESB-aðild geti haldið áfram aðildarsamningum. Því er það svo að þrátt fyrir ótrúlegan áhuga aðildarsinna mun furðuleg ósk þeirra um að ESB- andstæðingar dragi vagninn til Brussel ekki verða að veruleika. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Ásmundur Einar Daðason Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 7. febrúar Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.