Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Nafn: Adrian Kowalczyk. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Á Reykhólum. Skóli: Reykhólaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í samfélagsfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa með osti. Uppáhaldshljómsveit: Eiffel65. Uppáhaldskvikmynd: Hellisbúarnir. Fyrsta minningin mín: Þegar ég flutti fyrst til Íslands, þá var ég 3 ára. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á trommur og fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Keyra flutningabíl. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að stökkva af fjórhjóli. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera óþekkur. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Já, ég fór til Póllands og hitti fjölskylduna mína. Ég var líka fermdur úti í Póllandi. PRJÓNAHORNIÐ STÆRÐ S/M – L/XL Yfirvídd 90 (100) cm Sídd á kjól frá handvegi 70 (72) cm EFNI Tvöfaldur plötulopi Ljósmórauður nr 3 - 3 (4) plötur Hvítur nr 1 - 1 plata Dökkmórauður nr 1032 - 1 plata Millimórauður nr 9 - 1 plata 2 smellur til að loka hálsmáli PRJÓNAR Hringprjónn nr 6, 80 cm Heklunál nr 5 PRJÓNAFESTA 10 x 10 cm = 14 L og 20 umf slétt prjón. Notið hálfu nr stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. AÐFERÐ Kjóllinn er unnin ofanfrá og niður. Berustykkið og neðri kantur er heklað samkvæmt útskýringu. Teknar eru upp lykkjur á berustykkinu fyrir prjónaða hlutann og svo er neðri kanturinn heklaður neðan á. BERUSTYKKI Athugið að berustykkið er heklað fram og til baka. Hver umferð er nýr litur og byrja skal hverja umf á loflykkjum, ef heklaðir eru fp þá er 1ll og 2ll þegar heklaðir eru stuðlar. Loftlykkjurnar gilda þá sem 1fp og 1 st. Ljúkið hverri umf með kl. Heklið 111 +1LL (121+1LL) með dökkmó- rauðum. 1. umferð: Heklið fastapinna í allar LL með sama lit. Setjið merki í 14. (16.), 42. (46.), 70. (76.), 98. (106.) fp. Færið svo merkin með milli umferða til að merkja hornin. 2. umferð: *Heklið fp í hvern fp með hvítum, þegar komið er að merki eru heklaðir 2fp í sama fp úr fyrri umf til að mynda horn*, ent frá *-* út umf. 3. umferð: *Heklið fp í hvern fp með ljósmórauðum, þegar komið er að merki eru heklaðir 2fp í sama fp úr fyrri umf.*, ent frá *-* út umf. 4. umferð: *Heklið með millimórauðum st í hvern fp, þegar komið er að merki er heklað 1 st, 2ll, 1 st í sama fp*, ent frá *-* út umf. 5. umferð: *Heklið með hvítum lopa 3st án þess að klára þá (skilin eftir 1L á nálinni af hverjum st uns lykkjurnar eru orðnar 3, þá er bandið dregið í gegnum þær allar) í bilið milli tveggja stuðla;, hoppið yfir 1 bil og heklið 3 ókláraða stuðla í næsta (líkt og áður), hoppið yfir 1 bil, hjá merki er heklað 3 ókláraðir st, 2ll, 3 ókláraðir st í sama bilið*, ent frá *-* út umferð. 6. umferð: *Heklið stuðla með dökkmó- rauða lopanum þannig að það lenda tveir stuðlar yfir hverjum stuðlaklasa úr síðustu umf, hjá merki er heklað 1 st, 2ll, 1 st * ent frá *-* út umf. 7. umferð: *Heklið fp í hvern st með ljósmórauðum, hjá merki er heklað 1fp, 1ll, 1fp * ent frá *-* út umf. 8. umferð: *Heklið st í hvern fp með dökkmórauðum, hjá merki er heklað 1 st, 2ll, 1 st * ent frá *-* út umf. 9. umferð: *Heklið með millimó- rauðum 2st í bilið á milli st úr fyrri umf, hoppið yfir næsta bil, hjá merki er heklað 2st, 2ll, 2st * ent frá *-* út umf. 10. umferð: *Heklið fp með hvítum í hvern st, hjá merki er heklað 1fp, 1ll, 1fp * ent frá *-* út umf. 11. umferð: *Heklið með dökkmó- rauðum st í hvern fp, hjá merki er heklað 1 st, 2ll, 1 st * ent frá *-* út umf. 12. umferð: *Heklið með ljósmó- rauðum st í hvern st, hjá merki er heklað 1 st, 2ll 1 st * ent frá *-* út umf. 13. umferð: Endurtakið 5. umf með hvítum. 14. umferð: Heklið fp allan hringinn með dökkmórauðum og 2fp í sama bil hjá merkjum. KJÓLL Takið upp lykkjur á fram- og bakhlutum berustykkisins og fitjið auk þess upp 16 (18) L undir hvorum handvegi. Þá ætti lykkjufjöldinn að vera nálægt 122 (136) L. Í þessari uppskrift skiptir ekki höfuðmáli þó skeiki 2-3 L. Setjið prjónamerki á milli miðlykkjanna undir handveginum. Nú eru prj 12 (13) umf. Þá er komið að úrtökum sem eru gerðar þannig; prj sl þar til þrjár L eru að merkinu í fyrri hliðinni, prj þá 2L saman, prj 2L, takið 1L óprj af og prj næstu L, steypið óprj L yfir hina. Prj sl þar til þrjár L eru að seinna merkinu, prj þá 2L saman prj 2L, takið 1L óprj af og prj næstu L, steypið óprj L yfir hina. Klárið umf. Prj 12 (13) umf og endurtakið úrtökur. Prj aftur 12 (13) umf. Þá er komið að útaukningu sem gerð er þannig; prj þar til 1L er að merki, aukið út, prj 2L, aukið út. Prjónið eins í hinni hliðinni. Útaukningar á alls að gera 5 (5) sinnum og alltaf á að prjóna 12 (13) umf á milli þeirra. Prj svo áfram þar til prjónaði hlutinn mælist 60 (62) cm. Fellið frekar laust af. Heklið með ljósmórauða lopanum 1 fp í hverja L. Heklið næstu umf með hvítum lopa þannig: Heklið 3st án þess að klára þá (skilin eftir 1L á nálinni af hverjum st uns lykkjurnar eru orðnar 3, þá er bandið dregið í gegnum þær allar) í 1fp, hoppið yfir 1fp og heklið 3 ókláraða stuðla í næsta (líkt og áður), hoppið yfir 1fp, endurtakið út umferð. Heklið síðan stuðla-umf með dökkmó- rauða lopanum þannig að það lenda tveir stuðlar yfir hverjum stuðlaklasa úr síðustu umf. Næst er hekluð önnur stuðla-umf með ljósmórauðum, 1 st í 1 st. Heklið síðan fp-umf með millimórauðum, 1fp í 1 st. Heklið með hvítum lopa 2st í bilið á milli fp úr fyrri umf, hoppið yfir næsta bil, endur- takið út umf. Heklið st í hvern st með dökkmórauðum út umf. Heklið fp í hvern st með ljósmórauðum út umf. Heklið st í hvern fp með dökkmórauðum út umf. FRÁGANGUR Gangið frá endum og heklið fp í uppfitið undir handveginum og 2 umf fp í opna hluta berustykkisins. Ýmsir möguleikar eru á að loka kjólnum í háls- málinu en hér var valið að setja tvær litlar smellur. Þvoið kjólinn og látið þorna liggjandi á hand- klæði. Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór til Póllands og var fermdur þar Vetrarkjóll Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 8 6 7 7 9 2 5 3 1 3 8 2 9 1 4 5 7 1 6 4 5 3 1 6 3 5 2 5 9 3 4 1 3 9 7 3 6 9 4 5 2 3 5 6 9 8 3 8 4 1 9 1 7 9 8 2 6 8 1 9 4 5 2 6 7 8 1 3 7 9 5 4 1 6 3 Fyrir jólin kom út bókin Bara börn (Just Kids) eftir Patti Smith hjá Bókaútgáfunni Sölku í þýðingu Gísla Magnússonar. Hér segir Patti Smith frá einstöku sambandi sínu og listamannsins Roberts Mapplethorpe. Þessi einlæga frásögn snertir við lesandanum á sama ljóðræna hátt og textar og tónsmíðar höfundar. Bara börn hefst sem ástarsaga sumarið sem Coltrane dó, árið 1967, og lýkur sem tregasöng rúmum tveimur áratugum síðar. Bókin endurspeglar andrúmsloftið í New York í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda. Þetta er sönn frásögn, mynd af tveimur listamönnum á uppleið, forleikur að frægð. Bara börn hefur notið gífur- legra vinsælda og hlotið fjölda viðurkenninga. Höfundurinn Patti Smith er skáld, myndlistar- og tónlistar- maður. Á áttunda áratugnum vakti hún athygli fyrir að blanda saman ljóðum og rokki á byltingarkenndan hátt. Plata hennar Horses, sem er myndskreytt af Robert Mapple thorpe, hefur verið nefnd sem ein af hundrað bestu plötum allra tíma. Patti sýndi fyrst teikningar sínar í Gotham Book Mart árið 1973, og hefur Robert Miller galleríið verið umboðsaðili hennar síðan 1978. Meðal bóka hennar má telja Witt, Babel, Woolgathering, The Coral Sea og Auguries of Innocence. Patti hefur gert tólf plötur. Árið 2005 veitti franska menntamálaráðuneytið Patti hinn virðulega titil Commandeur des Arts et des Lettres, en það er mesti heiður sem hægt er að sýna listamanni í Frakklandi. Bara börn (Just Kids) Bækur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.