Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Hugsaðu vel um dekkin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyþór Einarsson Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML ee@rml.isAfkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013 Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ vetur gömlu hrútunum á grunni afkvæma rannsókna með tilliti til skrokk gæða. Óhætt er að full yrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæma- rannsóknir skilað bændum ræktunar framförum í bættum vöðva vexti og minni fitu. Á þessum grunni hafa hrútar gjarnan valist inn á sæðinga stöðvar eða í áfram- haldandi stærri rannsóknir og þannig hefur ávinningurinn af þessu starfi verið mikilvægur liður í ræktunar starfinu á landsvísu. Á síðustu árum hefur þetta verkefni verið styrkt af fagfé sauðfjársamnings, upphaflega var þetta styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Síðasta haust voru reglurnar á þann veg að 8 hrúta þurfti í samanburðinn þar sem hver þeirra ætti 8 ómskoðuð afkvæmi af sama kyni og kjötmatsniðurstöður fyrir 15 afkvæmi. Bændur þurftu síðan að vista uppgjör afkvæmarannsóknarinnar í Fjárvís og senda tilkynningu til RML fyrir tiltekin tíma. Líkt og kynnt var í haust hefur reglunum verið breytt með það að markmiði að efla prófun á veturgömlum hrútum og mun afkvæmarannsókn ekki teljast styrkhæf nema að lágmarki 5 veturgamlir hrútar sé í samanburðinum haustið 2014. Í heildina voru 108 styrkhæfar afkvæmarannsóknir haustið 2013 og afkvæmahóparnir 1.172, þar af áttu veturgamlir hrútar 41% hópana. Þetta er umfangsminna en haustið 2012 en þá voru afkvæmarannsóknirnar 162 og hóparnir alls 1.700. Hækka þarf hlutfall veturgamalla hrúta sem eru prófaðir og fjölga þátttakendum. Undirritaður hefur ásamt Eyjólfi Ingva Bjarnasyni unnið að samantekt niðurstaðna, en niðurstöður fyrir öll búin eru birtar á heimasíðu RML (www.rml.is) ásamt heildaryfirliti og niðurstöðum fyrri ára. Efstu hrútar Í meðfylgjandi lista er að finna yfirlit yfir þá hrúta sem sýndu mesta yfirburði í afkvæmarannsóknum síðastliðið haust. Hér eru birtir allir hrútar sem ná 135 stigum eða meira í heildareinkunn. Minnt er á að heildareinkunnin er meðaltal kjötmatseinkunnar og gæðaeikunnar úr líflambaskoðun og er þessi einkunn ekki samanburðarhæf milli búa heldur gefur til kynna yfirburði hrútsins í tilteknum samanburði. Niðurstöður þarf alltaf að túlka með hliðsjón af gæðum þeirra gagna sem að baki liggja og stefnu búsins m.t.t. til vægis á einstaka eiginleikum. Mest útslag sýnir veturgamall hyrndur hrútur á Heydalsá hjá Ragnari og Sigríði, Messi 12-108. Messi er frá Bæ í Árneshreppi. Faðir hans er Borði 08-838 frá Hesti og móðurfaðir er Fróði 04-963 frá Hagalandi. Vöðvaeinkunn afkvæmanna var 12,6 og fitueinkunn 7,8 og meðalbakvöðvaþykkt var 31,9 að meðaltali. Messi er eini hyrndi hrúturinn í þessum samanburði og nýtur því trúlega ákveðinna yfirburða í bakvöðvaþykkt vega þess. Næst efstur er kollóttur hrútur að nafn Gullmoli 08-314. Hrúturinn er fæddur á búi Jóns og Ernu á Broddanesi í Kollafirði en var seldur að Innri-Múla, Barðaströnd sem lamb og notaður þar allar götur síðan. Þar hefur hann á undanförunum árum sýnt frábærar niðurstöður í flokkun sláturlamba. Gullmoli var til skoðunar fyrir sæðingastöðvarnar síðast vor en drapst áður en hann komst þangað. Þriðji hæsti hrúturinn er Ósi 11-056, staðsettur á Tunguseli í Þistilfirði en fæddur á Flögu í sömu sveit. Hann er sonarsonur Kveiks 05-965. Ósi, Tjaldur 11-687 frá Sandfellshaga og Jóker 12-321 frá Laxárdal, sem allir eru þarna á listanum, eru nú til prófunar í stórri afkvæmarannsókn vegna sæðingastöðvanna sem framkvæmd er á Presthólum og Snartarstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu. Fjórði hrúturinn er Kútur 11-308 frá Litla-Hofi í Öræfasveit, sonur Gosa 09-850 frá Ytri-Skógum. Þetta er annað árið sem Kútur skipar toppsætið í afkvæmarannsókn á Litla-Hofi með glæsibrag. Fimmti á þessum lista er hrútur sem þegar er orðinn landsþekktur en það er Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni í Dölum en hann var tekin á sæðingastöð í haust og var einn af mest notuðu hrútum stöðvanna í desember 2013 og því víða sem má finna afkvæmi hans haustið 2014. 12-108 Borði 08-838 124,9 193,4 159,2 Heydalsá, Tungusveit, Strand. 08-314 Gullmoli 05-552 148,8 165,4 157,1 Innri-Múla, Barðaströnd, V-Barð. 11-056 Demantur 10-263 130,4 183,5 157,0 Tunguseli, Þistilfirði, N-Þing. 11-308 Gosi 09-850 136,7 176,5 156,6 Litla-Hofi, Öræfasveit, A-Skaft. 11-908 Hriflon 07-837 144,4 160,7 152,6 Stóra-Vatnshorn, Haukadal, Dal. 11-687 Byr 08-283 121,8 171,1 146,5 Sandfellshaga 2, Öxarfirði, N-Þing. 10-726 Kveikur 09-707 122,9 166,1 144,5 Melum, Hrútafirði, Strand. 10-790 Messi 09-285 138,6 149,4 144,0 Þverá, Dalsmynni, S-Þing. 11-529 Gandur 07-845 132,9 154,4 143,7 Syðri-Hofdölum, Viðvíkursveit, Skag. 09-219 Freyðir 07-810 119,0 167,3 143,2 Fornustekkum, Nesjum, A-Skaft. 12-321 Gosi 09-850 117,1 168,8 143,0 Laxárdal, Þistilfirði, N-Þing. 11-297 Jökull 07-844 152,5 131,4 142,0 Breiðavaði, Langadal, A-Hún. 11-014 Laufi 08-848 121,1 161,4 141,3 Urriðaá, Miðfirði, V-Hún. 12-241 Dagur 11-034 131,1 150,3 140,7 Brjánslæk, Barðarströnd, V-Barð. 10-513 Hriflon 07-837 125,3 155,4 140,4 Haukatungu syðri 2, Kolbeinsstaðahr., Snæ. 11-539 Borði 08-838 125,2 154,5 139,9 Geirmundarstöðum, Skarðsströnd, Dal. 11-053 Barak 08-056 139,1 139,1 139,1 Ketilseyri, Dýrafirði, V-Ísafj. 12-653 Fannar 07-808 119,1 156,8 138,0 Stór-Ökrum II, Blönduhlíð, Skagafirði 11-005 Prjónn 07-812 98,9 176,9 137,9 Haukholtum, Hrunamannahrepp, Árn. 10-136 Grábotni 06-833 136,5 139,2 137,9 Steinnesi, Þingi, A-Hún. 11-074 Sokki 07-835 124,6 150,1 137,4 Sölvabakka, Refasveit, A-Hún. 08-661 Raftur 05-966 134,0 140,5 137,3 Reykjum, Svínadal, A-Hún. 12-532 Jökull 07-844 128,0 145,9 137,0 Haukatungu syðri 2, Kolbeinsstaðahr., Snæ. 09-509 Fengur 06-407 125,0 148,4 136,7 Saurbæ, Vatnsnesi, V-Hún. 12-389 Drangur 09-606 105,8 166,4 136,1 Húsavík, Tungusveit, Strand. 11-669 Gandur 07-845 125,1 147,1 136,1 Sunnuhlíð, Forsæludal, A-Hún. 11-239 Prjónn 07-812 127,6 143,3 135,5 Sólvangi, Fnjóskadal, S-Þing. Áburðaráætlanir Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins Þessi misserin keppast áburðar- salar við að birta úrval áburðar- tegunda og verð á þeim. Getur þá oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað. Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum. Kaup á áburðaráætlun eru í því tilliti sterkur valkostur fyrir bændur. Með faglega unninni áætlun er mögulegt að hámarka hagkvæmni áburðarkaupa til að áburðarefni nýtist sem best ásamt því að auka magn og gæði uppskerunnar, sem stuðlar að bættu heilbrigði og meiri og betri afurðum. Sömuleiðis er víða hægt að hagræða í áburðarkaupum og þar með spara umtalsverðar upphæðir. Um árabil hafa ráðunautar veitt mikilvæga ráðgjöf á þessu sviði og og með því bætt afkomu margra bænda. Kostnaður við kaup á áburðaráætlun er óverulegur miðað við þann ávinning sem ná má með henni. Sem dæmi má nefna að ef keyptur er áburður fyrir tvær milljónir og það tekur ráðunaut um þrjá tíma að vinna áætlunina er kostnaðurinn um 0,75% af heildarkostnaði áburðarkaupanna. Hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins eru margir ráðunautar sem taka að sér að vinna áburðar- áætlanir eða aðstoða bændur við að gera það sjálfir og geta bændur sett sig í samband við þá, annaðhvort með því að hringja í síma 516-5000 eða fara inn á heimasíðuna rml.is og finna þar þann ráðunaut sem óskað er eftir að ræða við. Með kveðju, starfsfólk RML Flestir hugsa til öryggis þegar farið er af stað á ökutæki með því að spenna börn í bílstóla og keyra með öryggisbeltið spennt, en athuga ekki alltaf hvort dekkin undir ökutækinu séu í lagi og örugg. Fyrir nokkru sá ég bíl koma á dekkjaverkstæði sem ég vinn á með tvö börn vel spennt í bílstólum. Dekkin undir bílnum voru hins vegar orðin svo léleg að þau voru stórhættuleg (sjá mynd). Svona slitin dekk eru því miður allt of algeng sjón. Dekkjaumhirða Íslendinga er almennt frekar slæm. Miðað við það sem maður sér hirðir landsbyggðarfólk samt mun betur um dekkin undir bílnum sínum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem dekkjaumhirða er í allt of mörgum tilfellum til skammar. Til að hjólbarðar virki rétt þarf að mæla loft í þeim reglulega. Í nánast öllum bílum má finna uppgefið loftmagn á miða í hurðarfalsi bílstjóra, en í örfáum tilfellum er þessi miði inni í eldsneytislokinu. Miðað við fjögur dekk undir ökutæki er ekkert óeðlilegt að hjólbarðar tapi lofti á bilinu 1-2 psi. á mánuði, en getur verið misjafnt milli hjólbarða. Mjög margir vilja keyra með lítið loft í dekkjum á veturna svo að grip verði meira í snjó og hálku áfram, en of lítið loftmagn lengir bremsuvegalengd mikið og dekkin slitna vitlaust (kantarnir spænast niður), auk þess sem bíllinn eyðir meira eldsneyti vegna þess að álag á mótor og drif verður meira með of lítið loft í dekkjum. Það getur vissulega hjálpað mikið í hálku og snjó að hleypa lofti úr dekkjum en þá verður að muna að setja rétt loftmagn sem fyrst í dekkin aftur. Sé maður á fjórhjóladrifnum bíl eða dráttarvél í snjó og hálku og hleypir úr dekkjum þarf sérstaklega að athuga eitt. Framdekkin mega aldrei bunga meira en afturhjólin vegna þess að þá eru afturdekkin að reyna að taka fram úr þar sem þau fara aðeins hraðar (þetta er sérstaklega viðkvæmt fyrir stóra ameríska pallbíla og bíla sem eru mjög þungir að framan). Ef framdekkin bunga aðeins minna en afturdekkin toga þau ökutækið áfram og ef þau missa grip taka afturdekkin við og ýta ökutækinu áfram. Sé ekið í fjórhjóladrifi lengi og loftmagn er misjafnt í dekkjum getur það valdið óþarfa bilunum í drifbúnaði. Á vinnuvélum þarf að vega og meta hversu mokstursvinna er þung gagnvart loftþrýstingi fyrir framhjólin (það er ágætt á dráttarvélum og gröfum að byrja með of mikið í framdekkjum – það má alltaf hleypa úr). Ný dekk gefa visst grip til stöðvunar á ökutækinu en þegar dekkin eru komin að slitmörkum (1,6 mm eftir) lengist bremsuvegalengd dekkjanna um að jafnaði um 30% (getur hlaupið á 10% til eða frá, fer eftir tegund dekkja). Dekk hafa bara vissan líftíma en gömul dekk vilja verða þurr og griplítil og hliðar springa (oft kallað að dekk séu fúin). Sem dæmi fæst víða erlendis ekki skoðun á bílinn ef dekkin eru eldri en tíu ára. Einnig veit ég dæmi þess að bílaframleiðendur eru með varúðarsetningu í eiganda- handbók bílsins um að ekki megi keyra bílinn með eldri dekk en sex ára gömul. Vilji menn fræðast meira um dekk er hægt að nálgast upplýsingar á vef FÍB (www.fib.is) með leitarorðinu „dekk“, en þar má finna mikið af fróðlegum upplýsingum og greinum um dekk. ÖRYGGI – HEILSA– UMHVERFI liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Þetta dekk var undir bílnum með barnastólana tvo.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.