Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi „Mér hefur hvergi litið betur en í kringum skepnur, en vissi auðvitað að fleiri störf væru til skemmtileg en að vera bóndi. Mér líður mjög vel í þessu starfi,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hann söðlaði um á liðnu ári, hætti búskap á jörð sinni Hríshóli í Eyjafjarðarsveit sem hann hafði stundað í ríflega 30 ár, flutti heimili sitt eilítið norðar í sama sveitarfélagi, í þéttbýlið við Hrafnagil en starfar á Akureyri, í húsakynnum Búnaðarsambandsins við Óseyri. „Það var auðvitað ekki sjálfgefið að mér féllu þessu miklu umskipti, að sinna störfum að mestu leyti við skrifborð þegar maður hefur vanist því að vera sjálfs síns herra á eigin jörð í meira en þrjá áratugi. Það hefur verið mikið að gera, hvert verkefnið á fætur öðru komið upp sem þarf að takast á við, svo það er í nógu að snúast.“ Sigurgeir flutti að Hríshóli 1. júní árið 1961, daginn eftir tveggja ára afmæli sitt. Foreldrar hans keyptu jörðina og byggðu hana upp. Ættir sínar rekur Sigurgeir til Suður- Þingeyjarsýslu en þaðan eru bæði móðir hans, Erna Sigurgeirsdóttir, og faðir, Hreinn Kristjánsson, Erna frá Arnstapa í Ljósavatnsskarði og Hreinn frá Svartárkoti í Bárðardal. Margir af afkomendum afa og ömmu Sigurgeirs í móðurætt fluttu í Eyjafjörð og byggðu þar upp sínar jarðir. Afi hans og amma í föðurætt bjuggu í Svartárkoti, en Kristján afi hans lést fyrir aldur fram og hafði fyrir andlátið gert ráðstafanir og beðið bróður sinni búsettan í Eyjafirði að finna jörð þar í sveit fyrir konu sína og börn. Ekkjan hélt ásamt börnum sínum, því yngsta 9 ára að Öxnafellskoti, sem nú heitir Fellshlíð. Elstir voru synirnir, Jón örlítið yfir tvítugt og Hreinn sem var 18 ára. Þeir bræður byggðu Fellshlíð upp, þar með talið öll hús og bjuggu þar félagsbúi til ársins 1961. Aldrei kom annað til greina en að verða bóndi „Ég held það hafi snemma verið ljóst að hugur minn stefndi í þá átt að verða bóndi, ég hafði eiginlega ekki áhuga fyrir neinu nema skepnum og búskap,“ segir hann. Þegar verið var að spyrja börnin í skólanum hvað þau ætluðu sér að verða þegar þau yrðu stór vafðist mörgum tunga um tönn, en Sigurgeir og öll skólasystkin hans velktust ekki í vafa um að hann yrði bóndi. Eins og raunin varð. Hann segir að örsjaldan hafi hann látið sér detta eitthvað annað starf í hug. Eitt sinn þegar hann var ungur að árum kom Þráinn Karlsson leikari ríðandi heim á hlað í Hríshóli, „og mér fannst hann alveg ótrúlega Myndir / MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.