Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti árið 2014 Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti. Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatnsföll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnr. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is , en einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000 og hér- aðssetur Landgræðslunnar um land allt. Umsóknum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hella Sími 488 3000 Netfang land@land.is Hvassviðri hafa einkennt veður- lagið og úrkoma með töluverðri snjókomu til fjalla en tiltölulega hlýtt þegar neðar kemur. „Við eigum því þó að venjast að það sé meiri kuldi í norðanáttinni en ekki svona hlýtt eins og verið hefur að undanförnu.“ Næg hey á svæðinu þrátt fyrir erfiðleika Benedikt hefur verið forðagæslu- maður á svæðinu en lét af því emb- ætti um áramót. Honum er því vel kunnugt um fóðurstöðu bænda á svæðinu eftir sumarið. „Ég get allavega sagt að það eru næg hey á svæðinu þó menn lendi í einhverju kuldahreti í vor. Það var hins vegar mikið um kal hér eftir tíðarfarið í fyrravetur. Menn hafa reynt að mæta því með ýmsum hætti til að eiga næg hey í vetur.“ „Dýrasta árið sem ég hef verið í búskap“ „Fyrir mig hefur árið verið erfitt og ég held að þetta sé dýrasta árið sem ég hef verið í búskap. Sem dæmi var um 80% túnanna hjá mér kalin. Af þessum túnum sem maður hefur venjulega verið að ná um 600 til 700 heyrúllum, þá fengust aðeins 160 rúllur í sumar.“ Heyjaði m.a. á Grímsstöðum „Ég náði í hey á þrem jörðum sem eru ekki lengur með búskap þó þær séu enn í ábúð. Þetta eru jarð- irnar Fossvellir og Selland og síðan heyjaði ég líka á Grímsstöðum á Fjöllum af öllum stöðum. Að fara á Grímsstaði fannst mér eiginlega skemmtilegasti heyskapurinn. Fyrir okkur hér var þetta þó hálf fjar- stæðukennt. Hugmyndin að fara þarna kom upp eftir miðjan júní en þá fréttist að túnin á Grímsstöðum litu ótrúlega vel út. Við skoðuðum þetta og það var farið þangað með góðan áburðar- skammt og borið á. Af túnunum fékkst svo bara mjög góð uppskera af þokkalegu heyi ef miðað er við að sum stykkin hefur staðið á sinu í allt að sex til sjö ár.“ Hann segir að úr efnagreiningu hafi fóðurgildið verið um 0,69 og allt upp í 0,74 fe, sem sé alls ekki afleitt þótt það sé vissulega ekki úrvalshey. „Ég var mest hissa á að heyið væri ekki lakara með alla þessa sinu á túnunum.“ – Þú hefur ekki hitt Kínverja þarna uppi á Grímsstöðum? „Nei, það var ekki mikið um Kínverja, allavega ekki meðan ég var þar að heyja,“ sagði Benedikt Arnórsson. /HKr. Grímsstaðir á Fjöllum þar sem Benedikt náði að heyja í sumar hluta af forða fyrir veturinn. Mynd / HKr. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Valtra N103 NÝTT! Meðal staðalbúnaðar má nefna: Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0402 Eigum úrval af nýjum og notuðum vélum á hagstæðu verði til afgreiðslu strax. H5 skipting frá Valtra. 4 rafskiptir gírar + 5 vökvaþrep í hverjum gír með sjálfskiptimöguleika Einstök Hitrol vökvaseigjutengsli (convertor) sem eykur alla mýkt er valbúnaður. Nýjungar: Valtra N103 H3 / H5 H3 týpa H5 týpa

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.