Bændablaðið - 23.01.2014, Síða 26

Bændablaðið - 23.01.2014, Síða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 að vita af sínu fólki á staðnum og gerir manni kleift að skjótast þangað í heimsókn hvenær sem færi gefst,“ segir Sigurgeir og líkir því að nokkru við afa- og ömmuhlutverkið. „Við getum skroppið og tekið þátt í því sem skemmtilegt er og eins þegar á þarf að halda og farið svo bara heim!“ Bætir hann við að það hafi raunar blundað í sér um skeið að breyta til, prófa eitthvað annað og nýtt. Reynslubolti í félagsmálum Sigurgeir hefur frá unga aldrei tekið þátt í félagsmálum og er mikill reynslu bolti á þeim vettvangi. Lét hann fyrst til sín taka í ungmennafélagsmálum, sat í sveitar stjórn Saurbæjarhrepps og var þar oddviti áður en sveitarfélagið sameinaðist Hrafnagils- og Öngulsstaða hreppi og varð Eyjafjarðar sveit og þá hefur hann verið í stjórnum Búnaðarfélaga og ýmissa félaga annarra eins og Félagi sauðfjár bænda í Eyjafirði og Félagi kúabænda auk búnaðarsambandsins, Búnaðarþings og öllu sem því fylgir. „Ég var nú alltaf af og til að lofa fjölskyldunni að hætta afskiptum mínum í þessum félagsmálum og stundum tókst það í smástund, en svo leið ekki að löngu þar til ég var komin á ný í eitthvert bras. Þetta félagsmálavafstur tekur tíma og kostar fjarveru frá heimili. en ég hafði alla tíð gaman af mannlegum samskiptum og það er auðvitað ómetanlegt að hafa kynnst öllu því góða fólki um land allt sem verið hefur með mér í þessu.“ /MÞÞ Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 15. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2014 Sumarið 2014 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2014. Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2014. Félagsmenn Bændasamtakanna eru hvattir til að nýta sér útleigu á sumarhúsum í sumar annaðhvort á Hólum í Hjaltadal eða á Flúðum í Hrunamannahreppi. Um er að ræða vel útbúin hús þar sem öll nútímaþægindi eru til staðar og gerður hefur verið góður rómur að. Margt fróðlegt og skemmtilegt er hægt að gera í námunda við orlofs- húsin og ber þar að nefna dvölina á Hólum að kíkja við í glæsilegri sundlaug á Hofsósi og skoða þar Vesturfararsetrið í leiðinni. Einnig er hægt að renna út á Siglufjörð og skoða Síldarminjasafnið og jafn- vel prófa nýleg Héðinsfjarðargöng í leiðinni. Að auki er mjög skemmti- legt að fara hringferð út á Skaga á ísbjarnarslóðir. Síðan má ekki gleyma þeim fjölmörgu bændum sem eru í nágrenni Hjaltadals og í nánd við Flúðir sem bjóða í heimsókn í gegnum Opinn landbúnað og er tilvalið fyrir gesti orlofshúsanna að bregða sér í heimsókn til starfsbræðra sinna. Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæðinu. Ylrækt er mikil og er þar einnig mesta svepparækt landsins. Alls konar afþreying sem tengist jarðhita stendur til boða og á Flúðum er góð sundlaug. Flestir ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Stutt er í veiði í ám og vötnum. Margir sögustaðir eru í grenndinni og má þar nefna kirkjustaðinn Hruna, en hann tengist sögunni „Dansinn í Hruna“, þegar kölski sjálfur kom nýársnótt eina, þegar heimamenn sátu að svalli og dansi í kirkjunni, og kippti snót einni niður í undirdjúpin. Skemmtilegur hringur, Gullfoss, Geysir, Skálholt, Sólheimar svo eitthvað sé nefnt. Árnes, Laugarás, Laugarvatn og margir fleiri áhugaverðir staðir. Hægt er að panta dvöl í sumar- húsunum, sem er vika í senn, hjá Halldóru Ólafsdóttur í gegnum netfangið ho@bondi.is eða í síma 563-0300. Sumarleiga orlofshúsa BÍ í fullum gangi Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.