Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Víðir H. Guðbjartsson keypti Grænuhlíð í Bakkadal í Arnarfirði árið 1995 og bjó þar fyrstu árin með um 450 fjár á vetrarfóðrum. María Friðgerður Bjarnadóttir flutti svo í Grænuhlíð 1998. Árið 2007 keyptu þau svo jörðina Feigsdal, sem er einnig í Bakkadal, og fjölguðu fénu nokkuð. Víðir er fæddur og uppalin í Feigsdal og bjó faðir hans Guðbjartur Ingi Bjarnason þar en hann lést árið 2006. Býli: Grænahlíð og einnig eigum við jörðina Feigsdal. Báðar jarðir eru í Bakkadal í Arnarfirði. Staðsett í sveit: Í Ketildalahrepp hinum forna í Arnarfirði. Ábúendur: Víðir H. Guðbjartsson og María Friðgerður Bjarnadóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum tvö í heimili og svo erum við með fimm fjárhunda. Stærð jarðar: Ef við vissum það nú. Gerð bús: Sauðfjárbúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir: Um 800 kindur á vetrarfóðrum, 8 hross og nokkrar hænur. Einnig erum við með æðarvarp sem telur um 1.000 fugla. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Það fer auðvitað eftir árstíma, núna eru það gjafir kvölds og morgna. Þess á milli er verið að ditta að og breyta. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Heyskapur, smala- mennskur og sauðburður (ef vel gengur) er skemmtilegast. Leiðinlegast er að dæla skít og það eru einu skiptin sem hægt væri að fá kotið fyrir lítið. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Nokkuð svipað og núna en það væri gaman að geta fjölgað fénu enn frekar (Víðir segir: Vonandi að verða stærri en Jói á Brjánslæk). Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Höfum ekki mikla skoðun á þeim. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum okkur frá Evrópusambandinu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti og mjólkurvörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og rollu snitzel í raspi. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: María segir að eftirminni- legast sé þegar hætt var að bera heyið fram jöturnar og þess í stað settur upp afrúllari með gjafavögnum. Víðir segir hins vegar að það hafi verið þegar fjárfest var í Taarup bio rúllu- bindivélinni, þá varð heyskapurinn fyrst skemmtilegur. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Kjúklingur á hvers manns disk Kjúklingur er frábær fæða og nýtur mikilla vinsælda. Kjötið er hægt að krydda á óteljandi vegu, sem gefur eldamennskunni ævintýralegan blæ. Hér er einföld uppskrift að sesamgljáðum kjúklingabringum ásamt kjúklingabollum á pinna, sem er ögrandi áskorun fyrir bragðlaukana. Sesamgljáð kjúklingabringa › 4 kjúklingabringur › 1 búnt basil eða önnur kryddjurt › 50 ml ólífuolía › Salt og pipar › 400 g sætar kartöflur › 400 g gulrætur › 50 ml sojasósa › 1 dós kókósmjólk Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnhiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. á 190 °C heitum ofni. Gott er að bera fram með sætum kartöflum og gulrótum sem er búið að rista á pönnu og baka í ofni þar til rótargrænmetið er orðið mjúkt. Kryddið með salti og pipar. Hellið kókósmjólkinni og soja- sósunni yfir bringurnar ásamt ristuðum sesamfræjum og kryddjurtum. Berið fram með góðu salati. Kjúklingabollur á pinna › 500 g kjúklingahakk › 2 hvítlauksrif, smátt söxuð › ¼ stk. laukur › 2 matskeiðar rauð paprika › 3 matskeiðar steinselja › 1 msk. kóríanderduft › 1 tsk. kúmenduft › ½ tsk. kanilduft › ¼ tsk. Cayenne-pipar › ¼ tsk. engiferduft › ¼ tsk. svartur pipar › 1 klípa salt › negull á hnífsoddi › múskat á hnífsoddi › 1 hvítlauksrif Saxið laukinn og papriku. Blandið öllum innihaldsefnum saman. Skiptið í 8 hluta. Formið bollur og setjið á tein. Geymið í kæli í 20 mínútur. Eldið á grilli eða á pönnu. Snúið á 2 mínútu fresti þar til fulleldað í gegn. Getur tekið um 6-10 mínútur. Berið fram með salati og hrísgrjónum. Köld sósa úr sýrðum rjóma fer ljómandi vel með kjúklingabollunum. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Grænidalur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.