Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Bændablaðið Kemur næst úr 6. febrúar Hækkandi hitastig sjávar: Þangbeltið úti fyrir Frakklandi hörfar – sumar fisktegundir missa uppvaxtarsvæði sín Fucus serratu. Hið útbreidda þangbelti við strönd Bretagne-skaga í Frakklandi lætur nú undan síga og gæti horfið. Við það glatast uppvaxtarsvæði margra fisktegunda, að því er fram kom í norska blaðinu Nationen fyrir skömmu. Það er hin mikilvæga þangtegund Fucus serratus, sem er stundum kallað tennt eða sagtennt þang, sem er í útrýmingarhættu á suðlægustu vaxtarsvæðum sínum í Evrópu. Það sýna rannsóknir Alexanders Jütterbock við Háskólann í Bodö í Noregi. Í nýbirtri doktorsritgerð hans vísar hann til þess að tegundir jurta geta aðlagað sig á þrennan hátt að breyttum vaxtarskilyrðum; með því að færa sig til, með því að laga sig að nýjum skilyrðum og með því að breyta erfðaeiginleikum sínum. Í því sambandi hefur hann einkum rannsakað sagþangið. Hann hefur rannsakað hvernig hækkun hitastigs sjávar hefur áhrif á lífsskilyrði þess og möguleika til að laga sig að þeim en í umhverfi þess alast upp margar fisktegundir. Rannsóknirnar spanna fjögur ólík uppvaxtarsvæði þangs; norðvestur hluta Spánar, Bretagne- skaga í Frakklandi, Danmörku norðvestanverða og Austur- Finnmörk í Noregi. Tilraunir hafa verið gerðar þar sem hitastig í umhverfi sagþangsins hefur verið hækkað upp í það sem svarar til hitastigs hitabylgja í Evrópu á árunum 2003 og 2007 og gáfu þær tilraunir skýr svör. Við áframhaldandi hækkun hitastigs sjávar mun sagtennt þang hverfa á suðlægum vaxtarslóðum þess fyrir aldamótin 2.200 en hugsanlegt er að það muni flytja sig norður á bóginn svo sem til Íslands, Suður-Grænlands og Svalbarða. Þýtt og endursagt /ME Norski þróunarsjóðurinn (Utviklingsfondet) útnefndi síðla á síðasta ári smábændur í þróunarlöndunum sem „ofurhetjur“ samtímans. Greint var frá þessu í Bondebladet. Þ e s s i r bændur eru um hálfur milljarður að tölu. Þeir f ramle iða m a t v æ l i og berjast gegn fátækt í heiminum. Þá leggja þeir sitt af mörkum í baráttunni við veðurfarsbreytingarnar sem nú eiga sér stað á Jörðinni. Francisco Olivas í Nicaragua, Fitsumbran Gdey í Eþíópu eða Johan Svärd á Haðalandi í Noregi telja sig sjálfsagt ekki neinar ofurhetjur en okkur finnst þeir vera dæmigerðir fulltrúar þeirra. Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna varar við samdrætti í uppskeru víða um heim vegna breytinga á veðurfari. Smábændur í fátækum löndum framleiða um þessar mundir stóran hluta af matvælum þjóða sinna um leið og þeir finna verulega fyrir þeim veðurfarsbreytingum sem nú eiga sér stað í umhverfi þeirra. Þeir gegna mikilvægu hlutverki, bæði í baráttunni við fátækt og við að tryggja matvælaöflun. Smábændur eru gjarnan opnir fyrir sjálfbærum ræktunaraðferðum, m.a. vegna þess að þeir hafa ekki ráð á að kaupa vélar og verkfæri né áburð eða jurtavarnarefni. Í stað þess nota þeir ódýrar aðferðir sem fara vel með akrana. Sjálfbær landbúnaður verður ekki stundaður nema með miklu vinnuframlagi og kunnáttu, en hann getur þó skilað góðum tekjum. Hann er einnig góð vörn gegn veðurfarsbreytingum og uppskerubresti. Ofurbóndinn Fitsumbran í Eþíópíu ræktar grænmeti og ávexti á landi sínu. Hún ræktar saman margar tegundir en er líka með geitur og kú og selur afurðir sínar á þorpsmarkaðnum. Hið sama gerir Francisco í Níkaragvaa. Hann er félagsmaður í samvinnufélagi og stundar vistvænan landbúnað. Hann ræktar yfir 30 tegundir nytjajurta. Það kostar mikla vinnu en skilar líka góðum árangri. Alþjóðlegar álitsgerðir greina frá því að landbúnaður sé hluti af lausn veðurfarsvandamála á Jörðinni. En til að innleiða sjálfbæran landbúnað þarf þekkingu, leiðbeinendur og sameinað alþjóðlegt átak. Upplýsa verður bændur um það hvaða tegundir nytjajurta auðga jarðveginn af köfnunarefni og hvaða jurtir útrýma ekki öðrum tegundum. Í Asíu hafa bændur lært að nota endur eða fiska til að vinna gegn illgresi og skordýrum í ökrunum. Síðan er unnt að veiða fiskinn til matar og úrgangurinn frá honum nýtist sem áburður. Þessi búskapur hefur aukið uppskeru um allt að 20%, eiturefnanotkun hefur minnkað og tekjur aukist um 80%. Nærtækt er að halda því fram að það sé smábóndinn sem eigi framtíðina. Þýtt og endursagt /ME Smábændur í þróunarlöndunum: Útnefndir ofurhetjur samtímans Smábændur í þróunar- landi. Mynd / FAO Nokkur undanfarin ár hafa vísinda menn velt því fyrir sér hvað sé að gerast á sólinni. Aukin regluleg virkni sem hefði átt að vera að ná hámarki um þessar mundir hefur ekki látið á sér kræla og lítið sem ekkert um sólbletti. Eru vísindamenn nú jafnvel farnir að gera því skóna að þetta ástand kunni að leiða til mikillar kólnunar á jörðinni á komandi árum. Er jafnvel farið að tala um möguleika á lítilli ísöld á norðurhveli jarðar á næstu áratugum í þessu samhengi. „Það er sama hvaða mælikvarða þú notar, sólgos eru að hverfa,“ sagði Richard Harrison í Rutherford Appleton Laboratory í Oxford-skíri í samtali við BBC nýverið. „Ég er búinn að vera sóleðlisfræðingur í 30 ár og hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Harrison segir að þetta fyrirbæri geti leitt til kaldari vetra eða það sem kallað er Maunder Minimum eins og ríkti á norðurhveli jarðar í kringum 1645 – „Þá voru kaldir vetur, nærri því ísöld. Þá komu tímabil þegar Thames-áin fraus. Við höfum rannsóknir sem ná yfir 400 ár og ástandið núna svipar mjög til þess sem var þegar Maunder Minumum var að byrja.“ Áhrif af völdum mannsins sögð kunna að hafa gagnstæð áhrif Mikið hefur verið fjallað um málið undanfarna daga í breskum fjölmiðlum. Þar hefur umfjöllun BBC verið áberandi. Í vefútgáfu Daily Mail segir m.a.: „Vísindamenn vara við því að sólin sé farin að sofa.“ Það er þó greinilegt að vísinda- menn reyna að hughreysta almenning í kjölfar þessara fregna og Lucie Green í University College London telur að annað kunni að verða uppi á teningnum nú vegna starfsemi mannsins. „Jörðin sem við lifum á núna er mjög mikið öðruvísi. Áhrif af starfsemi mannsins vega upp á móti þessu. Það er því erfitt að segja til um hverjar afleiðingarnar kunna að verða.“ Samkvæmt þessum orðum Green mætti ætla að fagna beri áhrifum loftmengunar af völdum mannsins. Ljóst virðist þó að vísindamenn eru mjög tvístígandi um mat á ástand- inu. Hrynja núverandi veðurkerfi? Michael Lockwood hjá Háskólanum í Reading segir að lækkað hitastig geti haft áhrif á svokallaða þotustrauma í háloftunum um allan heim. Það geti leitt til þess að veðurkerfin eins og við þekkjum þau hreinlega hrynji. Hann hefur áður komið fram með kenningu um að samhengi sé á milli lítillar sólarvirkni og kaldra vetra í Norður-Evrópu. Á grund- velli umfangsmikillar tölfræði hefur Lockwood komist að því að kaldir vetur í Evrópu tengjast lágri virkni sólar – síðasta dæmið er veturinn 2009 til 2010. Lítil ísöld innan 40 ára? „Við áætlum að það séu 10 til 20% líkur á að við munum vera í Maunder Minimum ástandi innan 40 ára,“ segir Lockwood. Kenningar og stór áform í uppnámi Ef þessar vangaveltur vísindamanna um kólnun jarðar reynast réttar munu öll áform um jarðefnanýtingu á norðurheimskautssvæðinu, sem og framtíðarsiglingar yfir norðurpólinn, vera í uppnámi. Á árinu 2010 bentu nýjar rannsóknir til að sólin væri sé alls ekki jafn stöðug og talið hefur verið. Nú þrem árum síðar virðast vísindamenn vera að styrkjast í spám sínum um kólnandi veðurfar. Eitt greinilegt frávik felst í fjölda sólgosa. Á síðustu 300 árum hafa sól- gosin komið og farið í 11 ára lotum. Síðasta hringrásin hefur staðið óvenju lengi yfir og eins hafa komið margra vikna tímabil án sólgosa. Þetta töldu vísindamenn vísbendingu um óþekkt ferli í iðrum sólar sem kynni að hafa mikil áhrif á loftslag jarðar. Staðreyndin er að fjöldi sólbletta frá 2011 hefur verið minni en vísindamenn telja eðlilegt. /HKr. Langvarandi lítil virkni á sólinni vekur ugg: Sumir vísindamenn telja að lítil ísöld geti mögulega verið í uppsiglingu – segja ástandið álíka og í upphafi svipaðs ferlis upp úr árinu 1600 Lægðin í virkni sólar á milli 1650 til 1700 er kölluð Maunder Minimum, en þá ríkti það sem menn hafa kallað litla ísöld.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.