Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Lesendabás Í fyrsta skipti á ævinni langaði mig til að vera þátttakandi í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari, 10. janúar síðastliðinn. Eingöngu til þess að koma málstað okkar veiðimanna að, svo hef ég líka oft vitað svörin við hinum og þessum spurningum í gegnum alla þættina, en hver hefur það ekki. Spurningahöfundurinn Stefán Pálsson spurði um dýr, þar sem fækkun hefur verið í stofnstærð þessa dýrs og ástæðan sögð vera fækkun í sandsílastofni. Ég vil taka fram að mér finnst Stefán Pálsson skemmtilegur spurningahöfundur, hugmynda- ríkur, víðlesinn og veit allt um hvaða drykkur er sá þriðji vinsælasti á eftir vatni og te. Ég fæ mér oft svoleiðis drykk. Þarna held ég spurninga- höfundurinn hafi verið að lesa úr rannsókn Rannveigar Magnús- dóttur og Náttúrustofu Vesturlands. Auðvitað getur Stefán ekki annað en trúað því sem hann les. Sá sem lifir og hrærist í heimi minksins hefur aðra sýn á skýrsluna og les hana með gagnrýnum gleraugum. Spurningin var svo hljóðandi: „Spurt er um lífveru. Lífvera þessi er til í tveimur afbrigðum, því evrópska og hinu norður- ameríska, og hefur evrópska afbrigðið látið heldur undan síga í seinni tíð, meðal annars vegna aukinnar útbreiðslu þess Ameríska. Landnám þessarar lífveru á Íslandi hófst á tuttugustu öld, stofninn óx jafnt og þétt í fyrstu en hefur minnkað undanfarin ár, ekki hvað síst vegna fækkunar í sandsílastofninum. Hvaða lífvera er þetta?“ Það kom í ljós að þetta með sandsílið ruglaði keppendur svo rækilega að hvorugt liðið gat svarað spurningunni, þáttastjórnendurnir voru líka hálf kindarlegir þegar þeir lásu svo upp svarið við spurningunni. Þóra: „Ég held að spurninga- höfundi hafi tekist að afvegaleiða alla með því (inngrip: með sandsílunum) með sandsílunum, einmitt. Af því að minkum hefur fækkað vegna þess að fuglum hefur fækkað, helsta æti minksins sem sé…….“ Ég vissi svarið en spurningin var vitlaus að mestu leyti. Að vísu er þetta bara spurningaþáttur en ekki nákvæmisútlistun á öllum fyrirbærum sem til umfjöllunar eru í svona þáttum. Ég vildi aðeins benda á þátt okkar veiðimanna í fækkun minksins, en vísindamenn taka sjaldnast þann þátt inn í sínar rannsóknir, nema þegar um rjúpnaveiðar er um að ræða, þá er fækkunin svo til eingöngu veiðimönnum að kenna. Það vita allir sem eitthvað hugsa um náttúruna hvað er þess valdandi að sandsílið er að hverfa, það er makríllinn. Hann fer um eins og engisprettufaraldur í lífríki hafsins og étur allt sem á vegi hans verður. Til þess að bæta afkomu sjófuglanna þarf að veiða makrílinn í miklum mæli. Það má líkja þessum fiski við plágu sem herjar á allt líf í sjónum. En það er annar kapítuli út af fyrir sig. Úr skýrslu Rannveigar: „Fæðuval var mismunandi eftir því hvort um var að ræða mink við sjávarsíðuna eða við ferskvatn inn til landsins. Við sjóinn voru helstu fæðutegundir grunnsævis- og fjörufiskarnir sprett fiskur, keilubróðir og mar- hnútur, ásamt öndum, vaðfuglum, fýl, svartfuglum, hagamúsum og hrygg leysingjum. Við ferskvatn voru laxfiskar mjög mikil- vægir en hornsíli einnig étin, ásamt vaðfuglum, öndum, fýl, hagamúsum o.fl. Fiskar eru stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis.“ Þarna sést að upptalningin er frekar ónákvæm, hvað annað er í boði fyrir minkinn? Við vitum að hann er ekki grasæta. Það er dálítið djarft að kenna sandsílunum um fækkunina. Minkurinn er með mikla aðlögunarhæfni og étur nánast allt sem að kjafti kemur. Það kemur fram í skýrslunni að minkurinn étur meira af farfuglum yfir sumartímann og fiskur er uppistaða fæðunnar á veturna. Frá árinu 2003, sem er byrjunarár fækkunarinnar, samkvæmt skýrslu Ragnheiðar, til ársins 2012 höfum við veiðimenn veitt 65.555 minka. Þetta eru tölur úr veiðidagbók útgefinni af Umhverfisstofnun. Það gera um 6.500 minka á ári í tíu ár, svo allir ættu að sjá að veiðin hefur áhrif. Áki Ármann Jónsson skrifaði árið 2005 í Veiðidagbókina frá Umhverfisstofnun að minka- stofninn væri á bilinu 7.000 til 70.000 dýr. Ef við áætlum að talan sé þarna mitt á milli er það um 30.000 minkar, meðalveiði á ári er um 6.500 minkar, sem er um það bil ¼ af stofninum. Er ekki allt í lagi að taka það með í reikninginn? Jón Pétursson, minkaveiðimaður 15 stiga spurningin Minkahundurinn Tyson með nýveiddan mink í kjaftinum. Mynd / Birgir Hauksson Stjórnendur fyrirtækja eru ávallt að skoða leiðir til að bæta rekstur inn, hvort sem það felst í að auka markaðshlutdeild, minnka rekstrarkostnað, lágmarka áhættu eða auka ánægju viðskiptavina. Slíkt á ekki síst við í ört vaxandi ferðaþjónustu. Gott gæðastjórnunarkerfi gefur þann ramma sem þarf til að bæta starfsemina á hverjum þeim þáttum sem óskað er eftir í fyrirtækjarekstri. Þar má benda á ISO 9001, sem er eitt stærsta og árangursríkasta gæðakerfi í heiminum í dag. Það er ekki til- viljun að yfir 750 milljón fyrirtækja í 161 landi hafa innleitt þetta gæða- stjórnunarkerfi með góðum árangri. Stjórnkerfið tryggir að fyrirtækið nái meiri árangri með því að skapa ánægju viðskiptavina, hvetja starfsmenn sína og vera stöðugt að bæta starfsemina. Tilgangur með gæðakerfinu er að gera fyrirtækið öflugt í rekstri, styrkja markaðsstöðu þess og koma í veg fyrir mistök og sóun. Eitt af lykilatriðum er að veita viðskiptavinum tryggð, ánægju og öryggi sem skilar sér í endurkomu til fyrirtækisins. Allir starfsmenn eru virkjaðir við innleiðinguna á gæðakerfinu með sérstakri þjálfun. Starfsmenn öðlast um leið meiri ábyrgð, fá aukið hlut- verk, meiri skilning á því sem skiptir máli og starfsánægja eykst. Þannig verður allt skipulag og verklag verður skilvirkara. Við erum ekki ein í heiminum, samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði. Því er nauðsynlegt að menn tileinki sér vinnubrögð gæðastjórnunar. Taki til í rekstrinum, veri skrefi á undan með gæðakerfi sem virkar. Þannig má auka arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækisins. Kristín Þórarinsdóttir og Steingerður Þorgilsdóttir Höfundar greinar eru ráðgjafar í gæðamálum hjá PDCA ráð- gjöfum www.pdca.is Bætt arðsemi og samkeppnishæfni í fyrirtækjarekstri: Gæðakerfi ISO 9001 er svarið Kristín Þórarinsdóttir Steingerður Þorgilsdóttir Matvælastofnun Íslands hefur veitt Sláturhúsi SKVH á Hvammstanga leyfi til kanínuslátrunar og er nú unnið að því að koma upp viðeigandi aðstöðu til slíkrar slátrunar sem er nýlunda hér á landi. Birgit Kositzke kanínubóndi í Húnaþingi vestra er ánægð með að niðurstaða hefur nú fengist í sláturleyfismálinu. Birgit flutti kanínubúskap sinn á liðnu hausti frá Tjarnarkoti að Kárastöðum, um 5 kílómetra norðan við Hvammstanga. Þar er hún nú með um 60 ræktunarkanínur, „og ég er nú að undirbúa það að fjölga þeim og á von á fyrstu ungarnir komi í heiminn innan tíðar,“ segir hún. Innréttar á Kárastöðum Fyrirhugað er að innrétta það húsnæði sem Birgit hefur til umráða á Kárastöðum, m.a. að koma upp sjálfvirku brynningarkerfi, fjölda búa á gotsvæði, einangra og breyta rafmagnskerfi. „Og svo þarf að taka til og þrífa, þannig að það verður nóg að gera hjá mér næstu mánuði,“ segir hún. Þá dreymir hana um að skipta um veggi á hlut hússins og setja upp plastglugga til að hleypa meiri birtu inn í húsið. Eins gengur hún með þá hugmynd að gera húsið þannig úr garði að hægt verði að taka á móti gestum þannig að þeir geti kynnt sér kanínubúskapinn. „Það er markmiðið, en enn er það á hugmyndastigi.“ Styrkur úr Vaxtarsamningi Í liðinni viku fékk Birgit styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vesta til að útbúa bækling með uppskriftum að kanínukjöti, bæta vefsíðu og halda námskeið næsta haust þar sem fjallað verður um kanínuslátrun, meðhöndlun kjötsins og möguleika á að vinna ýmsar vörur úr því. Af því tilefni eru væntanlegir til Íslands tveir þýskir sérfræðingar á því sviði. „Ég stefni að því að senda fyrsta kanínukjötið á markað hér á landi fyrir jólin og er að byggja upp ræktunarhóp með um 170 dýrum. Frá og með næsta ári, 2015 ætti hópurinn að vera orðin nægilega stór til að hægt verði að slátra reglulega. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður kanínuræktin komin á fullt skrið árið 2018, það er planið sem ég vinn eftir,“ segir Birgit. Handverksfólk mun nýta skinnið Hún bendir á að það sé ekki einungis kjötið sem hægt er að nýta, handverksfólk bæði í héraði og víðar muni án efa nýta sér það skinn og leður sem til fellur. Á meðan Birgit beið eftir sláturleyfinu sem er forsenda þess að hægt verði að bjóða kanínukjötið á íslenskum markaði nýtti hún tímann í tilraunir með kanínuskinnið og var það unnið á mismunandi hátt. Birgit er fullviss um að eftir- spurn verði eftir kanínukjöti þegar það kemur á markað hér á landi síðla árs, en markaðskönnun sem gerð var fyrir fáum misserum benti eindregið til þess að Íslendingar myndu taka slíku kjöti fagnandi. /MÞÞ Sláturhús SKVH á Hvammstanga með leyfi til kanínuslátrunar: Fyrsta kanínukjötið á markað hér fyrir næstu jól

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.