Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1994, Page 266

Skírnir - 01.09.1994, Page 266
536 STEFÁN SNÆVARR SKÍRNIR á að menn hafi ekkert gefið eðli. „Þroskað“ samfélag mótar þá með öðr- um hætti, eykur manngæsku þeirra meir en „vanþroska“ samfélag. En eykst mannúð í raun og sann? Ber síaukið ofbeldi í „þroskuðum" þjóðfélögum Vesturlanda vitni um þverrandi kaldlyndi? Kristján ræðst til atlögu við „goðsögnina um göfuga villimanninn", þ.e. hugmyndina um að mannskepnan fæðist góð en spillist af siðmenningunni (bls. 139). En í hita leiksins býr hann til aðra goðsögn engu betri, „goðsöguna um grimma villimanninn". Þá sögu hefði hann mátt segja eskimóum fyrri alda sem gerðu út um ágreiningsmál sín með því að kveðast á, enda áttu þeir ekki einu sinni orð yfir stríð. Og fornleifafundir benda til þess að fyrstu akuryrkjusamfélögin hafi verið friðsæl. Til dæmis voru elstu bæir í Mið-Austurlöndum ekki víggirtir og engin merki finnast um bardaga innan bæjarmarkanna. Því verður ekki séð að mannúð hafi aukist í tím- ans rás. Menn geta velt því fyrir sér hvort Kristján geti bæði sagt að mannúð vaxi og um leið gefið í skyn að mannskepnan sé síngjörn í eðli sínu (bls. 27). Ef mannúð eykst þá minnkar eigingirnin. En tæpast dregur úr sér- gæsku ef hún er oss ásköpuð. Og er hægt að telja mál og sál einnar rótar um leið og maður segir manneðlið stöðugt? Kristján segir að í máli eyj- arskeggja á eynni Tongu hafi ekki verið til neitt orð sem samsvari orðinu „loforð". Innfæddum var um megn að skilja hvað útlendingar áttu við er þeir sögðust lofa hinu og þessu (bls. 183). Samkvæmt kokkabókum Kristjáns (og undirritaðs) hlýtur þetta fólk að hugsa öðru vísi en við. Og ef rétt er hlýtur tilgátan um stöðugleik manneðlisins að veikjast fyrir vikið. Valur eða örn ? Kristján Kristjánsson er fremur veiðifálki en örn. Rétt eins og fálkinn hremmir smávaxna bráð af firnamiklu öryggi er Kristján geysinaskur að greina vel afmörkuð vandamál. En enn sem komið er hefur Kristján ekki öðlast heildarsýn arnarins. Hann er mjög vel lesinn í greiningarspeki, illa í meginlandsspeki; hann skortir heimspekilega heildarsýn. Honum er svo starsýnt á einstakar mótbárur gegn nytjastefnunni að hann missir sjónar af helsta keppinaut hennar, lögmálshyggjunni. Skortur á heildarsýn veldur því líka að Kristján er stundum ósamkvæmur sjálfum sér. Hann getur ekki bæði sagst fylgja siðferðilegri hluthyggju og talið réttmæti siðaboða vild- arefni. Ekki er heldur við hæfi að trúa jafnt á málháttarkenningu Wittg- ensteins og því að einstaklingurinn sé upprunalegri en samfélagið. Og það skýtur skökku við að segja annars vegar að manneðlið sé stöðugt, hins vegar að mannúð fari vaxandi. Ein-sýni Kristjáns veldur því að hann sér ekki fjölbreytni skynsem- innar. Hann talar eins og mönnum sé ekki gefið siðvit til annars en að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.