Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 • Fargjaldið veitir ekki vildarpunkta • Flug, gisting og skoðunarferðir er ekki endurgreitt nema veður hamli flugi • Lágmarksfjöldi er 15 manns • Greiða verður með 4 vikna fyrirvara ÍSAFJÖRÐUR AÐ HAUSTI FERÐ FYRIR ELDRI BORGARA DAGANA 25. – 26. ÁGÚST 2015 Bókanlegt hjá hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3075 virka daga milli kl. 09:00 og 16:00 eða með tölvupósti hopadeild@flugfelag.is 68.900 kr. 75.600 kr. Verð á mann í tveggja manna herbergi Verð á mann í eins manns herbergi ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST • Brottför frá Reykjavíkurflugvelli kl. 08:00 og lent á Ísafirði kl. 08:40. • Dagsferð: Þingeyri – Vélsmiðja – Víkingasvæði – Reiðhöllin. Boðið upp á ýmsar uppákomur og veitingar. • Þriggja rétta kvöldverður á Hótel Ísafirði. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST • Perlan í Djúpinu, dagsferð í Vigur. Farið er með farþegabát inn um Djúp og siglt nærri landi. Gönguferð um eyjuna & fuglaskoðun. • Frjáls tími fram að brottför frá hóteli kl. 19:00. • Brottför frá Ísafirði kl. 19:50. INNIFALIÐ: • Flug til og frá Ísafirði. • Gisting á hótel Ísafirði í eina nótt með morgunmat. • Rúta til og frá flugvelli. • Skoðunarferðir ásamt leiðsögn 25. og 26. ágúst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að forvígis- menn Evrópusambandsins virði að fullu ákvörðun íslenskra stjórn- valda um að afturkalla aðildar- umsókn Íslands að sambandinu. Þeir hafi góðan skilning á þeirri afstöðu. „Ríki Evrópusambandsins eru okkar mikilvægustu viðskipta- aðilar og nánar vinaþjóðir. Að Ís- land sé ekki lengur umsóknarríki breytir engu þar um,“ sagði hann eftir fund sinn með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins, í Brussel í gær. „Við vorum sammála um að horfa til framtíðar og leggja áherslu á framkvæmd EES- samningsins, sem reynst hefur samningsaðilum farsællega í rúm tuttugu ár,“ sagði hann. Samskipti Íslands og ESB væru mjög góð og stæðu á traustum grunni. Virða ákvörðun stjórnvalda  Forsætisráðherra fundaði í Brussel Ljósmynd/ESB Funda Sigmundur Davíð og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB. Síldarvinnslan hf. hefur keypt frystitogarann Frera RE-73 af Ögurvík hf. og gerir hann nú út undir nafninu Blængur NK-125. Skipið hefur legið í Reykjavíkur- höfn síðustu ár eftir að Ögurvík lagði honum, að eigin sögn vegna hárra veiðigjalda. Nú heldur það aftur á miðin frá Neskaupstað. Stefnt var að því að fara fyrsta túrinn frá Neskaupstað í gær, undir skipstjórn Sigtryggs Gíslasonar. Tuttugu og fjögurra manna áhöfn er um borð og verður hann gerður út á ufsa, grálúðu og annan botn- fisk að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnsl- unnar. Skipið keypt nýtt 1974 Freri RE var smíðaður í Astilla- ros Luzuriaga-skipasmíðastöðinni á Spáni og keyptur nýr til landsins árið 1974 af Bæjarútgerð Reykja- víkur en hét þá Ingólfur Arnarson. Ögurvík keypti hann árið 1985 og var hann gerður út frá Reykjavík þann tíma. Skipið er hið þriðja í röð svokallaðra Spánartogara sem keyptir voru á áttunda áratugnum. Þeir þóttu viðbrigði fyrir það að þeir voru stærri en tíðkast hafði áð- ur. Blængur NK er 79 metra langur og búinn 5.000 hestafla vél. Honum var breytt árið 2000 og lengdur um tíu metra í núverandi stærð og bún- aður hans endurnýjaður. Síldarvinnslan hf rekur starfs- stöðvar í Neskaupstað, Helguvík og Seyðisfirði og stundar bæði útgerð og fiskvinnslu. Þegar gerir félagið út skipin Barða, Bjart, Börk, Beiti og Birting NK. Að hlutdeildar- félögum meðtöldum er félagið með starfsstöðvar á 13 stöðum á land- inu. Makríl- og síldarvertíð félags- ins er að hefjast og hefur það ráðið 50 manns í sumarstörf í Neskaup- stað. bso@mbl.is Freri fékk nafnið Blængur Morgunblaðið/Árni Sæberg Farinn til veiða Togarinn Freri siglir úr Reykjavíkurhöfn.  Síldarvinnslan hf. hefur keypt togarann af Ögurvík Hafnarlestin verður í fyrsta sinn í sumar í ferðum fyrir almenning um Reykjavíkurhöfn um helgina. Lestin mun fara á heila tímanum frá klukkan 13 og tekur hver ferð um 30 mínútur, þar sem ekið er frá Ægisgarði, að Hvalasafninu úti á Granda og til baka. Lestin tekur um 50 manns í sæti, fer ekki hratt yfir og ætti því að henta fólki á öllum aldri. „Tilvalið er fyrir fjölskyldufólk að skella sér í ferð og njóta þess sem hafnarsvæðið hefur upp á að bjóða en umhverfi hafnarinnar hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin misseri,“ segir m.a. í tilkynningu. Hafnarlestin af stað í dag Reykjavíkurhöfn Hafnarlestin fer af stað í dag, í fyrsta sinn í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.