Morgunblaðið - 11.07.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 11.07.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Landsbankinn hefur hafnað mörg- um ódýrari lóðakostum en lóðinni við hliðina á Hörpunni sem bankinn hyggst reisa höfuðstöðvar sínar á. Þetta herma heimildir Morgunblaðs- ins. Mannverk var eitt þeirra fyrir- tækja sem buðu bankanum lóð en var hafnað. Hjalti Gylfason, framkvæmda- stjóri Mannverks, segist ekki sjá nein rök sem mæla með því að rík- isbanki byggi á svo dýrum stað sem lóðin við Hörpuna er. Mannverk bauð bankanum Fiskislóð 33-37 á Granda í 101 Reykjavík. Samkvæmt Mannverki er heildarkostnaður byggingar á Fiskislóð að sömu stærð og fyrirhugað að reisa við Hörpuna 5-6 milljarðar með lóðinni, en áætlað er að höfuðstöðvar bankans í Aust- urhöfn muni kosta 8 milljarða króna. Eftirspurn eftir lóðum Hjalti telur að Landsbankinn geti líklega selt lóðina fyrir 500 milljón- um meira en þeir keyptu lóðina á fyr- ir nokkrum árum. Væri þá heildar- sparnaður fyrir bankann, sem er í ríkiseigu, 2,5 - 3,5 milljarðar króna. „Þeir keyptu lóðina áður en upp- bygging hófst aftur fyrir alvöru í Reykjavík og fengu hana á mjög góðu verði. Ef þeir færðu sig annað og keyptu þar húsnæði með ódýrara lóðaverði gætu þeir selt þessa lóð aftur, en það er gríðarleg eftirspurn eftir lóðum á þessi svæði. Ein rökin hjá þeim er að þeir hafi fengið þessa lóð ódýrt en hún er samt mjög mikils virði, þannig ef þeir selja hana og færa sig þá verður umtalsverður sparnaður fyrir vikið,“ segir Hjalti. Að mati Hjalta hefur lóðin á Fiski- slóð þá kosti, fyrir utan sparnaðinn fyrir ríkið, að aðkoma er betri fyrir viðskiptavini og starfsmenn, nóg er af bílastæðum og það er útsýni yfir sjóinn. Þá væri einnig hægt að nýta lóðina við hliðina á Hörpu undir aðra starfsemi en „risavaxnar höfuð- stöðvar ríkisbanka“. Þá segir hann Landsbankann ef- laust hafa fengið margar kynningar á öðrum möguleikum en Austurhöfn og að Mannverk hafi haft einn slíkan valkost. „Þannig að þetta snýst ekki bara um Fiskislóðina heldur líka aðra möguleika heilt yfir,“ segir Hjalti og bætir við að lokum: „Hvað gæti t.d. Landspítalinn keypt mörg ný tæki fyrir þrjá milljarða?“ Gætu sparað sér milljarða  Landsbankinn hafnaði tilboði Mannverks um lóð á Granda undir höfuðstöðvar  Framkvæmdastjóri Mannverks segir bankann geta sparað allt að 3,5 milljarða Hafnað Tillaga Mannverks að mögulegri uppbyggingu við Fiskislóð. Tillaga að byggingu Fiskislóð 33-37 Fiskislóð á Granda Grunnkort/Loftmyndir ehf. Lóð undir væntanlegar höfuð- stöðvar Landsbank- ans við Austurhöfn var keypt á tæplega einn milljarð króna. Krist- ján Krist- jánsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir staðsetningu lóðarinnar henta mjög vel undir alla starfsemi bankans. „Við vorum búnir að skoða margar lóðir en það er nú ekki svo að bankinn geti staðsett sig hvar sem er,“ segir Kristján um til- boð Mannverks og bendir á að Landsbankinn vilji hér eftir sem hingað til vera í miðborginni. Hafa höfuðstöðvar hans t.a.m. verið við Austurstræti síðan fyr- ir aldamótin 1900. „Við skil- greinum okkur sem miðborgar- fyrirtæki og sækjumst því eftir að vera þar.“ Á heimasíðu Landsbankans kemur m.a. fram að Austurhöfn sé „besti kosturinn“. Eru þar nefnd dæmi um lóðaverð fyrir skrifstofuhúsnæði í Reykjavík. Fermetraverð í miðborginni er 75.000-100.000 kr., í Borg- artúni/Höfðatúni 60.000- 70.000 kr. og 40.000-45.000 kr. við Suðurlandsbraut/ Grensás/Skeifu. Lóð Lands- bankans kostaði 957 milljónir eða sem nemur 58.000 kr. á fer- metrann. 58.000 kr. á fermetrann HÖFUÐSTÖÐVARNAR Kristján Kristjánsson Íþróttafélagið Magni á Grenivík varð 100 ára í gær og hélt upp á daginn með 4:0 sigri á Berserkjum í 3. deildinni í fótbolta á heimavelli. Margt var um manninn á vell- inum og stemningin góð, eins og nærri má geta, en Magni er lang- efstur í deildinni. Lars Óli Jessen gerði fyrsta markið eftir 50 sekúndur, Andrés Vilhjálmsson, Andri Jens Alberts- son og Orri Freyr Hjaltalín (víti) gerðu hin mörkin. Sumir líktu því við 100 ára afmæli félagsins að Atli Jens skyldi skora; varnarmaðurinn stóri sem lék með Þór árum saman en gekk til liðs við Magna í vetur hefur nefnilega aldrei skorað áður í leik; ekki einu sinni í yngri flokk- unum! Þorsteinn Þormóðsson, formaður Magna, er himinlifandi með áfang- ann. „Magni er gríðarlega mikil- vægur fyrir sveitarfélagið og hefur verið lengi. Við sinnum miklu krakkastarfi og félagið nýtur mikils stuðnings bæði fólks og fyrirtækja.“ Boðið var upp á afmælistertu eftir leik en formlega verður haldið upp á afmælið á Grenivíkurgleðinni um miðjan ágúst. skapti@mbl.is Vinna Strákarnir sem sáu um markatöfluna höfðu nóg að gera í fyrri hálfleik en þurftu hvorki að hreyfa legg né lið í seinni. Magnamenn Oddgeir Ísaksson, fyrrverandi útgerðarmaður, og Stefán Pálmason, sem lengi hefur starfað fyrir Magna. Veitingar Áhorfendum var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki í leikhléinu. Heimir Ásgeirsson í hlutverki vertsins. „Magni gríðarlega mikilvægur í samfélaginu“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Strax af stað Magnamenn fagna fyrsta marki gærkvöldsins, sem Lars Óli Jessen skoraði með skalla fimmtíu sekúndum eftir að dómarinn flautaði til leiks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.