Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann teldi að vest- urveldin og Íran næðu brátt sam- komulagi um kjarnorkuáætlun Ír- ana. Viðræður hafa staðið yfir und- anfarnar vikur í Vínarborg. Vonast var til að niðurstaða fengist nú í vikulokin en það tókst ekki. „Okkur miðar áfram en afar hægt. Það eru enn óafgreidd mál,“ sagði Philip Hammond, utanrík- isráðherra Breta, í gær. Íranar sökuðu vesturveldin í gær um að draga lappirnar í viðræðun- um. Segir samkomulag við Íran í sjónmáli Samningar Utanríkisráðherra Írans ræðir við fréttamenn af hótelsvölum í Vín. Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Evruhópurinn, sem skipaður er fjár- málaráðherrum evruríkjanna, segir að efnahagsáætlun sú, sem Grikkir lögðu fram á fimmtudagskvöld, sé ýtarleg. Áætlunin er forsenda þess, að Evrópusambandið fallist á að veita Grikkjum ný neyðarlán. Jeroen Dijsselbloem, forseti evruhópsins, sagði að hægt yrði að taka mikil- væga ákvörðun í málinu á fundi fjár- málaráðherra evruríkjanna í dag. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sendi áætlunina til lánardrottna gríska ríkisins: Evr- ópusambandsins, Seðlabanka Evr- ópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í henni er fallist á margar þeirra krafna um niðurskurð og skatta- hækkanir, sem gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu sl. sunnu- dag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Dijsselbloem héldu símafund í gær um áætlun Grikkja. Dijsselbloem sagði á blaðamanna- fundi, að gríska áætlunin væri ýtar- leg og yrði enn trúverðugri ef hún hlyti staðfestingu gríska þingsins. „En hvað sem því líður verðum við að íhuga vandlega hvort tillögurnar eru góðar og raunhæfar. Þetta er stór ákvörðun, hver sem niðurstaðan verður.“ Gríska þingið ræddi áætlunina í gærkvöldi en niðurstaða umræðunn- ar lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Vonast eftir niðurstöðu í dag Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast í Brussel í dag til að fjalla um málið. Þá ætla leiðtogar evruríkj- anna að hittast eftir hádegi á sunnu- dag og í kjölfarið verður leiðtoga- fundur allra aðildarrríkja Evrópusambandsins. Matteo Renzi, fjármálaráðherra Ítalíu, sagði í gær að hann væri bjartsýnn og vonaði að niðurstaða fengist strax í dag svo ekki yrði þörf á að halda fundina á sunnudag. François Hollande, forseti Frakk- lands, sagði að tillögur Grikkja væru raunhæfar og sannfærandi. „Grikkir hafa sýnt fram á, að þeir vilja vera áfram á evrusvæðinu,“ sagði hann. Þýsk stjórnvöld vildu í gær lítið tjá sig um áætlun Grikkja. Martin Jäger, talsmaður þýska fjármála- ráðuneytisins, sagði að Þjóðverjar myndu ekki fallast á neina þá nið- urfellingu grískra skulda sem leiddi til enn meira útlánataps. „Niður- staða fundar evruhópsins er alger- lega opin,“ sagði hann. Náist samkomulag á sunnudag um að veita Grikkjum fjárhags- aðstoð, er ljóst að þjóðþing að minnsta kosti 8 evruríkja, þar á meðal Þýskalands, þurfa að stað- festa samkomulagið. Líklegt þykir, að slíkt samkomulag yrði samþykkt víðast hvar en andstaða hefur þó verið í ýmsum ríkjum við frekari niðurfellingu skulda Grikkja. Fjármálamarkaðir beggja vegna Atlantshafsins tóku fréttunum um aðgerðaáætlun Grikkja vel og hækk- uðu hlutabréfavísitölur bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum í gær. Frakkar segja efnahags- áætlun Grikkja raunhæfa  Áætlunin forsenda þess að Evrópusambandið fallist á að veita nýtt neyðarlán Söluskattur Almennur virðisaukaskattur (VSK) sameinaður í 23% þrepi Grunnþættir (matur, vatn, orka) fest í 13% Lyf, bækur og leikhús fest í 6% Skattaafslættir til eyja 30% VSK-afsláttur til grísku eyjanna numinn af í skrefum Fyrirtækjaskattur hækkaður úr 26% í 28% Aðrir skattar Aðgerðir til að stemma stigu við skattsvikum, skattgreiðslukerfin einfölduð Skattsvik Umbætur í skattamálum Síðustu tilboð Grikkja til lánardrottna sinna á evrusvæðinu á fimmtudag Photo: Aris Messinis Grikkland: Skuldasamningar Niðurskurður í hernum Lykilatriði Umbætur á stjórnkerfi Markmið í ríkisrekstri Opinberar skuldir Eftirlaunaaldur hækkaður í 67 ár, eða 62 ár fyrir fólk sem hefur verið 40 ár á vinnumarkaði til ársins 2022 Fjárhagsáætlun hersins árið 2015 skorin niður um 100 milljón evrur, og 200 milljón evrur árið 2016 Ráðgjafar munumeta opinbera starfsmenn, áætlað að nútímavæða opinbera geirann Markmið sem búið var að samþykkja af lánardrottnum endurskoðuð í ljósi bágrar fjárhagsstöðu. Heimild: ríkisstjórn Grikklands Einkavæðing Útistandandi hlutir ríkisins í fjarskiptarisanum OTE seldir, hafnirnar í Píreus og Þessalóníku seldar ekki síðar en í október Reynt að grynnka á opinberum skuldum, sem núna standa í 180% af þjóðarframleiðslu. Heimild: ríkisstjórn Grikklands Umbætur á ellilífeyri Skattar settir á sjónvarpsauglýsingar Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í Bæjaralandi í suður- hluta Þýskalands í gærmorgun eftir að hann skaut 82 ára gamla konu og 72 ára gamlan karlmann til bana. Maðurinn skaut fólkið út um glugga á Mercedes-bíl sem hann ók gegnum þorpið Leutershausen- Tiefenthal. Hann skaut einnig á bónda sem ók á dráttarvél framhjá en bóndinn slapp að mestu ómeidd- ur. Maðurinn ók síðan um 30 km að bensínstöð. Þar ógnaði hann tveimur starfsmönnum en þeim tókst að yfir- buga hann og binda þar til lögreglan kom. Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að starfsmennirnir hefðu sýnt mikið hugrekki. Ekki er vitað hvað manninum gekk til og ekki er vitað til að hann hafi haft nein tengsl við fólkið sem hann skaut á. Gerhard Neuhof, sak- sóknari í nágrannaborginni Ans- bach, segir að maðurinn muni sæta geðrannsókn. Siegfried Hess, bæjarstjóri í Leutershausen, sagði við þýsku fréttastofuna DPA að hann væri agndofa. „Hér búa 5.500 manns og hafa alltaf lifað rólegu lífi. Við þekkj- um svona mál aðeins úr sjónvarp- inu.“ AFP Skotárás Lögreglumenn í Tiefenthal-Leutershausen, þar sem karl og kona voru skotin til bana. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til. Maður skaut tvö til bana í Þýskalandi Dagblöðin The Wall Street Journal og The Guardian birtu í gær fyrsta kafla bókarinnar Go Set a Watchman, eftir bandarísku skáldkonuna Harper Lee. Bókin kemur út á þriðjudag, 60 árum eftir að hún var skrifuð,og ríkir mikil eftirvænt- ing meðal bókmenntaunnenda. Bókin er þegar orðin sú söluhæsta hjá netsölunni Amazon. Fyrirtækið vildi ekki veita upplýsingar um fjölda pantana en útgefandinn Har- perCollins sagði að fyrsta prentun í Bandaríkjunum yrði tvær milljónir eintaka. Go Set a Watchman gerist 20 ár- um eftir atburðina sem lýst er í To Kill a Mockingbird sem Harper Lee sendi frá sér 1960 og hefur síðan selst í um 40 milljónum eintaka um allan heim. Lee skrifaði Go Set a Watchman samt fimm árum fyrr, en útgefandi hennar hvatti hana til að nýta endurlitskafla í sögunni til að skrifa nýja skáldsögu. Eftirvænting eftir bók Harper Lee Harper Lee

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.