Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Panta kannabis áður en þeir lenda 2. Hafa veðbankarnir rangt fyrir sér? 3. Fær engan frið á hótelinu 4. Gista á skólalóðum og bílastæðum  Sunna Gunnlaugs Trio er á tón- leikaferðalagi í Evrópu um þessar mundir og leikur í dag í Leipzig í Þýskalandi. Í framhaldi af því heldur tríóið til Tékklands og heldur þrenna tónleika á vegum Bohemia Jazz Fest, einnar stærstu djasshátíðar Tékk- lands sem haldin er í nokkrum borg- um á ári hverju. Sunna Gunnlaugs Trio hefur nýlokið við hljóðritun nýs disks sem verður gefinn út á Jazzhá- tíð Reykjavíkur í ágúst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Sunnu leikur á Bohemia Jazz Fest  Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson ætla að fagna sumrinu með tón- listar- og ljóða- dagskrá í menn- ingarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21, með aðstoð vina og óvæntu samspili gesta. Mengi er á Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Ólöf og Skúli fagna sumri í Mengi  Tónlistarmennirnir KK, Þorleifur Guðjónsson og Magnús R. Einarsson halda tónleika á Café Rosenberg kl. 22 í kvöld. Þeir munu flytja lög úr lagasafni KK auk lagasmíða annarra, m.a. af plötunum Lucky One, Bein leið, Hótel Föröy- ar og gömul blús- lög eftir Robert Johnson, Jimmy Reed, J.J. Cale o.fl. Leika lög úr safni KK og gömul blúslög FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-15 m/s, hvassast suðaustantil og á Vestfjörðum. Víða rigning, einkum síðdegis, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti allt að 15 stig um landið vestanvert en 4 til 8 stig austanlands. Á sunnudag og mánudag Austan og norðaustan 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað víðast hvar og væta með köflum í flestum landshlutum, síst þó á Vesturlandi. Hiti 6 til 16 stig, svalast inn til landsins norðaustantil. „Ég held að allir hérna geri sér fulla grein fyrir því að KR verður erfiður and- stæðingur. KR er nánast atvinnuklúbbur í dag, með nokkra erlenda leikmenn sem gera ekki annað en að spila fót- bolta og marga íslenska leikmenn sem eru með mestan hluta af sínum launum í gegnum fótboltann,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, um væntanlega Evrópuleiki gegn KR. »4 Vita vel að KR verður erfiður andstæðingur Valsmenn eru á gríðarlegri siglingu undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Valur gerði góða ferð í Garðabæinn í gærkvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistara Stjörn- unnar að velli, 2:1. Með sigr- inum komst Valur upp fyrir KR í annað sæti deild- arinnar en meistararnir eru í sjötta sæti og hafa enn ekki unnið heimaleik í deild- inni á tímabilinu. »3 Valsmenn komnir upp í annað sætið Jón Margeir Sverrisson, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Thelma Björg Björns- dóttir og Sonja Sigurðardóttir eru farin til Glasgow þar sem þau keppa á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi. Kristín Guðmundsdóttir landsliðs- þjálfari segir að verkefni eins og þetta sé gífur- lega mikilvægt fyrir íþrótta- fólkið sem finni oft að það sé ekki eitt í heim- inum. »1 Gífurlega mikilvægt verkefni í Glasgow Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta hafa verið frábærir dagar á fjöllum og sólin skinið allan tímann. Nú erum við að ganga hér í gegnum kjarrið í Þórsmörk og koma niður í Langadal; notalega þreytt eftir langa göngu,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur og pró- fessor. Þau Kristín Björnsdóttir kona hans, sem er prófessor við Há- skóla Íslands, brugðu undir sig betri fætinum í vikunni og lögðu upp í Laugavegsgöngu á miðvikudags- morgun. Fyrsti áfanginn var rösk- lega 20 kílómetra leið úr Laugum suður að Álftavatni, þar sem þau tjölduðu hjá skála Ferðafélags Ís- lands. Á fimmtudag var gengið suð- ur í Emstrubotna, sem eru 17 kíló- metrar, og leið þaðan suður í Þórsmörk sem þau gengu í gær var ámóta löng. Þau Friðrik Már og Kristín hafa lengi stundað útivist og fara á sumri hverju í nokkurra daga ferðir. „Við höfum verið á Vestfjörðum, Norðurlandi og raunar farið mjög vítt og breitt um landið. Laugaveg- urinn hefur verið á dagskrá og beðið. En svo tókum við af skarið og þetta er ekkert mál, því að inn í Laugar eru reglulegar rútuferðir og aftur úr Þórsmörkinni heim. Þetta gæti varla verið þægilegra,“ segir Friðrik um fjallaferðir þeirra hjóna. Ætla á Eyjabakka Þau taka sér nú pásu í fáeina daga en innan skamms hyggjast þau fara með góðum hópi sem ætlar að ganga um Lónsöræfi frá Eyjabökkum suð- ur í Smiðjunes, leið sem æ fleiri fara. Mikil snjóalög hafa verið á hálend- inu að undanförnu, sem hefur sett strik í ýmsa reikninga. Á Laugaveg- inum er enn talsverður snjór þegar komið er upp fyrir Brennisteinsöldu og í kringum Hrafntinnusker. „Ef fólk er vel útbúið er samt ekkert mál að ganga þarna yfir mjúkan snjóinn. Náttúrufar á þessari leið er mjög áhugavert og stórbrotið. Mér fannst nánast upplifun að koma að Markar- fljótsgljúfri, sem er nærri því 200 metra hátt þar sem hæst er.“ Friðsældin á undanhaldi Þúsundir göngugarpa fara Lauga- veginn á hverju ári. Þótt skammt sé um liðið síðan leiðin opnaðist er um- ferðin strax orðin þétt og margir á ferðinni. „Stundum er þetta ein hala- rófa göngufólks og sú friðsæld sem einkennt hefur íslensku öræfin er aðeins á undanhaldi. Þá er mikið álag á ákveðnum svæðum á Lauga- veginum og á nokkrum stöðum þyrfti að fara í einhverjar fram- kvæmdir,“ segir Friðrik Már, sem er ánægður með þessa daga á fjöll- um. Þeir séu góð hvíld og fjarlægð frá viðfangsefnum líðandi stundar – þó að við þessar aðstæður komi líka oft upp í kollinn góðar hug- myndir. Halarófa um allan Laugaveginn  Sólin skein alla dagana á göngu- garpana Friðrik Má og Kristínu Ljósmynd/Páll Guðmundsson Fjallafólk Kristín Björnsdóttir og Friðrik Már Baldursson á Laugaveginum í vikunni. Þau náðu í Þórsmörk í gær, notalega þreytt, eftir frábæra ferð. Búið er að opna Ferðafélags- skálann í Nýjadal á Sprengi- sandsleið og vegurinn sá yfir hálendið er að opnast, að sögn Páls Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra FÍ. „Þetta er eiginlega allt að opnast og komið í fullan gang,“ segir Páll sem sjálfur verður víða á ferðinni í sumar, svo sem norður á Ströndum með ungum og efnilegum ferða- görpum sem fá nú að kynnast landinu okkar góða. Allar leiðir nú að opnast LANDIÐ OKKAR GÓÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.