Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015
Listaskáldin launalausu
Sé úthlutunarsaga launasjóðsrithöfunda skoðuð má sjá aðá síðustu tíu árum hefur að
meðaltali aðeins einn höfundur und-
ir þrítugu hlotið starfslaun á ári.
Árin 1995-2004 fengu níu mismun-
andi rithöfundar undir þrítugu
greidd út 216 mánaðarlaun, sem
samsvarar tvennum árslaunum á
hvern höfund, eða tuttugu prósent-
um af úthlutunum í heildina.
Þegar litið er til áranna 2005-2014
sést hins vegar að sex mismunandi
höfundar fengu aðeins 39 mánaðar-
laun, sem samsvarar um hálfum
árslaunum á hvern höfund, eða fjór-
um prósentum af heildarúthlut-
unum. Samt hefur mánaðarlaunum
til rithöfunda fjölgað um rúmt
hundrað.
Líti maður yfir nöfn þeirra sem
voru á þrítugsaldri og fengu laun á
tíunda áratugnum er greinilegt að
þetta eru þeir höfundar, um fertugt,
sem eru mest áberandi í bók-
menntaflórunni í dag, m.a. Andri
Snær Magnason, Gerður Kristný,
Auður Jónsdóttir, Guðrún Eva Mín-
ervudóttir og Steinar Bragi. Að
sama skapi má sjá skilmerkilega
þróun þar sem sést að þau sem
hlutu starfslaun fyrir þrítugt hafa
fengið þau nær sleitulaust áfram
síðan.
Úthlutun ræður úrslitum
Aðspurður segir Andri Snær
Magnason, sem fékk fyrst starfs-
laun 24 ára gamall, það hafa skipt
sköpum að hafa getað einbeitt sér
að því að skrifa og ekki hafa þurft
að byrja að vinna á auglýsingastofu
eða við hellulagnir. Hann lofar enn
fremur árangur sjóðsins og segir
það sýnt að þeir sem fengu laun
greidd á árunum milli 1990 og 2000
hafi skilað sjáanlegum árangri, sé
litið til þýðinga íslenskra bók-
menntaverka út á við.
„Það hefur sýnt sig með þessar
útgáfur erlendis að það eru stærstu
bókmenntaþjóðirnar sem gefa okkar
höfunda út. Þeir hafa jafnframt
fengið verðlaun í samkeppni við er-
lenda höfunda. Það ræður úrslitum
að þessir höfundar fengu tíma til að
skrifa bækur sínar af alvöru. Við er-
um ekki bara í áhugabókmenntum,“
segir hann.
Andri Snær telur þessi kynslóða-
skil, eins og þau birtast í úthlut-
unum til rithöfunda, varhugaverð og
bendir á mikilvægi þess að end-
urnýjun eigi sér stað. „Ef það koma
ekki nýir höfundar sem hafa nýtt
sjónarhorn missa bókmenntirnar
tengslin við heilu kynslóðirnar. Það
er mögulega einhver Einar Kárason
þarna milli tvítugs og þrítugs, sem
verður ekki Einar Kárason.“
Byrja á þakinu, enda á
grunninum
Ungir höfundar í dag upplifa sig
sniðgengna og eru að missa trúna á
sjóðinn, samkvæmt Valgerði Þór-
oddsdóttur framkvæmdastýru Með-
gönguljóða.
Þá er algeng skoðun að helst
þurfi að hafa gefið út stórverk áður
en möguleiki sé á starfslaunum.
Eiríkur Örn Norðdahl, sem hlaut
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012
og var jafnframt tilnefndur til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
fyrir skáldsögu sína Illsku, var til
að mynda búinn að gefa út tvær
skáldsögur og fjórar ljóðabækur,
þýða um tíu bækur (starfslaun eru
líka ætluð þýðendum), var marg-
verðlaunaður; hafði stofnað og setið
í stjórn Nýhils og sinnt aragrúa
annarra starfa tengdra bók-
menntum þegar hann fékk loks
starfslaun, þá þrítugur, en hann
hafði fyrst sótt um í sjóðinn 24 ára
gamall.
„Það munaði minnstu að ég bug-
aðist bara og hætti þessu,“ segir
hann. Eiríkur talar einnig um að
„bjúrókratískar þumalputtareglur“
sem umsóknarferlið byggi á geti
verið stirðar.
Þriðjungs lækkun
Faglegt mat á umsóknunum um
starfslaun listamanna er byggt á
verkreglum sem stjórn listamanna-
launa hefur sniðið. Þær eiga upp-
runa sinn í beiðni umboðsmanns Al-
þingis árið 2003 þar sem bent var á
að engar „sérstakar reglur eða við-
miðanir fyrir úthlutanir listamanna-
launa“ væru tiltækar. Síðustu fimm
ár áður en verklagsreglur voru
hafðar til hliðsjónar voru 16 úthlut-
anir upp á 150 mánuði til höfunda
undir þrítugu. Næstu fimm ár eftir
að verklagsreglur voru settar voru
hins vegar átta úthlutanir upp á 51
mánuð, einungis þriðjungur þess
sem áður var.
Laxness hefði verið hafnað
Kerfið sem úthlutunarnefndir fara
eftir byggir á stöðlum þar sem ferill
listamanns leikur veigamikið hlut-
verk í mati á umsóknum. Í tilfelli
rithöfunda byggir það nær alltaf á
því hvort verk þeirra hafa fengið
birtingu og einnig hvar þau hafa
birst. Samkvæmt þessum verkferl-
um hefði t.d. fyrstu skáldsögu Hall-
dórs Laxness, Barni náttúrunnar,
verið hafnað þar sem höfundur
hennar hafði ekki hlotið útgáfu áð-
ur. Þar að auki ríkir óneitanlega
ákveðið stigveldi á útgáfumarki og
skiptir þá máli hvort gefið er út hjá
litlu forlagi eða stóru.
Þessi innbyggða virkni sem tekur
mið af ferli listamanns stuðlar þann-
ig að vissri stöðlun fagurbókmennta
þar sem stór forlög eru líklegri til
þess að láta markaðslögmál ráða,
veðja frekar á reynda höfunda og
eru síður tilbúin að taka áhættu –
eins og viðkvæði ungskálda hljómar.
Í takt við tímann
Á sama tíma og það stendur í
menningarstefnu ríkisstjórnarinnar
að „stuðningur stjórnvalda við
menningar- og listalíf í landinu“
þurfi að „vera í takt við tímann“,
hljóta sífellt og stöðugt færri rithöf-
undar undir þrítugu ritlaun þrátt
fyrir fleiri umsóknir og fleiri mán-
aðarlaun.
„Það eru um fjörutíu þúsund
manns á milli tvítugs og þrítugs á
Íslandi og það er forskastanlegt að
við höfum ákveðið að enginn þeirra
eigi að helga sig ritstörfum og
skrifa um veruleika þessarar kyn-
slóðar sem er að lifa þessa pólitísku
og tæknilegu umbrotatíma. Þetta
verður ekki lesið í gegnum ein-
hverjar twitter-færslur, það hlýtur
einhver stór skáldsaga að hafa farið
forgörðum. Eitthvert stórvirki er
ekki til í dag vegna þess að við höf-
um ekki pólitískt, eða sem þjóð, eða
af einhverri annarri ástæðu, leyft
einhverjum að helga sig því að búa
til þetta verk,“ segir Andri Snær.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
UMSÓKNIR Í LAUNASJÓÐ RITHÖFUNDA HAFA ALDREI VERIÐ FLEIRI. VEITTUM MÁNAÐARLAUNUM FJÖLGAR EN SÍFELLT FÆRRI RITHÖFUNDAR
UNDIR ÞRÍTUGU FÁ STARFSLAUN ÚR SJÓÐNUM. ERU UNGIR RITHÖFUNDAR HUGSANLEGA VERRI Í DAG EN FYRIR TÍU ÁRUM?
Heimild: Vefsvæði Rannís
60
50
40
30
20
10
0
1995 2015
0
54
6
Úthlutanir til rithöfunda undir
30 ára úr launasjóði rithöfunda
Fjöldi mánaðarlauna úthlutað á ári
* Bókmenntasamfélag sem hlúir ekki að yngstu höfundumsínum, sinnir ekki menningarumfjöllun og þýðir ekki er-lendar fagurbókmenntir mun ekki lifa lengi, sama hversu vel
það stendur í augnablikinu. - Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur
Þjóðmál
KJARTAN MÁR ÓMARSSON
kmo@mbl.is
Almennt er óskað eftir „upplýs-
ingum um feril umsækjenda, list-
rænt gildi verkefnisins og rök-
studda tímaáætlun“. Þar að auki
er óskað eftir hnitmiðaðri grein-
argerð og eins upplýsingum um
starfstíma, „um námsferil svo og
verðlaun og viðurkenningar“ .
Lagt er mat á þrjá þætti sem
eru gefnir bókstafseinkunn, A, B,
eða C. Fyrst er lagt mat á hversu
„áhugaverð“ umsókn er og hve
„mikið listrænt gildi“ hún hefur.
Næst er lagt mat á feril lista-
manns og honum gefin einkunn
eftir því hvort hann hefur A)
„hlotið afgerandi viðurkenningu
fyrir verk sín“, B) „hvort þau hafi
verið sýnd, flutt, eða birt op-
inberlega“ og C) hvort verk
„listamanns hafa sjaldan eða ekki
verið sýnd, flutt eða birt op-
inberlega“. Loks er lagt mat á
verk- og tímaáætlun. Einungis
umsóknir sem flokkaðar eru í A-
og B-liði komast áfram og eru
flokkaðar þar til eingöngu fram-
úrskarandi umsóknir standa eft-
ir. Af þessu ferli má sjá að hafi
verk listamanns „sjaldan eða
ekki verið sýnd, flutt eða birt
opinberlega“, eins og það er
orðað, þá er næsta víst að hann
fær ekki starfslaun. Þannig er
innbyggt í verkreglurnar ferli
sem vinnur gegn nýliðun.
FAGLEGT MAT Á UMSÓKNUNUM
Mánaðarlaun greidd til rithöfunda undir 30 ára
4%
81% 96%
216
39
918
1.011
19%
Mánaðarlaun til rithöfunda alls
Heimild:Vefsvæði Rannís
Starfslaun rithöfunda
1995-2004 2005-2014