Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 21
að nokkrir þeirra væru sárir. Þeir
náðu að brjótast út um vegg aftan
á hlöðunni og komast undan í skjóli
eldsins og reyksins. Eftir því sem
eldurinn dreifðist um bæinn þurftu
þeir að færa sig um set en þeim
tókst að fela sig fyrir Þjóðverj-
unum.
Á sama tíma komu hermenn með
kistu inn í kirkjuna, þangað sem
þeir höfðu rekið konur og börn.
Þeir kveiktu á kveikjuþráðum á
kistunni. Í henni voru eldsprengjur.
Eldur og svartur þykkur reykur
fyllti kirkjuna. Öskrandi reyndu
konur og börn að finna staði í yfir-
fullri kirkjunni þar sem enn var
hægt að finna loft til að anda. Hóp-
ur náði að brjótast inn í skrúðhúsið,
þeirra á meðal Marguerite Rouff-
anche. Þegar þýsku hermennirnir
urðu þess varir skutu þeir inn í
skrúðhúsið. Dóttir Marguerite var
ein þeirra sem dóu þar. Marguerite
komst út um glugga aftan við alt-
arið og kona fylgdi á eftir henni
með barni sínu. SS-hermennirnir
fyrir utan urðu þeirra varir og
skutu þau. Aðeins Marguerite
komst lifandi frá því. Hún var sú
eina sem komst lifandi úr kirkjunni.
Lítill eldsmatur var í steinkirkj-
unni og þrátt fyrir að hermennirnir
hefðu kastað inn heyi og öðrum
eldsmat dugði það ekki til þess að
drepa allar konurnar og börnin úr
eldi og reyk. Að lokum stilltu her-
mennirnir upp byssum sínum og
skutu á líkamana sem lágu í kirkj-
unni.
Um klukkan fimm var drápunum
að mestu lokið. Hermennirnir
rændu þá verðmætum úr húsunum
og kveiktu svo í þeim. Fólk í ná-
grenni Oradour hafði séð reyk og
kom þar að en hermennirnir skutu
á þá sem komu of nærri. Á meðal
fólksins sem bar að voru foreldrar
barna sem höfðu verið í skólunum.
Í örvæntingu reyndu sum þeirra að
kanna afdrif barna sinna en allir
sem komu of nærri voru drepnir.
Þrjú börn Pinède-fjölskyldunnar
höfðu falið sig á hóteli bæjarins.
Þau þurftu nú að flýja eldinn og
hlupu í flasið á SS-hermanni. Hann
leyfði þeim að sleppa. Annars stað-
ar reyndi SS-hermaður að vísa
tveimur mæðrum frá þorpinu en
áður en þær gátu farið bar aðra
SS-hermenn að. Þeir tóku þær inn í
hlöðu og skutu.
Um klukkan sjö kom sporvagn-
inn frá Limoges og nam staðar
fyrir utan þorpið. Farþegunum var
skipað út og íbúar Oradour sem
komu með vagninum voru teknir til
hliðar. Þeim var síðan sleppt en
sagt að halda sig fjarri bænum. SS-
hermennirnir fóru skömmu síðar og
skildu aðeins eftir nokkra verði
sem dvöldu í húsi Dupic. Það var
síðasta húsið sem kveikt var í. Á
örfáum klukkustundum hafði heilu
þorpi verið eytt. Alls höfðu 190
karlmenn, 247 konur og 205 börn
verið drepin.
Þetta hroðaverk varð fljótt al-
ræmt og gekk hegðun SS-
hersveitarinnar fram af mörgum
öðrum Þjóðverjum. Hinn virti þýski
hershöfðingi Erwin Rommel sendi
formleg mótmæli til yfirstjórnar
hersins. En það var ákveðinn tví-
skinnungur í mótmælum Þjóðverja.
Das Reich hafði lengi barist á
austurvígstöðvunum og þar voru
slík voðaverk tíð. Svo virtist sem
önnur lögmál giltu í Vestur-Evrópu.
Þýski herinn hóf rannsókn á þess-
um atburði en Diekmann, sem
stýrði SS-herdeildinni í Oradour, og
margir í sveit hans dóu í orrust-
unum í Normandí skömmu síðar og
rannsókninni var sjálfhætt. Löngu
síðar þurftu sumir hermenn að
svara til saka vegna fjöldamorð-
anna.
Rústirnar skyldu óhreyfðar
Þann 4. mars 1945 kom leiðtogi
Frakka, Charles de Gaulle, til
Oradour-sur-Glane. Hann fyrirskip-
aði að bærinn Oradour skyldi aldrei
verða endurbyggður. Rústir bæjar-
ins ættu að fá að standa sem minn-
isvarði um þennan og aðra stríðs-
glæpi.
Að koma til Oradour var djúp-
stæð reynsla. Að ganga um vel
varðveittar rústir bæjarins hreyfir
óneitanlega við manni. Að standa
inni í kirkjunni er yfirþyrmandi. Í
safni sem tengt er við bæinn er
sýning sem segir sögu hernámsins
og lýsir þessum degi í Oradour auk
fjölda annarra stríðsglæpa. Þar er
líka hliðarsalur sem geymir þær
myndir sem til eru af fórnarlömb-
unum og myndir frá því þegar
Oradour var ennþá lifandi bær. Í
salnum hljómar upptaka þar sem
nöfn og aldur þeirra sem voru myrt
eru lesin yfir hátalarakerfi. Það eru
ekki nema rétt rúm 70 ár liðin frá
fjöldamorðunum í Oradour-sur-
Glane. Sum barnanna í bænum
væru enn á lífi í dag hefðu þau ekki
verið myrt þennan örlagaríka dag.
Að standa inni í kirkjunni er yfirþyrmandi reynsla.
* Að koma til Oradour er djúpstæðreynsla. Í safni sem tengt er við bæinner sýning sem segir sögu hernámsins og
lýsir þessum degi í Oradour auk fjölda
annarra stríðsglæpa.
Inngangurinn að þorpstorginu þar sem fólkinu var safnað saman.
Kona leggur blóm að minnisvarða í kirkjugarði Oradour-sur-Glane þar sem nasistar frömdu hryllilegt voðaverk 1944.
Ferðamenn virða fyrir sér heillegar rústir þorpsins og minnast þeirra sem létust. Hægt er að fá leiðsögn um svæðið.
AFP
AFP
Rústir Oradour-sur-Glane standa
sem minnisvarði um fólkið sem
dó og stríðsglæpi almennt.
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21