Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Page 11
Inngangur
og íslenska Hómiliúbókin." Þar fjallar Jón um biblíuheimildina Díatessaron
Tatíans, sem haldið hefir verið fram að sé ein þeirra heimilda sem Hómilíu-
bókin styðjist við í biblíutilvitnunum sínum. Jón bendir í fyrsta lagi á fjölda-
mörg vandamál því tengd að grundvalla texta þessa forna rits sem endur-
speglist um leið í tilraunum til að heimfæra tilvitnanir í íslensku Hómilíubók-
inni til þessarar heimildar. í öðru lagi bendir Jón á, með dæmi úr Hómilíu-
bókinni, hversu erfitt getur reynst að heimfæra biblíulegar tilvitnanir yfirhöf-
uð í Hómilíubókinni vegna þess fjölda biblíulegra heimilda sem þekktar voru
og notaðar í ýmsum löndum á hámiðöldum.
Sr. Kristján Búason dósent tekur sér fyrir hendur að ritskýra textann í Mt
15.21-28 og beitir við það bókmenntafræðilegri greiningu. Kristján telur text-
ann vera allegóríu og vitna um þá trú og trúarskilning frumkristninnar fyrir
tæpum 2000 árum, að Drottinn Jesús Kristur verði við bæn kristinna af heiðn-
um uppruna vegna ættmenna þeirra, af því að heiðinkristnir trúi og eigi hlut-
deild í hjálpræði Guðs, sem ætlað er ísrael, og að þennan skilning sé að rekja
til hins sögulega Jesú sjálfs.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor fjallar um stöðu og hlutverk praktískr-
ar guðfræði í samtímanum í ljósi sögu íslenskrar guðsþjónustu í þúsund ár.
Þar segir hann meðal annars: „Kirkjan að starfi á hverjum tíma glímir við
heimfærslu kristins boðskapar í breytilegri veröld. Hún leitar staðfestu í störf-
um sínum hjá hinni akademísku guðfræði. Praktísk guðfræði er á hverjum
tíma til að byggja brú hér á milli.“ Niðurstaða greinar Kristjáns Vals er sú að
praktísk guðfræði sé kölluð til að horfa úr dálítilli fjarlægð á kirkjuna að starfi
og senda henni leiðbeiningar.
Dr. Pétur Pétursson prófessor fjallar um aðferðir félagsfræðinnar og
tengslin við guðfræðina, en sjálfur er hann með doktorsgráðu á báðum þess-
um fræðasviðum. Pétur heldur því fram að félagsfræðinni hafi fleygt mjög
fram síðustu áratugina og tekur svo sterkt til orða að framtíð guðfræðinnar
sé undir því komin að hún nýti sér þá möguleika sem fólgnir eru í aðferðum
félagsfræðinnar. Raunar heldur hann því einnig fram að áhrifa félagsvísinda
gæti nú þegar svo að segja í öllum greinum guðfræðinnar og staðhæfir að það
nýjasta og frumlegasta í biblíurannsóknum undanfarinna þriggja áratuga
megi að miklu leyti rekja til aðferðafræði og kenninga félagsfræðinnar.
Loks birtast hér tvær greinar sem ekki voru sérstaklega samdar af tilefni
1000 ára afmæli kristnitökunnar.
í fyrri greininni tekur dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor til umfjöllunar
guðfræðina í Lilju, sem hefðin eignar Eysteini munki Ásgrímssyni (d. 1361).
Lilja fjallar um sköpun manns og heims, fall mannsins, endurlausnina fyrir
Krist og endurkomu hans til dóms. Einar segir Maríumynd Lilju vera hóg-
9