Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 11

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 11
Inngangur og íslenska Hómiliúbókin." Þar fjallar Jón um biblíuheimildina Díatessaron Tatíans, sem haldið hefir verið fram að sé ein þeirra heimilda sem Hómilíu- bókin styðjist við í biblíutilvitnunum sínum. Jón bendir í fyrsta lagi á fjölda- mörg vandamál því tengd að grundvalla texta þessa forna rits sem endur- speglist um leið í tilraunum til að heimfæra tilvitnanir í íslensku Hómilíubók- inni til þessarar heimildar. í öðru lagi bendir Jón á, með dæmi úr Hómilíu- bókinni, hversu erfitt getur reynst að heimfæra biblíulegar tilvitnanir yfirhöf- uð í Hómilíubókinni vegna þess fjölda biblíulegra heimilda sem þekktar voru og notaðar í ýmsum löndum á hámiðöldum. Sr. Kristján Búason dósent tekur sér fyrir hendur að ritskýra textann í Mt 15.21-28 og beitir við það bókmenntafræðilegri greiningu. Kristján telur text- ann vera allegóríu og vitna um þá trú og trúarskilning frumkristninnar fyrir tæpum 2000 árum, að Drottinn Jesús Kristur verði við bæn kristinna af heiðn- um uppruna vegna ættmenna þeirra, af því að heiðinkristnir trúi og eigi hlut- deild í hjálpræði Guðs, sem ætlað er ísrael, og að þennan skilning sé að rekja til hins sögulega Jesú sjálfs. Sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor fjallar um stöðu og hlutverk praktískr- ar guðfræði í samtímanum í ljósi sögu íslenskrar guðsþjónustu í þúsund ár. Þar segir hann meðal annars: „Kirkjan að starfi á hverjum tíma glímir við heimfærslu kristins boðskapar í breytilegri veröld. Hún leitar staðfestu í störf- um sínum hjá hinni akademísku guðfræði. Praktísk guðfræði er á hverjum tíma til að byggja brú hér á milli.“ Niðurstaða greinar Kristjáns Vals er sú að praktísk guðfræði sé kölluð til að horfa úr dálítilli fjarlægð á kirkjuna að starfi og senda henni leiðbeiningar. Dr. Pétur Pétursson prófessor fjallar um aðferðir félagsfræðinnar og tengslin við guðfræðina, en sjálfur er hann með doktorsgráðu á báðum þess- um fræðasviðum. Pétur heldur því fram að félagsfræðinni hafi fleygt mjög fram síðustu áratugina og tekur svo sterkt til orða að framtíð guðfræðinnar sé undir því komin að hún nýti sér þá möguleika sem fólgnir eru í aðferðum félagsfræðinnar. Raunar heldur hann því einnig fram að áhrifa félagsvísinda gæti nú þegar svo að segja í öllum greinum guðfræðinnar og staðhæfir að það nýjasta og frumlegasta í biblíurannsóknum undanfarinna þriggja áratuga megi að miklu leyti rekja til aðferðafræði og kenninga félagsfræðinnar. Loks birtast hér tvær greinar sem ekki voru sérstaklega samdar af tilefni 1000 ára afmæli kristnitökunnar. í fyrri greininni tekur dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor til umfjöllunar guðfræðina í Lilju, sem hefðin eignar Eysteini munki Ásgrímssyni (d. 1361). Lilja fjallar um sköpun manns og heims, fall mannsins, endurlausnina fyrir Krist og endurkomu hans til dóms. Einar segir Maríumynd Lilju vera hóg- 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.