Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 42
Jón Ma. Ásgeirsson
Spinoza ekki sakaður um fordjarfishátt eða algyðistrú eins og oft hefir
verið reyndin á enda þótt þetta samband sé hugsað öðru visi en á meðal
skólaspekinga.
Við dögun nýrrar aldar standa ekki einasta trúarbrögð heims á mótum
áskorunar hins efnislega heims annars vegar og fádæma fáfræði og menntun-
arleysis hins vegar. Þrífast trúarbrögðin best í fáffæði og einangrun? Hvar vex
þeim í dag fiskur um hrygg nema í örbirgð hins illa menntaða heims (eins og
Mið-Austurlöndum) eða þá þar sem trúarbrögðin sjálf eru boðuð í fávisku og
engri hefð (eins og meðal sjónvarpsprédikara um víðan heim í dag)?
Á sama tíma skreppur heimurinn saman og siðir og trúarbrögð sem áður
öttu framandi þjóðum saman (og gera vissulega enn) eru nú oftar en ekki
stunduð í sátt og samlyndi hvert við annars hlið. Þar sem friðurinn ríkir hefir
þá um leið vaknað sú spurning hvort hugsanlegt sé að ekki sé þar einmitt um
að ræða eitt og sama andlag mannlegrar tilbeiðslu. John Hick hefir þannig
gert því skóna að hefðbundið trúboð hafi runnið sitt skeið. Nú sé hafin ný
öld þar sem fjölbreytilegri trúarlegri reynslu fólks af ólíkum uppruna hljóti
að vera sýnd tilhlýðileg virðing. Hann telur jafnframt óhugsandi að sú
reynsla endurspegli annað en einn og sama guðdóminn að baki ólíkum
hugmyndum um guð(i) og tilbeiðsluhætti!30 Og það er á þessum sömu
tímamótum sem trúarbraðafræðin og trúarheimspekin eiga eftir að skilgreina
og skilja fullkomlega nýjar kringumstæður ef maðurinn og trúin eiga eftir að
eiga samleið um ókomna tíð. Spegillinn Spionoza kann að eiga þar stærra
erindi en blasir við augum við fyrstu sýn eða þar sem hinsti veruleikinn getur
aðeins verið einn en eiginleikar hans óendanlega margir.
í hugrenningum sínum um William Ellery Channing segir Kurt Vonnegut:
Þegar Channing hóf að prédika á nýstárlegan hátt í þessum bæ
[Cambridge, Massachusetts], þ.e.a.s. prédikun sem við skilgreinum nú
sem únítaríska, þá hvatti hann söfnuð sinn til að auðsýna fólki sem var
ólíkt vinum þeirra og ættmennum mannlega virðingu á sama hátt og sínu
eigin fólki. Sá tími var upprunninn að virða beri reisn utangarðsfólks,
jafnvel þeldökkra.31
Hvort únítaríanismi verður svar framtíðarinnar við spurningum fólksins um
trú og náungakærleik skal ósagt látið en söfhuður framtíðarinnar mun gera
tilkall til mannréttinda á grundvelli alþjóðaréttar en ekki forherðingar og
30 ,,‘Whatever Path Men Choose Is Mine’,“ í John Hick & Brian Hebblethwaite ritstj., Chrístianity
and Other Religions: Selected Readings (Glasgow: Collins, 1980), 171-190.
31 Palm Sunday: An Autobioraphical Collage (New York, NY: Delacorte, 1981), 213.
40