Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 46

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 46
Jón Ma. Asgeirsson bæri sem hægt er að hugsa sér án þess að þekkja þau (limit-concept) reynst einhver besta aðferðin til að færa og útskýra rök fyrir trúarlegu tungumáli sem trúarlegu málfari. í öðru lagi þá skýrir Kant trúarbrögð og siðferði í beinu en aðgreinanlegu sambandi sín á milli en Tracy heldur því fram að rangt sé að segja að Kant hafi einfaldlega smættað trúarbrögð í spurningar um siðferði. Þvert á móti verði að gefa því gaum hvernig Kant bendir á fors- endur gagnrýninnar hugsunar (þ.e. frelsi, ódauðleika, guð) sem forsendur þess að gagnrýnið siðferði verði siðferðileg trú. Og það sem meira er, heldur Tracy fram, þá er spurningin um trú, spurningin um von! Endanleiki mannlegs siðferðis verður kveikjan að því að skynsemi siðferðisins tekur að leita eftir því sem verður ekki nálgast í þessu lífi, hinu albesta. Endanleikinn leiðir sjálfið ekki aðeins til hins tilætlaða heldur og til dyggðar og hamingju. Þannig verður þá trúin, eins og listin, til að gefa endanleikanum von um sameiningu náttúrunnar og frelsisins í framtíðinni.40 Þannig má þá halda því fram að heimspekileg röksemdafærsla Kants leiði til frekari útskýringa á trúarbrögðunum. Og sú útskýring nær, í verkum Kants, ekki aðeins til kristinnar mótmælendatrúar heldur og allra trúar- bragða heims. Enda þótt hugmyndin um sögu (history) sé óljós á margan hátt í verkum Kants, segir Tracy, þá má sjá tilhneigingu í verkum hans í áttina frá vangaveltum sem snúast eingöngu um rök fyrir guðlegri tilvist til vanga- veltna um áhrif sögunnar og samanburðarrannsókna í þeim tilgangi að gera röklega grein fyrir trúarbrögðunum.41 Hegel hefir verið lýst sem íyrsta heimspekingnum sem lætur sér einkar annt um að skilgreina einmitt söguna í þessu samhengi trúarheimspekinnar. Bæði í verki sínu um Fyrirbœrafrœði andans og Um vísindi rökhyggjunnar er að finna áherslu Hegels á sögulegar birtingar Andans (Spirit) til andans (spirit). í báðum verkunum, segir Tracy, tekur Hegel tillit til sögu trúar- bragðanna. Hegel er einmitt lýst sem fyrsta nútímaheimspekingnum til að láta söguleik (historicity) og um leið raunveruleg söguleg fyrirbrigði (his- torical forms) verða grundvallandi i heimspeki sinni. Þegar Hegel útskýrir trúarleg fyrirbrigði (religious forms) heimspekilega þá gerir hann það um leið í ljósi hugmyndar sinnar um Andann fullkomna. Þannig höfðar Hegel ekki aðeins til trúarbragðanna með nafni eins og búddhadómur, hindúismi, grísk trúarbrögð, heldur og með heimspekilegum skilgreiningum eins og trúarbrögð upphafningarinnar, fegurðarinnar, töfranna o.s.frv. í höfuð- verkum sínum tveimur leggur Hegel ítrekað áherslu á, að skilningi Tracy, að 40 Ibid.,20. 41 Ibid.,23. 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.