Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 46
Jón Ma. Asgeirsson
bæri sem hægt er að hugsa sér án þess að þekkja þau (limit-concept) reynst
einhver besta aðferðin til að færa og útskýra rök fyrir trúarlegu tungumáli
sem trúarlegu málfari. í öðru lagi þá skýrir Kant trúarbrögð og siðferði í
beinu en aðgreinanlegu sambandi sín á milli en Tracy heldur því fram að
rangt sé að segja að Kant hafi einfaldlega smættað trúarbrögð í spurningar
um siðferði. Þvert á móti verði að gefa því gaum hvernig Kant bendir á fors-
endur gagnrýninnar hugsunar (þ.e. frelsi, ódauðleika, guð) sem forsendur
þess að gagnrýnið siðferði verði siðferðileg trú. Og það sem meira er, heldur
Tracy fram, þá er spurningin um trú, spurningin um von! Endanleiki
mannlegs siðferðis verður kveikjan að því að skynsemi siðferðisins tekur að
leita eftir því sem verður ekki nálgast í þessu lífi, hinu albesta. Endanleikinn
leiðir sjálfið ekki aðeins til hins tilætlaða heldur og til dyggðar og hamingju.
Þannig verður þá trúin, eins og listin, til að gefa endanleikanum von um
sameiningu náttúrunnar og frelsisins í framtíðinni.40
Þannig má þá halda því fram að heimspekileg röksemdafærsla Kants leiði
til frekari útskýringa á trúarbrögðunum. Og sú útskýring nær, í verkum
Kants, ekki aðeins til kristinnar mótmælendatrúar heldur og allra trúar-
bragða heims. Enda þótt hugmyndin um sögu (history) sé óljós á margan hátt
í verkum Kants, segir Tracy, þá má sjá tilhneigingu í verkum hans í áttina frá
vangaveltum sem snúast eingöngu um rök fyrir guðlegri tilvist til vanga-
veltna um áhrif sögunnar og samanburðarrannsókna í þeim tilgangi að gera
röklega grein fyrir trúarbrögðunum.41
Hegel hefir verið lýst sem íyrsta heimspekingnum sem lætur sér einkar
annt um að skilgreina einmitt söguna í þessu samhengi trúarheimspekinnar.
Bæði í verki sínu um Fyrirbœrafrœði andans og Um vísindi rökhyggjunnar
er að finna áherslu Hegels á sögulegar birtingar Andans (Spirit) til andans
(spirit). í báðum verkunum, segir Tracy, tekur Hegel tillit til sögu trúar-
bragðanna. Hegel er einmitt lýst sem fyrsta nútímaheimspekingnum til að
láta söguleik (historicity) og um leið raunveruleg söguleg fyrirbrigði (his-
torical forms) verða grundvallandi i heimspeki sinni. Þegar Hegel útskýrir
trúarleg fyrirbrigði (religious forms) heimspekilega þá gerir hann það um
leið í ljósi hugmyndar sinnar um Andann fullkomna. Þannig höfðar Hegel
ekki aðeins til trúarbragðanna með nafni eins og búddhadómur, hindúismi,
grísk trúarbrögð, heldur og með heimspekilegum skilgreiningum eins og
trúarbrögð upphafningarinnar, fegurðarinnar, töfranna o.s.frv. í höfuð-
verkum sínum tveimur leggur Hegel ítrekað áherslu á, að skilningi Tracy, að
40 Ibid.,20.
41 Ibid.,23.
44