Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 47
Spinoza og spegillinn
trúarbrögð verði aldrei útskýrð einungis á grundvelli huglægra forsendna
heldur aðeins í sögulegu samhengi (dialectic) eins og þau birtist í hverju sínu
samhengi.42
Um leið verður að hafa í huga að sögulegt samhengi í hugsun Hegel
merkir ekki einhvers konar raunvísindalega lýsingu á trúarlegum fyrirbærum
eins og Tracy ítrekar. Leit hans er miklu fremur túlkunarfræðileg. Þannig er
heimspekingurinn þegar búinn að hafa áhrif á sögulega lýsingu þá sem
hann/hún vinnur í þetta eða hitt skiptið. Rannsakandinn verður með öðrum
orðum að gera sér grein fyrir sögulegu samhengi sínu, segir Tracy, áður en
hann/hún getur búist við að skilja sögulegt samhengi einhvers annars.
Rannsakandi getur aðeins skilið sjálfa/n sig í díalektísku sambandi við and-
lag sitt! Þannig liggur það í hlutarins eðli hjá Hegel að allur skilningur felur
í sér einhvers konar samanburð. Með því að gagnrýna í senn rómantískar
hugmyndir um trúarbrögðin (empathy model) og raunvísindalegar hugmyn-
dir (an empirical model) um sagnfræði, að áliti Tracy, þá tókst Hegel að setja
fram hugmynd um fyrirbærafræði trúarbragðanna sem gat skýrt út merkingu
og gerð sumra gerða sögulegra trúarbragða.43
Að skilningi Tracy verða skilgreiningar og röksemdafærsla að fara saman í
nýrri útgáfu trúarheimspekinnar þar sem samanburðarfræði er lögð til grund-
vallar eins og í greinum mannffæði og siðffæði (Hume og Kant) jafnt og
söguspeki og túlkunarfræði (Hegel). Um leið er ljóst að gagnrýnar raddir á
hina heimspekilegu aðferð koma í dag ekki síst úr hópi þeirra vísindamanna
sem leggja stund á mannfræðirannsóknir og félagsvísindi af einum toga eða
öðrum. Þannig hefir ffanski bókmenntafræðingurinn René Girard dregið í efa
hæfni heimspekinnar til að fjalla um trúarbrögð yfir höfuð. Hann leggur ein-
mitt til að sálfræðilegir þættir (einkum samkeppnisleg þráhyggja sem endar í
ofbeldi) séu ráðningin á veruleika trúarbragðanna og mynstri samfélagsins. í
raun leggur Girard til að heimspekin verði skoðuð frá sjónarhóli trúar-
42 Ibid.,24.
43 Ibid., 24-25. En í áherslunni á söguleg trúarbrögð koma gallar Hegels fram um ieið að mati Tracy.
Hann skeytti þannig litlu um sögulegt samhengi trúarbragða eins og egypskra trúarbragða, eða innri
þróun og sérleik tiltekinna trúarhefða (eins og búddhisma) eða áframhaldandi veruleik annarra
trúarbragða (en kristinna) eins og t.d. gyðingdóms. Ástæður þessa telur Tracy samanstanda af því:
Að (1) Hegel hafi aldrei unnið vandlega úr vandamálum sem lúta að sambandinu á milli sögulegra
rannsókna annars vegar og nauðsynjar sögulegrar birtingar Andans hins vegar—þar með talið
skynsemi og trú; að (2) Hegel ýmist aðgreindi eða skoðaði í einu hlutverk útskýringar og rök-
semdafærslu; að (3) þessi tvö fyrrtöldu vandamál hafi leitt Hegel til þess að eiga í sífellt meiri
vanda frammi fyrir því að tengja fyrirmyndir sinnar heimspekilegu útskýringar á afmörkuðum
trúarbrögðum við heimspekilegar útskýringar og röksemdafærslur hins díalektíska módels sem
hann heimfærði upp á trúarbrögðin og kristindóminn sem æðsta form þeirra, ibid., 25-26.
45