Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 48
Jón Ma. Ásgeirsson bragðanna en að því gefnu að það verði gert eins og hann skoðar þau eða frá félagsögulegu ljósi og handan frumspekilegra sjónarmiða heimspekilegrar hugsunar og trúarlegra forsendna.44 Trúarheimspekin er þannig grein í stöðugri mótun sem á rætur að rekja til uppruna helgiritasafna trúarbragða heimsins með flóknum hætti. Þegar á annarri öld tekur hún að þróa með sér hlutverk skilgreiningarinnar eða ýmiss konar heimspekilegrar framsetningar á guðfræðilegum hugtökum. Frá dögum Spinoza verður sú breyting á að trúarheimspekin tekur að nýta sér aðrar fræðigreinar (eins og mannfræði, sálarfræði, og sagnfræði) til að fjalla um trúarbrögð heims á grundvelli samanburðarfræða. Á þeim breiða grund- velli heldur trúarheimspekin enn áfram að þróast ekki síst í samtali við aðrar greinar samfélagsvísinda þar sem guðfræðileg hugtök eru enn grundvöllur röklegrar umræðu um trúarbrögðin. Forsendur þeirrar umræðu eru á hinn bóginn ekki lengur nauðsynlega guðleg opinberun eða tilvist guðlegra afla. Að hefðbundnum hætti hefir Klemens frá Alexandríu verið talinn frum- kvöðull heimspekilegrar framsetningar kristindómsins (faðir trúarheim- spekinnar) að minnsta kosti í einhvers konar kerfisbundnum skilningi.45 En rætur heimspekilegrar framsetningar hinnar kristnu trúar ná mun lengra aftur. Þeirra gætir einmitt þegar í ritum Nýja testamentisins sjálfs þar sem hvarvetna má rekja áhrif grískrar (hellenískrar) heimspeki (philosophical thinking) og mælskufræði (rhetoric) í hinum ýmsu ritum þessa litla helgiri- tasafns (canon).46 Sú staðreynd ætti ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að sambærilega þróun má rekja í helgiriatsöfnum flestra trúarbragða heims. Nánast hvarvetna má sjá hversu náið og óljóst sambandið er á milli hinnar mýtólógísku frásögu (myth) og hvers konar tilrauna til að útkýra eða túlka hana á ljósari hátt (lumen naturale). Um leið verður æ vandasamara að sjá hvar einhvers konar upprunalegur kjarni frásögunnar hefst og hvar 44 Things Hidden since the Foundation of the World, Research Undertaken in Collaboration with Jean- Michel Oughourlian and Guy Lefort (endurb. útg.; ensk þýð., Stephen Bann og Micahael Metteer; Stanford, CA: Stanford University Press, 1987 [1978]), 15. Þessar efasemdir Girard urn heim- spekina minna á orð Ludwig Wittgenstein (1889-1951) sem hélt því fram að einasta viðfangsefni heimspekinnar í dag væri eðli tungumálsins. Stærðfræðingurinn og stjarneðlisfræðingurinn Stephen W. Hawkings vitnar einmitt til þeirra orða Wittgenstein í umfjöllun sinni um stöðu heim- spekinnar í dag. Hawkings telur að á nítjándu og tuttugustu öld hafi tækni og vísindi orðið svo flókin viðureignar að það væri ekki lengur á færi nema vísindasérfræðinga að fjalla um þau, heim- spekingar réðu einfaldlega ekki lengur við vísindaniðurstöur til að leggja á þær nokkuð mat, A Brief History ofTime: From the Big Bang to Black Holes.With an Introduction by Carl Sagan (Toronto: Bantam, 1988), 174-175. 45 Sjá t.d. Tracy, „On the Origins of Philosophy of Religion," 13. 46 Sjá t.d. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament? The Making of the Christian Myth (San Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 19-222. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.