Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 48
Jón Ma. Ásgeirsson
bragðanna en að því gefnu að það verði gert eins og hann skoðar þau eða frá
félagsögulegu ljósi og handan frumspekilegra sjónarmiða heimspekilegrar
hugsunar og trúarlegra forsendna.44
Trúarheimspekin er þannig grein í stöðugri mótun sem á rætur að rekja til
uppruna helgiritasafna trúarbragða heimsins með flóknum hætti. Þegar á
annarri öld tekur hún að þróa með sér hlutverk skilgreiningarinnar eða ýmiss
konar heimspekilegrar framsetningar á guðfræðilegum hugtökum. Frá
dögum Spinoza verður sú breyting á að trúarheimspekin tekur að nýta sér
aðrar fræðigreinar (eins og mannfræði, sálarfræði, og sagnfræði) til að fjalla
um trúarbrögð heims á grundvelli samanburðarfræða. Á þeim breiða grund-
velli heldur trúarheimspekin enn áfram að þróast ekki síst í samtali við aðrar
greinar samfélagsvísinda þar sem guðfræðileg hugtök eru enn grundvöllur
röklegrar umræðu um trúarbrögðin. Forsendur þeirrar umræðu eru á hinn
bóginn ekki lengur nauðsynlega guðleg opinberun eða tilvist guðlegra afla.
Að hefðbundnum hætti hefir Klemens frá Alexandríu verið talinn frum-
kvöðull heimspekilegrar framsetningar kristindómsins (faðir trúarheim-
spekinnar) að minnsta kosti í einhvers konar kerfisbundnum skilningi.45 En
rætur heimspekilegrar framsetningar hinnar kristnu trúar ná mun lengra
aftur. Þeirra gætir einmitt þegar í ritum Nýja testamentisins sjálfs þar sem
hvarvetna má rekja áhrif grískrar (hellenískrar) heimspeki (philosophical
thinking) og mælskufræði (rhetoric) í hinum ýmsu ritum þessa litla helgiri-
tasafns (canon).46 Sú staðreynd ætti ekki að koma á óvart þegar haft er í huga
að sambærilega þróun má rekja í helgiriatsöfnum flestra trúarbragða heims.
Nánast hvarvetna má sjá hversu náið og óljóst sambandið er á milli hinnar
mýtólógísku frásögu (myth) og hvers konar tilrauna til að útkýra eða túlka
hana á ljósari hátt (lumen naturale). Um leið verður æ vandasamara að sjá
hvar einhvers konar upprunalegur kjarni frásögunnar hefst og hvar
44 Things Hidden since the Foundation of the World, Research Undertaken in Collaboration with Jean-
Michel Oughourlian and Guy Lefort (endurb. útg.; ensk þýð., Stephen Bann og Micahael Metteer;
Stanford, CA: Stanford University Press, 1987 [1978]), 15. Þessar efasemdir Girard urn heim-
spekina minna á orð Ludwig Wittgenstein (1889-1951) sem hélt því fram að einasta viðfangsefni
heimspekinnar í dag væri eðli tungumálsins. Stærðfræðingurinn og stjarneðlisfræðingurinn
Stephen W. Hawkings vitnar einmitt til þeirra orða Wittgenstein í umfjöllun sinni um stöðu heim-
spekinnar í dag. Hawkings telur að á nítjándu og tuttugustu öld hafi tækni og vísindi orðið svo
flókin viðureignar að það væri ekki lengur á færi nema vísindasérfræðinga að fjalla um þau, heim-
spekingar réðu einfaldlega ekki lengur við vísindaniðurstöur til að leggja á þær nokkuð mat, A Brief
History ofTime: From the Big Bang to Black Holes.With an Introduction by Carl Sagan (Toronto:
Bantam, 1988), 174-175.
45 Sjá t.d. Tracy, „On the Origins of Philosophy of Religion," 13.
46 Sjá t.d. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament? The Making of the Christian Myth (San
Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 19-222.
46