Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 60
Kristín Loftsdóttir
janlegar og öðlast oft nýja merkingu við breyttar aðstæður. Missir á dýrum
og auðlindum hefur leitt til þess að WoDaaBe hafa í auknum mæli gerst
farandverkamenn og vinna þá í borgum og bæjum Níger og nærliggjandi
landa. Það er sérstaklega yngra fólkið í ijölskyldunum sem fer til borgarin-
nar til að freista gæfunnar. Þrátt fyrir að karlmenn séu stærsti hluti þeirra
sem gerast farandverkamenn er einnig algengt að konur geri slíkt hið sama.
í flestum tilfellum er um að ræða giftar konur eða unnustur sem fylgja mön-
num sínum. Farandverkamenn halda sterkum tengslum við stórQölskyldur
sínar á hirðingjasvæðinu og karlmenn segja meginmarkmið sitt vera söfnun
fyrir nýjum dýrum til að geta snúið aftur til hjarðmennsku. A svipaðan hátt
tala konur einnig um farandverkamennsku sem ákveðið tímabil í lífi sínu.
Að mörgu leyti virðist farandverkamennska fela í sér fráhvarf frá því sem
Vesturlandabúar mundu líta á sem hjarðmennsku. Hún felur í sér dvöl í borg-
arsamfélagi, þátttöku í hringiðu alþjóðlegs markaðskerfis en ekkert sam-
neyti við skepnur. Það er áhugavert að farandverkamennirnir sjálfir útskýra
farandverkamennsku sem nýja leið til að nota hreyfanleika og stilla þannig
farandverkamennsku innan hefðbundinna leiða WoDaaBe til að komast af á
erfiðum tímum. í stað þess að leggja áherslu á veru í borg og tilvist án hús-
dýrahalds, sem hvort tveggja er í andstöðu við það að vera hirðingi, stilla
þeir farandverkamennsku upp með öðrum leiðum sem WoDaaBe hafa gegn-
um tíðina nýtt sér til að endurnýja hjarðir sínar á erfiðum tímum.16
Margir farandverkamenn leggja áherslu á mikilvægi farandverka-
mennsku við að skapa nýjar afkomuleiðir á erfiðum tímum. Slík áhersla snýr
þá ekki bara að einstaklingunum sjálfum heldur og áhættudreifingu fjöl-
skyldu eða hópsins í heild. Eins og fyrr hefur verið gefið í skyn hefur áhættu-
dreifing verið hluti af aðferðum hirðingjasamfélaga, sem og að hirðingjar
hafa hefðbundið enduruppbyggt hjarðir sínar með öðrum atvinnuháttum.
Notkun margvíslegra auðlinda til að minnka áhættu á erfiðum tímum er, eins
og Bruijn og Dijk hafa bent á, einkenni hirðingjasamfélaga almennt.17
Áhersla WoDaaBe farandverkamanna á þennan þátt er greinileg í eftirfar-
andi tilvísun sem og mikilvægi bæði hreyfanleika og samhjálpar í því að
skapa aukið öryggi fyrir alla:
Ef annar þurrkur kemur, annar tími þar sem meirihluti kúa deyr, þá mun
ég hafa ákveðna hæfni til að hjálpa fjölskyldu minni á hirðingjasvæðinu.
Ég þekki mismunandi atvinnuvegi, ég þekki ólík tungumál og ég veit
16 Sjá Kristín Loftsdóttir 2002.
17 Bruijn og Dijk 1999:135.
58