Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 72
Arnfríður Guðmundsdóttir leyti til frábrugðin máli eins og enskunni, en samt sem áður eigum við ýmis- legt sameiginlegt hvað kynjað málfar varðar. Ég nefni sem dæmi orðið maður á íslensku og man á ensku. Á síðustu áratugum hefur markvisst verið unnið að því að breyta notkun á orðinu man, frá því að merkja ýmist karl, eða karl og kona, yfir í það að orðið man merki eingöngu karlmaður. Nú heyrir það til undantekninga sé orðið man notað í „inclusivri“ merkingu, sem karl og kona. En hvað getur þessi þróun kennt okkur um notkun orðsins maður á íslensku? Að margra mati er þetta ekki vandamál sem við þurfum að taka á. Þó erum við fleiri sem sjáum ýmsa vankanta á tvíræðri merkingu orðsins. Valmöguleikarnir virðast þó ekki liggja á lausu. íslenskan á til dæmis ekki orð eins og human eða human being, sem hafa leyst orðið man af hólmi á enskri tungu. Orðin mannvera og manneskja eru vissulega til, en ekki góð að allra mati. En meira um íslenska orðið maður síðar. Erlendar biblíuþýðingar hafa margar tekið mið af kröfunni um málfar beggja kynja. Gott dæmi um það er New Revised Standard Version sem fyrst kom út árið 1989, á vegum Division of Christian Education of the National Council of the Churches of Christ í Bandaríkjunum. Þetta er því biblíuþýðing sem hefur þverkirkjulega skírskotun. Hér er um að ræða endurskoðaða útgáfú á Revised Standard Version, sem fýrst kom út árið 1952, og var á sínum tíma endurskoðuð útgáfa af American Standard Version, en sú þýðing kom fyrst út árið 1901. Sú síðastnefnda var upphaflega endurskoðuð útgáfa af hinni frægu King James Version sem var hin ríkjandi enska útgáfa allt frá 1611. í formála þýðingarnefndarinnar sem stóð að New Revised Standard Version (hér eftir skammstafað NRSV) er gerð grein fyrir nokkrum grund- vallaratriðum sem gengið var út frá við þýðingarstarfið. Þar er meðal annars ítrekað að um sé að ræða svokallaða „literal translation“, en umorðun („para- phrastic renderings“) aðeins notuð í undantekningartilvikum, þá aðallega til þess að koma í staðinn fýrir samkyn (eða „common gender“) 3. persónu ein- tölu, sem ekki fyrirfinnst í enskri tungu. Til þess að uppfylla gefin skilyrði, segir í formála að nefndin hafi fylgt þeirri meginreglu að vera eins bókstaf- leg og mögulegt var, en um leið eins frjáls og nauðsyn krafði (eða: „As lit- eral as possible, as free as necessary.“5) Um þá stefnu sem fylgt var varðandi þýðingu á kynbundnum hugtökum og persónufornöfnum segir svo: During the almost half a century since the publication of the RSV, many in the churches have become sensitive to the danger of linguistic sexism arising from the inherent bias of the English language towards the mas- 5 New Revised Standard Version, s. xiv.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.