Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 77
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin og hið sama má segja um orð eins og manngildi og mannréttindi.8 Það breytir því ekki að oft eru konur ekki menn, það er að segja þegar orðið maður er notað einvörðungu í merkingunni karlmaður. Notkun orðsins maður í málfari kirkjunnar, til dæmis í biblíutextum og játningum kirkjunn- ar, er engin undantekning. Það er af nógu að taka þegar leitað er að dæmum um notkun orðsins maður í merkingunni karlmaður. Um er að ræða bæði gömul og ný dæmi. Það fer ekki á milli mála hvað orðið maður merkir í heiti skáldsögu Jóns Thoroddsen Maður og kona, sem fyrst var gefin út árið 1876. Annað dæmi er KFUM, eða Kristilegt félag ungra manna, en merking þess er ljós í samhenginu KFUM og K. En ekki er merking orðsins alltaf jafn augljós. Ef sagt er: „Ég hitti mann hérna fyrir utan“, er ólíklegt að einhver svari: „Hvað heitir hún?“ þó að ekkert í setningunni gefi til kynna hvort orðið sé notað yfir bæði kynin eða bara annað. Annað dæmi um óljósa merkingu orðsins maður er nýlegt og er að finna í eftirfarandi yfirskrift á veggspjaldi, sem ég sá nýlega í kirkju hér í borg: Menn með markmið. Konunglegt prestafélag. Ekkert í textanum gefur mér tilefni til að álykta að konur séu menn í þessu samhengi. Athugun leiddi í ljós að hér er bara verið að tala um „karla með markmið“. Þetta er enn eitt dæmið um það þegar konur þurfa að spyrja hvort orðið maður vísi til þeirra, eða með öðrum orðum, þegar konur þurfa að spyrja hvort þær séu menn eða ekki. Ég dreg í efa að karlar lendi oft í slíkri stöðu. Dæmi um tvíræða merkingu orðsins maður er að finna víða í sköpunar- sögum Biblíunnar í 1. Mósebók 1.-3. kafla.9 Ég mun nú skoða nokkur dæmi og bera saman gömlu og nýju þýðinguna á íslensku og enska þýðingu eins og hún birtist í NRSV. Fyrsta dæmið er úr fyrri sköpunarsögunni, úr 1. kafla 27. versi: 8 Athyglisvert er hvemig samtökin Amnesty International hafa í baráttu sinni íyrir auknum mannrétt- indum kvenna, vísað til þessarar tvíræðni orðsins maður, í slagorðinu „kvenréttindi eru líka mann- réttindi'1. Forsendan fyrir þessu slagorði hlýtur að vera sú að þetta sé ekki sjálfsagt mál! (Sjá Human Rights are Women’s Rights. London: Amnesty Intemational Publications, 1995). Orðin forstöðu- maður, starfsmaður, þingmaður og fleiri slík eru notuð fyrir bæði kynin. Hins vegar er athyglisverð þróunin sem hefur orðið varðandi starfsheiti sem áður voru kvenkyns, en hefur verið breytt í karl- kynsorð, um leið og karlmenn hafa komið inn í viðkomandi stéttir, sbr. hjúkrunarkona sem breytt hefur verið i hjúkrunarfræðing og fóstrur, sem nú heita leikskólakennarar. Hið sama hefur ekki gilt um karlastéttir sem konur hafa komið inn í, en þá hafa starfsheitin haldist óbreytt, sbr. ráðherra. Mörg önnur dæmi em til, eins og prestur, kennari, læknir, forseti, o.sv.frv. 9 Sjá mjög gagnlega umræðu Phyllis Trible um 1M 1-3 í 1. og 4. kafla bókar hennar God and the Rhetoric of Sexuality. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.