Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 135

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 135
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Arna Eyjólfssonar fræðilegs verks og greini sig skýrt frá inngangi þess en þar fer hin eiginlega skilgreining verksins og „markaðsfærsla" fram. í formálanum kýs höfundur þó í þessu tilviki að staðsetja að mínum dómi gríðarlega mikilvæg skilaboð um verk sitt sem raunverulega hljóta að skipta sköpum um allt mat á því. Er sú staðsetning að mínum dómi mjög óheppileg. Hið endanlega svar við því hvers konar rit hér sé um að ræða tel ég loks vera að finna í lokakafla þess og verður því staldrað við hann um stund. Þessi kafli sem er fremur stuttur ber tvær yfirskriftir sem vísa hvor til sinn- ar áttar: Niðurstaða; Trúin og afhelgun veraldarinnar. (493-507) Samkvæmt venju vekur yfirskriftin Niðurstaða þá væntingu að horfið verði að útgangs- punkti og/eða meginviðfangsefni ritverksins og það að endingu rætt í ljósi þess efnis sem kynnt hefur verið í meginmáli. Þess hefði því mátt vænta að hér yrðu dregnir saman meginþræðirnir í guðfræði Matreins Lúthers á árun- um 1535-1540 eins og þeir birtast í túlkun hans á Jóhannesarguðspjalli. Fyr- irsögnin Trúin og afhelgun veraldarinnar er á hinn bóginn inntaks- eða efn- isleg og hún vísar ekki afltur til upphafs ritsins heldur fram á við, inn í lokakaflann sjálfan og að nokkru leyti burt frá guðfræði Lúthers inn í sam- tíma höfundarins og lesenda hans. Má í hæsta lagi segja að höfundur dragi ályktanir af guðfræði Marteins Lúhers í niðurstöðukafla sínum þótt sam- bandið milli hans og annarra kafla bókarinnar sé vissulega nokkuð losaralegt í mínum huga. Ekki þarf heldur lengi að lesa til þess að sjá að höfundur hyg- gst í engu draga saman þræðina frá 1535-1540 heldur segir hann: Hér verður ekki dregið saman það sem áður er sagt um kenningar Lúth- ers. Þess í stað skal þess freistað, nú undir bókarlok, að nota guðfræði hans í því skyni að varpa ljósi á tómhyggju nútímans. Þau verufræðilegu og siðferðilegu vandamál sem nútímamenn glíma við ættu að vera hvati til frekari rannsókna á guðfræði Lúthers og arfleifð hans. (493) Hér tel ég raunar vera að finna lykilinn að því ritverki sem hér er til umræðu: Höfundur virðist hafa sterka löngun til að greina trúarhugsun samtímans og bregðast við henni í ljósi lútherskrar guðfræði. Til þess hefur hann einnig víða uppi frjóar tilraunir sem ég mun þó ekki taka afstöðu til hér. Einhvers staðar þarna held ég að sé að finna helsta styrkleika þess verks sem hér er til umræðu en jafnframt gríðarlegan veikleika sem mótar allt verkið og veldur mikill togstreitu við „krítískan“ lestur þess. „Ambition" höíundarins er greinilega að leggja sitt af mörkum við guðfræðilega grein- ingu á stöðu mannsins í flóknu samfélagi nútímans og hann er sannfærður um að í því sambandi megi hafa góða stoð af guðfræði Lúthers. Þessa „ambi- tion“ kýs höfundur þó að staðsetja formlega séð utan verksins sjálfs. Henn- 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.