Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 136
Hjalti Hugason
ar sér ekki stað í titli þess, byggingu, né heldur aðferðafræðilegri greinargerð
í hinum eiginlega inngangi verksins. Þetta er að mínu áliti mikill og slæmur
ágalli. Með þessu veldur höfiindur því í raun sjálfur að rit hans hlýtur að
verða gagnrýnt út frá öðrum forsendum en vert væri. Að mínu áliti hefur
hann færst of mikið í fang, sópað of miklu efni inn í það rit sem hér liggur
fyrir, sprengt innanfrá þann furðu þrönga stakk er hann sníður sér m.a. í titli
verksins og þeirri tengingu sem þar kemur fram við afmarkaðan þátt í guð-
fræði Lúthers á tilteknu fimm ára tímabili. Þessi þrönga nálgun nægir hon-
um á hinn bóginn engan veginn til að fullnægja hinu raunverulega áhugamáli
sínu að túlka tilveru okkar í nútímanum. Það versta er að höfundi virðist hafa
verið þetta fúllljóst er hann skrifaði formálann að riti sínu en þar segir hann:
Við vinnu þessarar bókar varð mér fljótlega ljóst að ekki nægði að setja
fram guðfræði Lúthers í ljósi Jóhannesartúlkunar hans, heldur yrði um
leið að gera grein íýrir þeim aðstæðum sem Jóhannesartúlkunin á rætur í.
(17)
Þarna útvíkkar höfundur viðfangsefni sitt nokkuð miðað við það sem segir
t.d. í titli án þess þó vissulega að sprengja hinn sögulega ramman. Hann
virðist a.m.k. finna fyrir þeim þrengslum sem ramminn veldur. Hið sama
kemur jafnvel enn betur fram á bls. 22.
í raun má segja að hann hefði þurft að slaka enn meira á klónni frá því
sem titill verksins gefur til kynna til að geta svalað „ambition" sinni eins og
vert væri. Höfundur hefði að mínum dómi skilað af sér mun áhugaverðara
riti ef hann hefði valið annað tveggja: (1) Að halda sig alfarið við tiltölulega
sögulega og samtæðilega greiningu á guðfræði Marteins Lúthers í ljósi túlk-
unar hans á Jóhannesarguðspjalli á árunum 1535-1540 eins og hann gefur
fyrirheiti um í titli og Inngangi. Eða (2) gengið enn vasklegar fram í því að
láta á það reyna hvort og þá hvernig megi fá gleggri sýn á nútímann með því
að rýna hann út frá guðfræðilegum áherslum Lúthers og siðbreytingarinnar
að öðru leyti eins og hann gefur undir fótinn með í Formála og Niðurstöðu.
Misvísun af því tagi sem hér hefur verið bent á er óheppileg og að mínum
dómi tekst höfundi ekki bæði að ná yfirlýstum (sögulegum) markmiðum sín-
um og fullnægja augljósum (guðfræðilegum) metnaði sínum. Óheppilegasta
afleiðingin af þeirri innri togstreitu eða spennu í ritinu sem ég hef hér gert
mér far um að greina er sú að ritið skortir í raun nægilega skýra þungamiðju
eða megintesu sem hægt sé að taka afstöðu til, staðfesta, hafna eða endur-
skoða. Andmæli mín hér á eftir munu bera þessari niðurstöðu minni glöggt
vitni. Þau snúast fremur um einstök, afmörkuð atriði en um meginhugmynd
höfundar - t.d. um Jóhannesartúlkun Lúthers á árunum 1535-1540. Ég verð
134