Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 145

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 145
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Arna Eyjólfssonar legrar guðfræði. Hér má þó einnig benda á þann metnað hans að semja guð- fræðilegt verk sem kann að reynast honum fjötur um fót þegar að sögulegri greiningu kemur. Honum virðist a.m.k. ekki lagið að grafast fyrir um sögu- lega þróun hugmynda, hugtaka og túlkana. í stað þess að lýsa hvernig hug- myndir og túlkanir vaxa fram og þróast á löngum tíma fellur hann stundum í þá gryQu að þröngva veruleikanum inn í spennitreyju nútímahugtaka. Tengingar við íslenska sögu Tengingar við íslenska sögu og trúarveruleika eru ekki margar í riti Sigur- jóns Árna Eyjólfssonar enda vandséð að þær eigi heima í riti um guðfræði Marteins Lúthers á tímabilinu 1535-1540. Þeirra sér þó örlítinn stað og skal þessu sögulega sjónarhorni því lokið með örlítilli hugleiðingu um þau. í sjálfúm upphafsorðum bókarinnar ræðir höfundur gildi þess að rýna ís- lenskar nútímaaðstæður út frá guðfræði Lúthers og segir: Á íslandi hefúr guðfræði Lúthers haft mikil áhrif en jafnframt verið al- menningi nokkuð óljós. Þannig er t.d. mörgum hulið að hin margrómaða barnatrú geymir í raun kjarnann í guðfræði Lúhers, að náttúruskynjun ís- lendinga á djúpar rætur í sköpunarguðfræði Lúthers og að hin jákvæða aftæða (svo!) til lífsins sem fram kemur hjá íslendingum í sterkri von er í góðu samræmi við guðfræðihugsun Lúthers.(17) Þessi ummæli vekja margar og stórar spumingar. (1) Höfum við íslendingar raunverulega sérlega jákvæða afstöðu til lífsins sem kemur fram í sterkri von og hvernig samræmast þessir þættir, ef rétt er metið, guðfræðihugsun Lúth- ers sérstaklega en ekki hinu kristna fagnaðarerindi almennt? (2) Er til eitt- hvað sem við getum kallað sameiginlega náttúruskynjun íslendinga og á hvern hátt stendur hún djúpum rótum í sköpunarguðfræði Lúters sérstaklega en ekki sam-kristinni sköpunartrú? Og loks (3) í hverju felst hin margróm- aða íslenska bamatrú? Á hvern hátt er hún í meira samræmi við guðfræðiá- herslur Lúthers en sam-kristinn trúararf? Þess skal getið að þessi rígbinding bamatrúarinnar við Lúther og guðfræði hans sérstaklega virðist í raun brjóta í bága við túlkun höfundar á guðfræðilegu framlagi siðbótarmannsins en honum er mjög í mun að Lúther hafi ekki verið upphafsmaður eigin skóla heldur hafi hann (aðeins) enduruppgötvað hinn sam-kristilega arf. Fleiri tilrauna gætir til að tengja Lúther og guðfræði hans við íslenskan veruleika og menningu. Á einum stað segir m.a.: Segja má t.d. að Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín verði illskiljanleg- ar og óútskýranlegar trúarhetjur innan íslenskrar menningarsögu sé ekki hugað að áhrifúm lútherska rétttrúnaðarins." (33) 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.