Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 8
SKAGFIRÐI N GABÓK
Um þessar mundir vinnur Sögufélagið að útgáfu á Skagfirzkum
æviskrám. Þar er um stórvirki að ræða. Engu að síður ákvað félagið
á síðastliðnum vetri að hefja útgáfu árbókar, þar sem safnað verði
saman margvíslegum fróðleik um Skagafjörð og Skagfirðinga.
Slíkt efni liggur víða falið, en hins vegar líkindi til, að það dreif-
ist um of á prenti eða komi jafnvel ekki fyrir almenningssjónir, ef
vettvang skortir, þar sem það á bezt heima.
Sú er ætlunin, að árbókin komi jafnan út að haustlagi og verði
hverju sinni ekki undir 10 örkum að srærð, þ. e. 160 bls. Þó von-
ast ritstjórnin til, að efnisöflun gangi svo greiðlega, að ritið geri
orðið nokkru stærra, líkt og raun hefur orðið á í þetta sinn.
Eins og að líkum lætur um rit á vegum Sögufélagsins, verður
megináherzla lögð á sögulegan fróðleik ýmiss konar, persónusögu
og sveita- og staðháttalýsingar. Má af þessu fyrsta hefti sjá, hvern
stakk ritstjórnin hyggst sníða ritinu.
Efnis mun verða leitað bæði hjá samtímahöfundum og í hand-
ritum frá fyrri tíð. Þykir því rétt að láta þess getið í eitt skipti fyrir
öll, að stafsetning og greinarmerkjaskipun verður ávallt sem næst
nútíðarreglum. Leitazt verður við að láta skýringagreinar fylgja
efnisatriðum, eftir því sem þurfa þykir. Þó ætti að mega stilla í hóf
eða sleppa stundum alveg skýringagreinum varðandi skagfirzka
persónusögu á síðari tímum, þar sem Skagfirzkar æviskrár verða
smám saman meginheimild um þau efni og því hægurinn hjá að
styðjast við þær. Ef óhjákvæmilegt þykir, áskilur ritstjórnin sér
rétt til að hnika smávægilega til efnisröð þátta, en reynt verður
að hrófla sem allra minnst við sjálfum stíl höfundanna. Lítils hátt-
ar misræmi og auðsæ pennaglöp verða að sjálfsögðu leiðrétt þegj-
andi og hljóðalaust.
I riti sem þessu má einatt búast við missögnum og villum. Eru
lesendur vinsamlega beðnir að hafa það í huga, og væntir ritstjórn-
in þess, að frá þeim berist leiðréttingar og ábendingar. Verða þær
birtar, ef þær reynast eiga við rök að styðjast.
6