Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 9
FORMÁLI
Á því ræpa ári, sem liðið er síðan efnisöflun hófst, hefur æði-
mikið af góðu efni komið í leitirnar, sem tekið verður til birtingar
í næstu heftum. Þrátt fyrir það eru lesendur beðnir að koma dyggi-
lega til liðs við ritstjórnina, bæði með því að senda frumsamda og
áður óprentaða þætti og með því að benda henni á, hvar slíks muni
vera að leita. Greidd verða ritlaun, eftir því sem framast er hægt.
Enda þótt fjárhagslegur grundvöllur Skagfirðingabókar sé enn
nokkuð óviss, þar sem ekki hafa borizt allir áskriftalistar, er það
von ritstjórnarinnar, að þessi útgáfutilraun þurfi ekki að stranda
á tómlæti og fjárþröng, enda bendir margt í gagnstæða átt. Ber
sérstaklega að þakka mörgum áskriftasafnendum, sem sýnt hafa
mikla ósérplægni og dugnað. Þá hefur og Skagfirðingafélagið í
Reykjavík veitt 5000.00 kr. styrk til þessa fyrsta árgangs, og fleiri
aðilar hafa gefið ádrátt um aðstoð, ef á þarf að halda.
Eins og getið var um í boðsriti, er verð fyrsta heftis ákveðið kr.
250.00. Taldi ritstjórnin ekki unnt að hafa verðið lægra, því engar
auglýsingar verða teknar til birtingar, en þær eru jafnan ein helzta
tekjulind tímarita. Einnig má nefna, að sala ritsins verður trúlega
nokkru minni fyrir þá sök, að það verður ekki haft á boðstólum í
bókaverzlunum, heldur einungis selt hjá umboðsmönnum. Verður
í næsta hefti skrá yfir nöfn og heimilisföng allra umboðsmanna,
sömuleiðis allra þeirra kaupenda, sem gerzt hafa fastir áskrifendur,
áður en annað hefti fer í prentun.
Ekki þykir ritstjórninni ástæða til að láta skrár um nöfn manna
og staða fylgja hverju hefti. Verði framhald á útgáfunni, má telja
nægjanlegt að prenta slíkar skrár í lok þriðju hverrar árbókar, þar
sem líklegt er, að þrjú hefti saman verði hæfileg í eina innbundna
bók.
Þess var áður getið, að Skagfirðingabók er ætlað það hlutverk
að varðveita frá gleymsku margvíslegan fróðleik um Skagafjörð
og Skagfirðinga. Að baki þeirri hugmynd býr sú sannfæring, ao
það sé hverjum íslendingi nauðsyn að varðveira tengslin við for-
7