Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 11
BENEDIKT SIGURÐSSON A FJALLI
eftir SIGURÐ ÞÓRÐARSON
Upp ÚR miðri 19. öld hófu búskap nýgift hjón á Stóra-
Vatnsskarði í Skagafirði. Maðurinn hét Sigurður Benediktsson
prests að Melum Jónassonar, prests að Höskuldsstöðum. Er það
nafnkunn prestaætt í Húnavatnssýslu og víðar. Konan, Margrét
Valgerður Klemensdóttir frá Bólstaðarhlíð, var dóttir Klemensar
smiðs og bónda í Bólstaðarhlíð, og konu hans, Ingibjargar Þor-
leifsdóttur hreppstjóra í Stóradal (Stóradalsætt).
Sigurður Benediktsson var söðlasmiður. Hafði hann lært söðla-
smiði í Reykjavík hjá Steinsen söðlasmið, hafði svo flutt norður
í Skagafjörð til séra Halldórs Jónssonar í Glaumbæ, frænda síns,
síðar prófasts á Hofi í Vopnafirði.
Þegar séra Halldór fluttist austur að Hofi, fór Sigurður að hugsa
um búskap og kvonfang. Fékk hann Stóra-Vatnsskarð til ábúðar,
en það var kirkjujörð frá Glaumbæ. Þar bjó hann í 17 ár við góðan
hag, og þar voru öll börn þeirra hjóna fædd. Þau voru: Ingibjörg,
Klemens, Jakob, Sigríður og Benedikt. Oll voru þau systkin greind
og myndarleg.
Sigurður söðlasmiður flutti að Auðólfsstöðum í Langadal árið
1869. Þar bjó hann nokkur ár, en fluttist svo að Botnastöðum í
Svartárdal, og þar dó hann 7. marz 1875. Bjó kona hans þar áfram
ekkja með börnum sínum. Ráðsmaður fyrir búinu var Klemens,
þótt ungur væri. Hann reyndist hinn ágætasti efnismaður og lista-
smiður. Hann var eitt ár á Akureyri að fullnuma sig í söðlasmíði.
Eftir það stundaði hann söðlasmíði með miklum ágætum, meðan
hann lifði og bjó á Botnastöðum. Hann dó ungur, aðeins þrítugur,
9