Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐIN GABÓK
árið 1886, og var mikill mannskaði að honum, því að hann
reyndist í öllu snilldarmaður. Var hans almennt og sárt saknað.
Næst elzti sonurinn var Jakob Sigurðsson, fæddur 1860. Hann
lærði undir skóla hjá séra Jakobi föðurbóður sínum á Miklabæ,
en dó í 6. bekk latínuskólans, 19. nóvember 1880. Hann var
gáfaður maður og ágætur námsmaður. Hörmuðu vandamenn
mikið fráfall hans sem vænta mátti, því að hann var hvers manns
hugljúfi.
Þannig voru þá tveir eldri bræðurnir dánir, og nú átti Margrét
ekki nema einn soninn eftir. Það var Benedikt Sigurðsson, fæddur
1865, þann 12. nóvember.
Benedikt lærði söðlasmíði hjá bróður sínum og varð góður
smiður og vandaði verk sín vel. Nokkurt námsefni undir skóla
las hann hjá séra Jakobi föðurbróður sínum, en ekki gat þó móðir
hans misst hann frá búi sínu eða kostað hann til náms. Alla ævi
sína var samt Benedikt afar bókhneigður og las mikið og vand-
lega allar bækur, sem hann náði í. Hann las bækur á Norður-
landamálunum sér til fullra nota, fornbókmenntum okkar var
hann mjög vel kunnugur, og ávallt var heimili hans mikið menn-
ingarheimili, þar sem ölhun greindum mönnum var tekið opnum
örmum.
Botnastaðir voru mjög í þjóðbraut, er Margrét Klemensdóttir
bjó þar með börnum sínum. Þar var póstafgreiðslustaður og óskap-
leg gestanauð, en ekkert tekið fyrir greiða. Það var því ráð Bene-
dikts að flytja að Fjalli í Seyluhreppi, sem þá var laust til ábúðar.
Móðir hans var talin fyrir búinu, en Benedikt var ráðsmaður. Flutt-
ust þau að Fjalli vorið 1888 í miklum harðindum, því að árferði
var afar hart á 9. tug aldarinnar og Fjall ekki vel í sveit sett,
hvað veðurfar snertir. Aftur á móti var góð bygging á jörðinni,
stór og reisulegur timburbær.
Það sótti í sama far á Fjalli eins og á Botnastöðum með gesta-
nauð, þó ekki væri þar póstafgreiðsla, en öllum var tekið tveim
höndum, gestum og gangandi. Hélzt það alla búskapartíð Bene-
dikts. Ekki var hann talinn mikill búmaður, en ávallt var hann
veitandi, en ekki þiggjandi, og ekki sótti hann um eftirgjöf á
10