Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 13
BENEDIKT Á FJALLI
skuldum sínum, heldur greiddi þær sjálfur, svo að enginn tapaði
hjá honum eyri, enda bjó hann við batnandi hag eftir 1920, þegar
skánaði árferði.
Arið 1904 tók Benedikt við búi á Fjalli af móður sinni, og árið
1906 giftist hann Sigurlaugu Sigurðardóttur, bónda á Stóra-
Vatnsskarði, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau þrjú börn:
Jakob, f. 20. júlí 1907, dr. phil., Reykjavík; Halldór, f. 28. nóvem-
ber 1908, bónda á Fjalli; Margréti, f. 25. desember 1913, húsfrú
á Stóra-Vatnsskarði, gift Benedikt Péturssyni 1938, d. 1942.
Margrét Klemensdóttir, móðir Benedikts Sigurðssonar, dó árið
1907. Var hún blind hin síðustu ár, er hún lifði. Hún var ágæt
kona, kærleiksrík og góð, elskuð og virt af börnum sínum og
öllum, er hana þekktu, enda fór ekkert af börnum hennar frá
henni, meðan hún lifði. Sigríður dóttir hennar dó árið 1891, og
voru þá tvö systkinin lifandi, Ingibjörg og Benedikt.
Mörg börn tóku Benedikt og móðir hans til fósturs. Fyrst er
að nefna systursyni hans, Sigurð og Klemens, þá Jónínu Sveins-
dótmr, Sóleyju Sölvadóttur og seinna dóttur hennar, Oldu Péturs-
dóttur; loks Harald Pétursson. Oll mönnuðust þessi börn vel,
enda var Benedikt ágætur uppalandi, kærleiksríkur, góður og
glaðlyndur og sífellt að kenna og fræða. Hann ávann allt með
vinsemd og góðlyndi, en aldrei með hörku. Fósturbörnin munu
líka hafa virt hann og elskað sem föður sinn.
Mikinn þátt tók Benedikt í félagslífi sveitar sinnar og var
hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Einkavinir hans voru
frændi hans, Þorvaldur Arason, póstafgreiðslumaður á Víðimýri,
og séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ. Þorvaldur var vel
menntaður maður og hinn ágætasti i alla staði. Hann vildi öllum
vel og var sannur höfðingi í bændastétt. Benedikt var forsöngvari
við Víðimýrarkirkju öll árin, sem hann bjó á Fjalli, og var það
oft eftir messu, að þeir settust þrír saman, vinirnir, inn á póst-
skrifstofuna á Víðimýri og tóku tal saman fil kvelds. Létu þeir
þá hugann reika víða, allt frá fornsögunum og eddukvæðunum,
sem séra Hallgrímur var mjög fróður um, til landsmálabaráttu
þeirrar, er þá var háð. Þeir voru allir Valtýingar og áhugamenn
11