Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 17
BENEDIKT A FJALLI
Benedikt andaðist 12. desember 1943.
Nú eru þá liðin rúmlega hundrað ár frá fæðingu Benedikts Sig-
urðssonar, bónda á Fjalli, og minning hans er í heiðri höfð hjá
öllum, er hann þekktu, ekki sízt hjá okkur fósturbörnum hans,
sem elskuðum hann og virtum. Þá kemur mér hann í hug, er ég
heyri góðs manns getið.
ENN UM BENEDIKT Á FJALLI
I þætti sínum hér að framan minnist Sigurður Þórðarson,
eins og sjálfsagt var, á Bændakórinn skagfirzka. Þeim lesendum,
sem löngun hefðu til að kynna sér vel sögu kórsins, starfsemi hans
og skipun alla, skal bent á tvær ritsmíðar sérstaklega. Onnur heitir
Skagfirzki bœndakórinn, er samin af Þorbirni Björnssyni frá Geita-
skarði og birtist 1962 í bók hans Aö kvöldi, hin nefnist Bœnda-
kórinn og er eftir Halldór Benediktsson á Fjalli, birtist í tíma-
ritinu Tindastóli 1963, 1. tbl. Báðar eru greinar þessar fróðlegar
og ágætar heimildir. Má þess geta, að í grein sinni víkur Halldór
nokkuð að söngstarfi föður síns fyrir daga bændakórsins.
Nú eru fáir eftir þeirra manna, sem sungu svo snjallt með
Benedikt á Fjalli í Bændakórnum. Af þeirri ástæðu ekki sízt
þótti ritstjórn Skagfirðingabókar vel til fallið, að einhver þeirra
rifjaði stuttlega upp kynni sín af Benedikt, og fengju þær línur
samflot með þætti Sigurðar Þórðarsonar. Varð Þorbjörn frá Geita-
skarði við ósk ritstjórnarinnar um að festa nokkur endurminn-
ingaorð á blað. Fara þau hér á eftir:
Benedikt Sigurðsson á Fjalli er mér einn hinna eftirminni-
legustu Skagfirðinga, er ég kynntist á 40 ára lífsgöngu. Hann
var nokkuð til ára færður, er við hitmmst og kynntumst allnáið
vegna samstarfs okkar í Bændakórnum skagfirzka. Að kynnast
mönnum í erfiðu samstarfi, skilur ekki ætíð eftir geðfelldar minn-
ingar, en þannig var það ekki með Benedikt, mér fannst hann
alltaf vaxa, því meir og betur sem ég kynntist honum. Hann var
15