Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
búinn mjög skírri greind og mjúkri, ljúfri skapgerð. Hann var
gleðimaður og hafði oft heillandi kímnitilsvör tiltæk, einkum
þá er honum fannst drungi og tvísýni kvika yfir samfélagshópnum.
Þótt hann væri elztur okkar félaga og háragtár orðinn, var hann
ætíð með þeim ákveðnustu að stíga yfir allar hindranir, er á
vegi við blöstu, en þær voru oft margar á samfélags- og starfs-
leið okkar Bændakórsmanna. Hann átti ávallt til styrk bjart-
sýninnar og gleðinnar, þegar í álinn syrti. Hann bar í brjósti ör-
yggi fullhugans og tillitssemi drengskaparmannsins. Slíkir menn
eru samfélaginu ætíð þarfir.
Sem söngfélagi, raddmaður, var hann alveg ómetanlegur sök-
um hinnar djúpu, hreimmiklu bassaraddar, sem áreiðanlega var
fágæt að styrk og dýpt á þeirri tíð. Haft heyrði ég það eftir biskupi
Jóni Helgasyni, er messaði í Víðimýrarkirkju á þeirri tíð, er
Benedikt var þar organisti, að slíkan bassa sem Benedikts hefði
hann aldrei heyrt.
Að vallarsýn var Benedikt vel gerður. Hann var meðalmaður
á hæð, þrekinn, vel limaður og hreyfingadjarfur. Andlitið skýrt
mótað, augun skýr og athugul, lýsandi greind og góðmennsku.
Af Benedikt sem bónda get ég fátt sagt. Efnaður var hann víst
aldrei, en þó sæmilega. Það man ég frá heimsóknum mínum á
hans garð, að aldrei særði mig nein sóðamennska eða drabbs-
hættir.
16