Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 19
FYRSTI KVENNASKÓLI í SKAGAFIRÐI
eftir KRISTMUND BJARNASON
Skagfirzka kvenfélagshreyfingin er elzta félagsmála-
hreyfing í Skagafirði, nú rösklega hundrað ára. Nátengd henni er
saga fyrsta kvennaskólans í héraðinu. Má því vel hlýða að rekja
hér sögu kvenfélagsins að nokkru.
Árið 1869 varð séra Jónas Björnsson prestur að Ríp í Hegra-
nesi. Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur að Þórormstungu
í Vatnsdal 9. september 1840. Voru foreldrar hans Björn Guð-
mundsson, síðar bóndi að Geithömrum í Svínadal, og kona hans
Gróa Snæbjarnardóttir, bónda í Þórormstungu, Snæbjörnssonar.
Jónas gat sér snemma orð fyrir frábæra námshæfileika þrátt
fyrir heilsubrest. Foreldrar hans voru sárfátækir, en þó var ákveð-
ið, að pilturinn skyldi hefja nám í Latínuskólanum. Lá við sjálft,
að hann yrði að hætta námi þar í miðjum klíðum örbirgðar vegna,
en fékk þá fyrir atbeina rektors undanþágu hjá stiftsyfirvöldum
til að lesa tvo bekki saman og brautskráðist með miklu lofi. Er efa-
mál, að nokkur íslenzkur námsmaður hafi hlotið annað eins hrós
fyrir mannkosti og dugnað hjá skólastjóra sínum og Jónas í lof-
ræðu þeirri, er rektor flutti honum að skilnaði.
Eftir stúdentspróf stundaði Jónas kennslu, er hann naut sín frá
veikindum, var t. a. m. heimiliskennari á Hjaltastöðum í Blöndu-
hlíð veturinn 1862—1863 hjá Eggert Briem. Víðar kenndi hann
á þessum árum og ávallt með frábærum árangri, svo að hróður
hans barst víða. Hugur hans stóð til háskólanáms, en þess átti
hann engan kost vegna fátæktar. Þá réð hann af að fara í presta-
skólann og lauk prófi þaðan árið 1867.
a
17