Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 20
S KAGFIRÐIN GABÓK
Veturinn eftir kenndi hann að Geithömrum, en hafði skóla á
Borðeyri veturinn 1868—1869. Þá var í ráði að stofna þar al-
þýðuskóla fyrir Norður- og Vesturland, og hafði verið safnað all-
miklu fé innan lands og utan í þeim tilgangi og mikið rætt um
og ritað að koma upp menntaskóla, eins og það var orðað, til að
létta þeim róðurinn, sem hygðu á langskólanám, en jafnframt til
að auka þekkingu þeirra, sem hugðust að námi loknu helga sig
framleiðslustörfum til sjávar og sveita. Jónas Björnsson var sjálf-
kjörinn skólastjóri þessa væntanlega skóla, en vísir að honum var
Borðeyrarskólinn, sem starfaði a. m. k. fyrrgreint ár undir stjórn
Jónasar. Skólahugsjónin rættist ekki, og vakti það reiði og von-
brigði margra. Munu verzlunarmálin, stofnun Borðeyrarfélagsins,
hafa valdið mestu um, en það er önnur saga.
Sökum heilsuleysis hafði Jónas ekki treyst sér til að taka prest-
vígslu og gerast sveitaprestur, því að hann þoldi illa ferðalög og
þá vosbúð, sem tíðum fylgdi þeim. Ekki er vitað með vissu hvað
að honum gekk, en líkindi til, að það hafi verið tæringarveiki,
sem svo var nefnd.
Um þessar mundir er Olafur Sigurðsson í Asi í Hegranesi mjög
fyrir Skagfirðingum. Hann var gagnkunnugur í Húnaþingi og
þekkti vel til Jónasar. Er naumast nokkurt efamál, að það er fvrir
hvatningu hans, sem Jónas sækir um Ríp í Hegranesi, eitt minnsta
prestakall á landinu, en um leið hefur verið ákveðið að efna upp
á skagfirzkan skóla, enda útséð um, að Borðeyrarskólinn ætti sér
nokkra framtíð að sinni. Eins og áður segir, var Jónas frábær
kennari og hafði unun af kennslu, og stóð hugur hans mest til að
verða skólakennari. Sökum þess, hve Rípurkall var lítið, þótti sýnt,
að hann mundi mjög geta helgað sig kennslustörfunuxu.
I Vatnsdal hafa löngum verið kvenkostir góðir. I Grímstungu
var um þessar mundir Ingibjörg, dóttir Eggerts Jónssonar á Þór-
eyjarnúpi og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, mikilhæfra hjóna. Ingi-
björg var vel að sér til munns og handa, hagorð nokkuð, skrifari
ágætur og framfarasixxnuð. Bróðir hennar var Þorsteinn, hinn efni-
legasti maður, kvæntur Halldóru Pétursdóttur frá Valadal. Þeirra
18