Skagfirðingabók - 01.01.1966, Síða 21
KVENNASKOLINN
dóttir var Guðrún, fyrri kona Bjarna Jónssonar frá Vogi. Jónas
felldi hug til Ingibjargar, og heitbundust þau um svipað leyti og
hann sækir um Ríp. Jónas tók vígslu um sumarið 1869 og fluttist
norður; gekk hann rð eiga Ingibjörgu þá um haustið.
Séra Jónas var kunnugur í Skagafirði, og fögnuðu Skagfirðing-
ar komu þeirra hjóna í héraðið, því að þau fluttu með sér andblæ
nýs tíma.
Kona Olafs í Asi var Sigurlaug Gunnarsdóttir á Skíðastöðum,
Gunnarssonar, ein mikilhæfasta húsfreyja í héraði fyrir margra
hluta sakir. Skömmu eftir komu Ingibjargar að Ríp, auglýsir Sig-
urlaug ásamt henni „konufund", sem halda eigi að Ási 7. júlí
fyrrgreint ár (1869). Til þessa fundar má rekja stofnun skagfirzka
kvenfélagsins og fyrsta kvennaskólans, og er ekki ófyrirsynju að
ætla, að hér sé um að ræða vísi að fyrstu almennum félagssam-
tökum kvenna á Islandi, þótt ekki skuli það fullyrt.
Ymsum þótti þessar tiltektir hneykslanlegar, enda var þetta á
þeim tímum, sem konan var aðeins góður gripur í búi bóndans,
þegar bezt lét. Gárungar höfðu þessi fundahöld í flimtingum og
kölluðu „pilsafundi". Varð því að ráði að skýra opinberlega frá
fundinum 7. júlí, og birtist sú greinargerð í Norðanfara haustið
1869; er hún á þessa leið:
„I ritlingnum „Nokkur orð um hreinlæti", sem gefinn er út á
kostnað útlendrar tignarkonu, stingur höfundurinn upp á, að konur
í hverri sveit taki sig saman um, hvort þær mundi eigi með sam-
tökum geta stutt að ýmsu, sem miðaði til að bæta hreinlæti í þeirra
sveit, þó það sé nýlunda hér á landi, að konur stofni félög. Þessi
uppásmnga vakti oss, flestar konur í Rípurhreppi í Skagafirði, að
eiga fund með oss að Ási í Hegranesi 7. þ. m. (þ. e. júlí).
Aðalumræðuefni þessa fundar var:
1. Um hreinlæti og hvað mest væri ábótavant hjá oss í því
tilliti í baðstofu, í búri, í eldhúsi, í bæjardyrum og úti fyrir
þeim og kringum bæinn og hvernig bezt yrði ráðin bót á því.
19