Skagfirðingabók - 01.01.1966, Page 22
SKAGFIRÐINGABOK
2. Var rætt um bágindin og hvað væri hér enn ónotað, er hafa
mætti til manneldis, og sömuleiðis, hvort eigi mundi mega
taka upp hyggilegri tilhögun á því, sem notað hefur verið.
3. Var rætt um að minnka óþarfakaup á þessu sumri.
Af umtali voru varð oss enn ljósar, að margt gæti farið betur hjá
oss en fer í þeim greinum, er hér eru nefndar, og varð sú niður-
staðan, að við skyldum eftir fremsta megni leitast við að hrinda
því í lag, sem oss fannst brýnust nauðsyn til, svo sem um hagan-
legri meðferð á öllu, sem til manneldis lýtur, eins og nú er ár-
ferði háttað.
Af því menn eiga ekki að venjast því, að konur í sveit eigi
fundi eða samkomur með sér, þá má búast við, að ýmislega sé
dæmt um þessa fundartilraun vora af þeim, sem til spyrja eftir
sögusögnum, og fyrir þá sök þótti mér eigi ónauðsynlegt að skýra
frá fundinum opinberlega; eigi til þess að setja hann jafnhliða
fundum heldri manna, heldur einungis til að sýna tilgang hans,
sem ég vona, að verði virtur á betra veg af þeim, sem íhuga bún-
aðarástand almennings og hversu miklu konur koma til leiðar
bændum sínum og búi til falls eða viðreisnar; og þá hversu miklu
þær hljóta einar saman að koma í lag af öllu því, sem snertir hrein-
læti og reglu innan bæjar, ef nokkurra umbóta á auðið að verða.
En það er von mín, að viðleitni vor beri einhvern ávöxt og það
því fremur, ef konur í öðrum sveitum vildu gera hið sama; sem
finna til þess með oss, hvað mörgu er ábótavant og hvað slík
samtök eru nauðsynleg, eigi sízt í þessu bága árferði.
Vér erum líka fæstar menntaðar, sveitakonurnar, og þurfum
því fremur að læra hvor af annarri, enda eru líka í flestum sveit-
um til þær konur, sem taka öðrum fram yfir höfuð og geta því
kennt. En það er alloft, að mörg kona, sem lítið kveður að, kann
sumt betur en hinar og getur sagt þeim til í því.
Ritað í júlím. 1869
Ein af fundarkonunum."
20