Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 25
KVENNASKOLINN
veltan inun hafa farið fram 8. júlí fyrrgreint ár, en þá var ein-
mitt haldinn þar fyrsti fundurinn: aðalfundur Grafarósfélags. Má
telja nær fullvist, að kvenfélagið hafi neytt svo einstaks færis.
Prjónavélin kom til landsins sama haust. Flaug sú fregn um
land allt. Varð Ólafur í Asi að birta opinberlega lýsingu á henni,
enda mun hér hafa verið um að ræða þriðju prjónavélina, sem til
Islands kom, og aflcöstin fáheyrð í þá daga, unnt að prjóna í vél-
inni 7—8 pör af sokkum á dag. Slíkur gripur kostaði líka 290
krónur.
Þegar vélin var fengin, hófst þegar prjónakennsla, en hún ýtti
undir kvenfélagskonur að færast enn meira í fang: stofna kvenna-
skóla.
Talið hefur verið, að kvenfélagið í Hegranesi hafi verið stofnað
árið 1871,1 en það er rangt, fyrsti fundurinn var haldinn hinn 7.
júlí 1869 og svo hver af öðrum, eins og fyrr segir. Formaður
félagsins var frá upphafi Sigurlaug í Asi, Ingibjörg Eggertsdóttir
var ritari, en gjaldkerastörfin munu hafa hvílt á herðum Ölafs í
Asi, enda þótt kona hafi verið fengin til að gegna þeim að nafn-
inu til. Rétt er að geta þess, að í kvenfélagið gengu brátt konur
utan Rípurhrepps, þótt miðstöð samtakanna og meginkjarni væri
í Hegranesinu.
Séra Jónas Björnsson vann þessi ár ötullega að því að bæta
menntun unglinga, og haustið 1871 er kominn upp vísir að skóla-
haldi á Ríp, skólahaldi, sem takmarkast af knöppu húsrými og
óvæntum önnum, þegar prestur er settur til að þjóna Hvamms-
prestakalli til bráðabirgða. Svo mikið orð fer af kennslu hans,
að þangað sækja námssveinar úr öðrum héruðum. Halldór Daníels-
son og Hannes Hafstein koma til hans um haustið norðan úr
Eyjafjarðarsýslu og Jón Ó. Magnússon, síðar prestur að Mælifelli,
vestan úr Húnavatnssýslu. En nú á séra Jónas skammt eftir ólifað.
Hann drukknar í Héraðsvötnum í desemberbyrjun þennan vetur,
rúmlega þrítugur. Ekkjan flytur aftur til átthaganna og á þar
eftir að starfa að félagsmálum kvenna.
1 Sbr. Kvennaskóli Húnvetninga 1879—1939, Rvík 1939, bls. 11.
23